þriðjudagur, 22. desember 2009

Jólin koma, jólin koma...

sunnudagur, 20. desember 2009

Það er gaman að vera í móttökunefndinni :-)

föstudagur, 18. desember 2009

Maðurinn með lausu nöglina sagði...

"Hmm það er farið að heyrast svona eins og þegar flísar losna frá gólfinu" og slær nöglinni í borðbrúina

Þrýstingur er merkilegt hugtak.

sunnudagur, 13. desember 2009

ding, ding, ding, ding... úúuúúúúúúú... Snjókorn falla á allt og alla..... eða kannski rignir öllu heldur á allt og alla....

miðvikudagur, 9. desember 2009

Það er svo yndislegt að eiga góða vini.

þriðjudagur, 8. desember 2009

Eru ekki að koma jól?

Feje, feje, skrubbe, skrubbe, pusse, pusse, gnubbe, gnubbe.... nu er det vasketid

sunnudagur, 6. desember 2009

Og niðurstaðan er þessi:Annars bara allt gott að frétta. Komin til Íslands heim í sveitasæluna með góðu íslensku hitaveitunni.

sunnudagur, 29. nóvember 2009

Toppið þetta!


Ég tek hér með áskorun Helgu og set forláta mynd af íslenska aðventukransinum. Eins og sjá má er baðkerið í bakgrunni. Hér er sko aðventukrans á hverju klóseti geri aðrir menn betur!

Adventshygge på Fortunparken

Sissel Kirkjebø á fóninn, æbleskiver i maven og jólastemmningin er að nálgast húsið! (sem sagt ekki alveg komin í hús;p)
ATH. svona er okkar aðventukrans :) skora á Jóhönnu að setja inn mynd af íslenska aðventkransinum ;)

laugardagur, 28. nóvember 2009

C'est tout!

Er hætt að hugsa í dag...

Jóla, jóla
Ég bjó til aðventukrans og smá jólaskraut :-)

föstudagur, 27. nóvember 2009

Thanksgiving og black friday

Í gær var þakkargjörðarhátíðin hér vestan hafs. Okkur Jóni Emil var boðið til veislu hjá nokkrum félögum sem leigja saman húsnæði. Þegar við komum um þrjúleytið ilmaði húsið af alls konar góðgæti. 10 kg kalkúnn var kominn í ofninn og allt á fullu í eldhúsinu. Okkur var boðið til stofu ásamt fleiri gestum og þar spjölluðum við og horfðum á amerískan fótbolta. Ég lærði meira segja grunnreglurnar í þeirri flóknu íþrótt... veit samt ekki hvort að ég man þær í dag :-) Mjög skrítin íþrótt... "Hey! Þarna er gaurinn með boltann, hlaupum á hann!!" virðist vera aðalmálið!

Um sjöleytið var maturinn settur á borðið. Hann var virkilega ljúffengur, alls konar meðlæti, meðal annars tvenns konar kartöflumús (annars vegar "venjulegar" kartöflur og hins vegar sætar), sósa og sulta og svo auðvitað kalkúnninn. Við borðuðum öll yfir okkur, ultum upp í sófa og horfðum á meiri fótbolta. Svo fórum við heim að sofa...

... en klukkan hálf fjögur hringdi vekjaraklukkan, og já, það var viljandi! Í dag er nefnilega það sem Kaninn kallar "Black friday". Þá opna flestar verslanir mjög snemma og það eru miklar útsölur. Þetta er eiginlega byrjunin á jólainnkaupum heimamanna. Við urðum auðvitað að upplifa þetta fyrirbæri og því fórum við Geir, Valla og Jón Emil á útsölur klukkan fjögur í morgun! Mjög steikt. Klukkan fimm leit verslunarmiðstöðin sem við heimsóttum út eins og Kringlan klukkan 3 um eftirmiðdaginn rétt fyrir jól. Fólk út um allt og allir að næla sér í góð tilboð. Við fundum t.d. fína skó á mig, kodda, gallabuxur á Jón Emil og fleira og fleira...

Um áttaleytið vorum við komin heim aftur og þá lögðum við okkur! Núna sit ég uppi í skóla og er að reyna að vinna verkefni, dagurinn er samt búinn að vera svo skrítinn að ég veit varla hvort ég er að koma eða fara. Ég sé samt ekki eftir þessu, það er gaman að skoða skrítna siði og hefðir.

Hlakka til að koma heim á þriðjudaginn.

fimmtudagur, 26. nóvember 2009

Góður kvöldmatur

Ég eldaði alveg ofsalega gott Bobotie í kvöld. Mmmmm....

sunnudagur, 22. nóvember 2009

Af klósetum og sjálfsvorkun

Það er búið að loka mig inni...
Allstaðar er búið að hengja upp plast til að varna því að fljúgandi ryk þyrlist út um allt!
En það þýðir að ég þarf að fara krókaleið inn og út úr herberginu mínu... aumingja ég ;-)
Svo á að fara stela einkaklósetinu mínu af mér... aumingja ég ;-)
Ég þarf alltaf að fara niður í kjallara... aumingja ég ;-)
... með sjálfsvorkunarkennd á háu plani... aumingja ég... ;-)

föstudagur, 20. nóvember 2009

Þessi dagur lofar góðu. Sólin skín inn um gluggann minn og ég hef nóg af skemmtilegum verkefnum til að glíma við :-) Í kvöld ætlum við út að borða.

þriðjudagur, 17. nóvember 2009

Pönnsur!

Mér finnst mjög fullordinslegt ad fara á fund.

Ég er ad fara á fund í kvöld, tó ekki sérlega fullordinslegan... Tad er fundur í pönnukökufélaginu tar sem ég er ad sjálfsögdu virkur félagi ;) Tad verda tví bordadar pönnsur í kvöldmatinn! Gerist ekki mikid betra :D Spurning hvada efni verda á dagskrá... hlutfall pönnuköku og sykurs, bökunartími eda áhrif hæd köku í snúningi med tilliti til gæda.

Tekki strák hvers mamma vildi ad hann tæki virkari tátt í heimilisstörfunum. Hann átti tess vegna ad elda kvöldmatinn einu sinni í viku med litlabródur sínum. Teir ákvádu ad hafa pönnukökur tar sem medlætid var snakk í súkkuladisósu. Teir turftu aldrei ad elda aftur... skrítid!

mánudagur, 16. nóvember 2009

Dagur íslenskrar tungu

Ég: Í dag er dagur íslenskrar tungu...
Jón Emil: Cool!

Út frá þessu litla samtali spunnust umræður okkar á milli sem minntu mig á annað stutt samtal:

Miklós: Helga, hættu að tala ensku!
Helga: Ok, sorry.

miðvikudagur, 11. nóvember 2009

sunnudagur, 8. nóvember 2009

ob bob bob

hmmm... hef ennþá 52mín til að ná markmiði mínu um eitt blogg á dag þá daga sem eftir voru frísins. Þar sem markmiðið var svo lítið og lágt finnst mér voðalega vandræðalegt að hafa það ekki. Vandamálið er að nú er kominn harða háttatími og skóli á morgun...

49mín og það er kominn mánudagur - telst þetta sem færsla??

laugardagur, 7. nóvember 2009

dagur 2 - blogg 2

Sat á bekk á Rådhuspladsen um daginn og beið eftir vini. Það var hálf hráslagalegt veður, risahitamælirinn beint á móti mér rétt hafði það upp yfir núllið, það var rok, skýjað en ekki rigning og þó? Ég hlýt að hafa setið í hálfgerðu hnipri, alla vega í þungum þönkum og í óða önn við að lesa kosningabæklinga, þegar maður kemur arkandi að mér og sest þétt upp við mig. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið þegar hann fer að hlýja mér um axlirnar en ég lít upp furðulostin og sé skælbrosandi andlit sem segir "koldt i dag, ik?" og svo var hann farinn, ennþá hlæjandi.

Ég sat eftir á bekknum og gat ekki annað en brosað.

föstudagur, 6. nóvember 2009

um það að blogga

Ég er, eins og þeir sem þekkja aðeins til lífs míns vita, búin að vera í fríi síðast liðna viku. Flestir krakkarnir höfðu háleyt markmið og plön fyrir fríið; vinna, foreldra heimsóknir, lærdómur o.s.frv.

Jeg hafði einnig mikilvægum málefnum að sinna. Flest verkefnin hef ég leyst einkar vel af hendi (þó að ég segi sjálf frá;) ). Þar á meðal: sofa, hvíla mig, prjóna, spila, hitta vinina, skypast við hina og þessa og skemmta mér... Þegar þessi miklu afrek eru upp talin verð ég að nefna að eitt hefur setið á haganum. Já, kæru vinir, þrátt fyrir að hafa strengt heit þess eðlis að vera dugleg að blogga í fríinu, hef ég brugðist. Á einhvern ótrúlegan hátt hefur mér tekist að slá heilann alveg frá í þessa fáu daga og mér var það lífsins ómögulegt að koma einhverju hér á blað... (eða segir maður skjá??)

Í próflestrinum sem á undan fríinu fór hafði ég verið að lesa gamlar bloggfærslur þessa blessaða bloggs (ekki spyrja afhverju ég var að því þegar ég átti að vera að lesa um hryggdýr, sumir kalla það "overspringshandlinger" aðrir "leti" og enn aðrir "að tæma hugann"). Eftir að hafa fært allt snyrtilega og skipulega inn í exelskjal, reiknað prósentur og frávik bloggfærslna per systur, komst ég að þeirri niðurstöðu að ég var að standa mig afskaplega illa í fjölda bloggfærslna... (við skulum ekkert ræða gæði ;p hihi grín)

En nú skal verða breyting á! Hef ákveðið að blogga þá frídaga sem eftir er. Það er að segja í dag og á morgun ;) haha!! (hef heyrt að maður eigi að setja sér skammtímamarkmið ef maður er hræddur um að eiga erfitt með að ná þeim!!)

En nú er það háttatími!!
bonne nuit

fimmtudagur, 5. nóvember 2009

Hvornår skal vi spise?

Kvöldmatartími = x

þar sem

18:00 =< x =< 19:30

þriðjudagur, 3. nóvember 2009

Lille sky gik morgentur

Lille sky gik morgentur
på den blanke himmel
satte skygge på en mur
så på verdens vrimmel

Kiggede i søens vand
så sin egen mave
så en and der gik i land
midt i kongens have

Kunne ikke holde sig
havde ingen potte
lod det dryppe på en vej
skønt den ikke måtte

Løb med blæsten hjem igen
så et bjerg med sne på
fik en lille smule skænd
og en anden ble på

Halfdan Rasmussen
Knud Vad Thomsen

sunnudagur, 1. nóvember 2009

Stjerne for en dag!

Rifjaði þessi orð prestsins sem fermdi Frederikke frænku upp í dag. Fannst þau eiga vel við :-)

gúmmíbangsar eru góðir

fimmtudagur, 29. október 2009

Ég elska þegar sólin skín inn á skrifborðið hjá mér.

miðvikudagur, 28. október 2009

Byrjaði daginn á því að stíga í poll... dagurinn hefur bara batnað síðan :-)

fimmtudagur, 22. október 2009

Yndislegt veður

Veðrið er búið að vera yndislegt í dag. Eftir hádegið lagðist ég á handklæði á grasflötina fyrir utan bygginguna sem ég bý í. Þar las ég mér til um stálsúlur og stálbita. Á slaginu hálffimm skyggði nærliggjandi hús á sólina þannig að ég hröklaðist inn. Engu að síður yndislegt :-)

mánudagur, 19. október 2009

Nördabrandari dagsins!

Æi mér er svo kalt á puttunum...
Leystu þá bara smá natríumhýdroxíð upp...

Jarðarberja jógúrt

mmm... ég fann jógúrt með sultu í botninum. Fékk algjört nostalgíukast :-)

laugardagur, 17. október 2009

morgunmatur

fékk mér köku í morgunmat, má það?

föstudagur, 16. október 2009

Man skal passe på at tænke ikke for meget, det kan være farligt for dem som ikke er vant til det...

laugardagur, 10. október 2009

Hér búum við


Eldhúsið
Borðstofan
Svefnherbergið
Stofan
Baðherbergiðmiðvikudagur, 7. október 2009

Af sellói og smábörnum

Selló og smábörn? Gætuð þið hugsað... hvernig í ósköpunum hangir það saman?? Og í flestum tilvikum væri ég sammála, það fer ekki saman. Hvernig stendur þá á þessari yfirskrift hjá mér? nei þetta er ekki bull, væri samt ekki í fyrsta sinn, og nei það er ekki vegna þess að það stuðlar...

Í gærkvöldi passaði ég lítinn sætan 15 mánaðagamlan snáða með 4 tennur. Í dag fór ég í spilatíma hjá mömmunni fyrir ómakið:) Ekki léleg skipti það :) :)

hress og kát kveðja frá dk ;)

þriðjudagur, 6. október 2009

Farmers maket

Ég fór á markaðinn í dag. Sólin skein á mig og veðrið var hlýtt og milt. Ég keypti sex fallegar nektarínur og skoðaði alls kyns grænmeti og ávexti.

sunnudagur, 4. október 2009

Ríkið

Ég komst að því í gær að þegar maður verslar áfengi í Bandaríkjunum þurfa allir sem eru viðstaddir kaupin að sýna skilríki, ekki bara sá sem kaupir áfengið...

föstudagur, 2. október 2009

Tónleikar

Í gær fórum við Jón Emil á tónleika sem haldnir voru í tónleikasal hér á skólasvæðinu. Á tónleikunum spiluðu banjóleikari, slagverksleikari og kontrabassaleikari. Þetta voru rosalega skemmtilegir tónleikar. Ég skemmti mér konunglega. Bæði voru þetta frábærir listamenn, snillingar á sín hljóðfæri. En þeir voru líka svo hressir, glaðir og skemmtilegir. Þeir gerðu mikið grín og notuðu oft hljóðfærin til þess að búa til alls kyns skemmtileg hljóð. Mér þótti sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með bassaleikaranum. Þetta stóra hljóðfæri lék í höndunum á honum og tónarnir sem hann gat framkallað minntu mig helst á miklu minna hljóðfæri, víólu, jafnvel fiðlu.

En núna ætla ég að reyna að halda áfram að kynna mér plastíska hegðun stálbita.

fimmtudagur, 1. október 2009

Thyrfti eiginlega ad fara ad blogga...

... tad er margt sem ég thyrfti ad gera ;D Best ad halda áfram ad læra!!

mánudagur, 28. september 2009

Rigning

Í Ameríku er hægt að hafa gluggana opna upp á gátt þó að það sé hellirigning. Þá getur maður setið fyrir innan og hlustað.

laugardagur, 26. september 2009

Viðburðarríkur föstudagur

Í gær var haldið grill í eðlisfræðideildinni. Nemendur á öðru ári í framhaldsdeild sáu um grillið, þar á meðal Jón Emil. Þetta var mjög skemmtilegt, frábært veður og gaman njóta góða veðursins meðal skemmtilegs fólks. Að grillinu loknu fórum við að taka til, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir eitt smá atriði. Ég stóð við hlaðborðið, þar sem í boði hafði verið grænmeti og alls konar sósur. Ég var að tína saman notaðar servíettur og henda dóti í ruslapoka, allt í einu heyri ég aftan frá mér sagt: "ooo ó!" og það næsta sem ég veit er að amerískur fótbolti lendir beint ofan á sósufatinu og eys sósum af öllum gerðum yfir mig alla! Ég var bókstaflega útötuð! Hár, andlit, föt... ekkert slapp. Strákarnir sem voru að leika sér með boltann voru dálítið skömmustulegir, held samt að þeir hafi ekki lært mikið á þessu ;-)


Eftir að hafa farið í sturtu og skolað af mér sósurnar fórum við Jón Emil á skauta með David og Allison. Það var ekkert smá gaman. Það er rosalega langt síðan ég hef farið á skauta og fyrst var ég mjög völt. (Mér liggur við að segja eins og belja á svelli) En mér jókst kjarkur eftir því sem leið á og skemmti mér konunglega. Vonandi gefum við okkur tíma til að fara aftur á skauta fljótlega.

fimmtudagur, 24. september 2009

Fyrirlestrar

Ég er búin að skoða kúrsaúrvalið við byggingarverkfræðideildina hér í Princeton. Langaði til þess að gá hvort ég gæti ekki smyglað mér inn í einhvern fyrirlestur, lært eitthvað skemmtilegt og nýtt eða rifjað upp eitthvað gamalt og gott.


Á mánudaginn mætti ég í tíma sem kallaður er Random vibrations. Kúrs sem fjallar um jarðskjálfta, vindálag, sjó og öldur. Mér þótti það spennandi og afréð því að mæta. Þegar ég mæti á staðinn er aðeins einn nemandi mættur, það reyndist síðan vera eini nemandinn sem skráður var í kúrsinn. Kennarinn var mjög þægilegur eldri maður. Því miður verður kúrsinn ekki kenndur vegna lítillar skráningar, það hefði verið gaman að hlusta á þennan mann.

Í gær fór ég svo í tíma í greiningu burðarvirkja. Þar hitti ég aftur vin minn frá því á mánudaginn. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Frábær kennari í alla staði, ég ætla að fara aftur í tíma til hans á morgun.

Í dag kynntist ég gömlum manni. Við vorum bæði að bíða eftir strætó þegar hann gaf sig á tal við mig. Hann var mjög viðkunnanlegur. Sagðist vera nýkominn af fyrirlestri hjá eldriborgarafélaginu. Princeton háskóli heldur úti fyrirlestraröð, þ.e. einn fyrirlestur í viku allt skólaárið fyrir eldriborgara. Mér finnst það mjög góð hugmynd. Við spjölluðum heilmikið saman, fyrst á strætóstöðinni og síðan í strætó. Það er alltaf gaman að kynnast vinalegu fólki.

þriðjudagur, 22. september 2009

Fylltist eldmóði í dag!

Kom heim og nennti gjörsamlega engu. Áður en ég vissi af var ég búin að umturna herberginu og ekkert húsgagn er nú nákvæmlega þar sem það var áður... en núna er bókmenntaritgerð málið!!!

Dóttir gæfunnar hér kem ég....hehe

bonne nuit

föstudagur, 18. september 2009

Komin til Ameríku

Nú er ég búin að sofa tvær nætur hér í Princeton. Ferðin hingað gekk vonum framar. Við hliðina á mér í flugvélinni sat færeysk fjölskylda. Pabbinn var duglegur að hafa ofan af fyrir yngsta syni sínum og söng fyrir hann færeyskar rímur aftur og aftur. Mjög fróðleg landkynning það!


Í dag fór ég í göngutúr út í banka og stofnaði bankareikning. Veðrið er alveg yndislegt, sólin skín og ég labba bara um á peysunni. Það er ágætis framlenging á íslenska sumrinu.

Ég læt þetta duga í bili, lifið heil.

imgres.jpg

mánudagur, 14. september 2009

kominn tími á færslu??

Þá er velheppnaður afmælisdagur ömmu að kveldi komin. Við eigum þó eftir að fá okkur sushi og hugga okkur svolítið yfir því:) Ætli við reynum svo ekki að setja geisladisk í nýja geislaspilarann! Prófa græjuna:)Var rosa dugleg í morgun, komin á fætur fyrir allar aldir, illa sofin... :s en ég útbjó dýrindis morgunverð og skreytti hátt og lágt með fánum og pökkum:)Langur dagur í skólanum... Efnafræðitilraun sem hefði ekki getað tekist verr. Grrr. Þá er nú ekki margt betra en að koma heim og fá rjómatertu og heitt súkkulaði hjá ömmu:)Kveðja að austan.

fimmtudagur, 10. september 2009

já, það rignir

Mér finnst öll veður góð ef það er ekki rok.

Á morgun er því miður spáð roki.

mánudagur, 7. september 2009

PASS!!!

Þegar aðeins fjórir spila pass, og einn spyr við hvern hann á að skiptast á spilum við, fer ekki á milli mála að hinir tveir eiga að skiptast á spilum...

mánudagur, 3. ágúst 2009

Ég er að segja þér það!

Það er bara svo einfalt að 3 er helmingurinn af 8...

miðvikudagur, 15. júlí 2009

Þvottur

Það er eitthvað við það að þvo falleg hvít rúmföt. Hengja þau svo út á snúru og horfa á þau blakta í sólinni. Þau ilma líka svo vel þegar þau eru tekin inn.

miðvikudagur, 8. júlí 2009

Þar sem ég stóð þarna, tæplega vöknuð, og þvoði nætur drulluna af spenunum fór ég að pæla í því hvernig í ósköpunum kýrnar færu að því að verða svona skítugar á svona stuttum tíma. En þegar ég hugsaði aðeins meira um þetta þá var ég víst ekki mjög lengi að verða eitt drullustykki þegar ég var lítil. Á meðan ég var að hugsa um þetta var ég að reyna nudda af mjög fastan skít af einum spenanum. Þegar ég skoðaði þetta nánar reyndist það vera svartur flekkur á spenanum...

mánudagur, 29. júní 2009

Það er skammgóður vermir að pissa í skóinn...

velti fyrir mér hvort svipað orðatiltæki finnist á franskri tungu - nema bara í öfugri merkingu. T.d. það er skammgóð kæling að skvetta úr skúringafötunni á tærnar á sér... (því þó að það sé þægilegt í fyrstu nær vatnið fljótlega suðupunkti og gerir illt verra!!). Verðugt rannsóknraefni, læt ykkur vita ef ég kemst til botns í þessu:)


Að lokum tvær myndir frá lokahófi frönskukúrsins:

Mér á hægri hönd, Claire: kennarinn (toulousienne), Sofie: Belgía, Constanza: Chile, Matthias: Þýskaland, Cristina: Spánn, Tania: Rússland, Vicente: Ecuador(veit ekki hvernig við skrifum það á ísl. þetta er dönsk stafsetning...) og konan hans (man ekki hvað hún heitir): Bandaríkin.föstudagur, 26. júní 2009

Hversu unaðslegt er það að ganga út um fjósdyrnar og finna ilminn af nýslegnu grasi?

þriðjudagur, 23. júní 2009

Í gærmorgun,,,

... kleip sólin í rassinn á mér um leið og ég steig út um kjallaradyrnar. Það var yndislegt að finna ylinn frá henni og horfa á hana baða landslagið í birtu sinni. Ég var ekki komin niður að fjósinu þegar ský hafði dregið fyrir sólu. Mikið var ég heppin, hugsaði ég, að hafa komið út rétt í tæka tíð til að njóta sólarinnar.

mánudagur, 15. júní 2009

Mjaltasaga

Í morgun vorum við Dóra einar í mjöltum. Það kom í minn hlut að reka inn og Dóra benti mér á það að best væri að skafa út því básinn var orðinn fullur af fíbjakki. Ég fer upp að aftan labba í gegnum básinn tek mér sköfu í hönd og skef skítinn niður í haughús þar sem hann fær að dúsa fram á næsta vor. Þá fór ég að reka inn og ég áleit það best að setja hana Brekku gömlu fremsta. Hún labbar þunglamalegum skrefum fremst í básinn. Svo fylli ég básinn af kusupakki. Þegar vélarnar eru komnar á allar kýrnar spyr ég Dóru hvort hún viti hvað klukkan sé. Dóra hristir hausinn en heldur af stað upp úr básnum að framanverðu til að fara fram í mjólkurhús til að athuga hvað tímanum líði. En þegar hún var komin í efstu tröppu stoppar hún, hugsar sig um og segir svo "hér er opið!" Ég hafði gleymt að loka að framanverðu þegar ég var að skafa út. En Brekka stóð sem klettur með allt hafurtaskið fyrir aftan sig með taktföstum mjaltarvélunum á. Dóra lokaði og svo sprungum við úr hlátri.

fimmtudagur, 11. júní 2009

Hefurðu séð kisu-berja-tré?

Eða ís í boxi?? haha:)Afrakstur helgarinnar:) Aðeins of gómsætt!!!


sunnudagur, 7. júní 2009

brotabrot af ferðasögunni

Verðandi verkfræðingur lagði upp í för
kynntist eyðimörkinni
með vinum mínum
borðaði á 7 stjörnu hóteli
sá margar framkvæmdir
spókaði mig í sólinni

skoðaði Burj al Arab (burj þýðir turn)
fór á fílsbak (fíllinn hélt Arnari á réttum stað með eyrunum!)
tælensk bensínstöð!
foss

þetta hlýtur að vera verkfræðiskóli
maður getur nú orðið þreyttur af að ferðast, þá er gott að hvíla sig :-)

drengirnir mínir og ég :-)

laugardagur, 6. júní 2009

Setti sig sjálfa á!

Það fæddist svona ljómandi falleg gimbur sem var með svartan blett yfir öðru auganu. Auðvitað hlaut hún nafnið Bauga ;-)

miðvikudagur, 3. júní 2009

Koh Samui

Sma kvedja her fra mer. Nu er eg komin a eyju sem heitir Koh Samui. A morgun fer eg upp i flugvel og flyg til Bangkok. Eg verd einn dag i Bangkok, thad verdur eflaust allt odruvisi heldur en eyjalifid sem vid hofum stundad undanfarna daga. Thad hefur adallega einkennst af hvitum strondum, einstaka kofa, regnskogi, filum, kofun og morgu, morgu fleiru. A fostudagskvoldid hefst svo ferdalagid heim, vid reiknum med ad stiga aftur faeti a islenska grund a adfaranott sunnudagsins. Hlakka til ad sja ykkur oll.

P.s. set bokad inn myndir thegar eg kem heim.

sunnudagur, 31. maí 2009

Ja, her skin solin!

Nokkrir taelenskir frodleiksmolar:

  • Allir hlutir verda blautir, thar medtalin eg sjalf.
  • Madur a ad fara ur skonum thegar madur kemur inn i hus, jafnvel verslanir.
  • Allt sem madur spyr um er i 5-10 minutna labbfaeri (tho ad thangad seu 15 km!)
  • Burger King er skrifad: Burger Kin
  • Ef madur vill panta einn skammt af hrisgrjonum er nog ad segja: "one pla ri"
Hef thad gott og hlakka til ad sja ykkur

Khawp Khun Ka!

fimmtudagur, 28. maí 2009

My turn...

Það er víst algerlega kominn tími á blogg frá minni hálfu, enda komin með netið og því er engin afsökun lengur...

Með betra veðri í dag, (týpískt fer síðan bara að tala um veðrið...) fagurblár himinn og ekki skýhnoðra að sjá svo langt sem augað eygði. Varð að taka mér pásu frá lærdómnum á veröndinni öðru hvoru til að kæla mig niður. Sökum hins góða veðurs virtist ekkert upplagðara en að taka eitt glas (eins og þeir orða það svo skemmtilega á frankamáli) með Sofie fyrir kvöldkúrsinn. (Sofie er belgísk stelpa úr kúrsinum).

Fólk var í góðu skapi og má segja að meðal klæðnaður hafi verið sandalar og ermalausir bolir.

Þegar ég var að hjóla heim eftir námskeiðið hugsaði ég með mér að ég yrði nú samt að muna eftir peysu næst, klukkan orðin hálf níu og jú örlítið kaldara en þegar ég lagði af stað. Ég varð því svolítði hissa þegar ég kom auga á hitamæli sem sýndi 23° C... Ég hlýt bara að hafa hjólað svona hratt :)

Það hafðist!!
Knús og kram

þriðjudagur, 26. maí 2009

Hakunamatata!

Núna eru komnir fjórir heimalingar. Litlu greyin. En einhver nöfn urðu lömbin að fá þannig ég gaf þeim, að mínu mati, mjög viðeigandi nöfn.

hrútur nr. 46- Púmba
hrútur nr. 47- Tímon
hrútur nr. 98- Simbi
gimbur nr. 99- Nala

Smá Lion king nostalgía ;-)

sunnudagur, 24. maí 2009

Mér finnst...

ekki sniðugt að vera með mikið af sárum á höndunum og fara svo að troða áburðapoka.... mæli ekki með því...

miðvikudagur, 13. maí 2009

laugardagur, 9. maí 2009

Sjáið hvað ég er rík!


Tvær gimbrar, önnur mórauð og hin morbonótt. Tillögur um nöfn óskast, þessar eru nú þegar komnar:

Gytta og Gurrý
Bíbí og Sísí
Hekla og Tekla
Bergljót og Björgheiður
Klementína og Manda Rín
Kleópatra og Jasmín
Magnúsína og Ólafína
Úranía og Beta
Alda og Bylgja
Dimmblá og Víóletta
Móeiður og Móey
Líf og Lív
Alfa og Ögn
Drífa og Sigdóra
Inna og Ugla

miðvikudagur, 6. maí 2009

"Jóhanna farðu í félagsfræði"

Manneskja sem ég talaði við í dag sagði þetta við mig. Get nú EKKI sagt að ég hafi hugsað um að skella mér í félagsfræði...

þriðjudagur, 28. apríl 2009

...

Sumir eru öðruvísi en aðrir en aðrir eru eins og sumir

sunnudagur, 26. apríl 2009

Mér finnst gaman...

að reikna. 


Ég nýt þess að sitja meðal vina minna í heilan dag og reikna dæmi, rökræða þau fram og til baka, komast að niðurstöðu. Núna eru margir slíkir dagar framundan.

þriðjudagur, 21. apríl 2009

stóru skrefin

Fyrir utan gluggann minn er rist í gangstéttinni. Ristin er gömul og ryðguð. Sums staðar vantar í hana, þar eru stórar rifur.


Ég hef komist að því að börnum þykir afskaplega gaman að hlaupa eftir þessari rist með tilheyrandi látum.

En í dag voru engin læti. Ég varð vitni að því þegar ung snót sem var greinilega nýfarin að stíga sín fyrstu skref spreytti sig á ristinni. Hún fór sér hægt, vandaði hvert skref. Svo kom hún að stórri rifu, þar sem vantaði í ristina. Hún staðnæmdist og undirbjó sig vel, þetta var stórt skref. Svo tók hún skrefið, annar fóturinn á undan hinum og hinn fylgdi í kjölfarið.

Yfir sig stolt hljóp hún eftir hellulagðri stéttinni til mömmu sinnar. Hún hafði tekið stórt skref í lífi sínu. 

Þessi litla stúlka sem gekk eftir Vesturvallagötunni með foreldrum sínum í dag vakti mig til umhugsunar um að frá því að maður fæðist er maður að taka stór skref, skref sem krefjast kjarks og þors, staðfestu og dugnaðar. 

mánudagur, 20. apríl 2009

ég hélt ég hafði sofið yfir mig í morgun, það var svo bjart kl. 7

fimmtudagur, 16. apríl 2009

komin aftur heim til landsins ísa

lenti kl. 6 í morgun, próf í stáli á morgun, gaman, gaman

þriðjudagur, 14. apríl 2009

laugardagur, 11. apríl 2009

föstudagur, 10. apríl 2009

hey, hey...

var hann svona gulur og sagði svona: tvítví...tvítví....

fimmtudagur, 9. apríl 2009

Hvaða dagur er í dag Harry?

Jah, það er góð spurning. En hún yndislega stóra systir mín á afmæli í dag og er orðin heil 23 ár. Til hamingju Dóra mín :-***

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að syngja alla afmælissöngvana í gegnum netið ;-)

sunnudagur, 5. apríl 2009

og það var kátt í höllinni!

Fráfarandi formaður og varaformaður... alveg í takt

miðvikudagur, 1. apríl 2009

Det er i dag et vejr et solskinsvejr...

...mon sommeren er på vej?? Det kunne jo også bare være aprilsnar :0D

Hilsen til jer hjemme i snestormen!

laugardagur, 28. mars 2009

Sagt á einlægan hátt

Iceland is very different from France ...


... in France we have houses.

þriðjudagur, 24. mars 2009

Dæmisaga

unga menntaskólastúlkan var að flýta sér í hálkunni. Hún gekk eins hröðum skrefum og hún gat í sleipum kawasaki skónum. Skrefin voru þó ekki hraðari en það að eftir smá stund tók fram úr henni ellilífeyrisþegi sem gekk hægum en öruggum skrefum. Sú sumarjárnaða kíkti niður til að sjá skóbúnað þeirra eldri og göfugri mannveru. Á skónum voru manbroddar. Það borgar sig að vera á skaflajárnum í hálkunni...

sunnudagur, 22. mars 2009

Mér þykir svo vænt um sveitina mína. Þar er yndislegt að vera. Nú er snjór yfir henni að mestu leyti. Himinninn er að reyna að vera skýjaður en það tekst illa hjá honum því sólin gægist í gegnum þau. Skýin eru alls konar á litin, hvít, ljósblá, dökkblá, grá og undir þeim glittir í heiðið. 


Pabbi er í fjósinu, ég heyri það á heita vatninu. Mamma stendur við eldhúsgluggann og talar við ömmu mína. Kisa horfir á mig og skilur ekkert í mér... frekar en ég í henni. 

laugardagur, 21. mars 2009

Afmæli, afmæli, afmæli :-)


Hún á afmæli í dag,
zum Geburtstag viel Glück,
joyeuse anniversaire-e
happy birthday to you!

Hip-hip Hurra!  Hip-hip Hurra! Hip-hip Hurraaaaa! 

mánudagur, 16. mars 2009

Það var bjart

þegar ég vaknaði í morgun

og það var ekki af því ég vaknaði seint...

föstudagur, 13. mars 2009

Já,

það borgar sig að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þegar til kastanna kemur þá verðum við peð í höndum hennar.

laugardagur, 7. mars 2009

Hún var komin í pilsið og fínu skóna. Búin að leggja diska og silfurhnífapörin á borðið. Átti aðeins glösin eftir, og jú kertin. Á leið niður stigann rifjaði hún upp: ... rauðvínsglösin eru stærri en hvítvínsglösin ... Hún fór þrjár ferðir eftir glösunum, betra að fara fleiri heldur en að brjóta kristalinn, þegar síðasta glasið var komið á borðið keyrði bíll í hlaðið. Hún rölti niður stigann og tók á mót gestunum. 

miðvikudagur, 4. mars 2009

Á morgun...

verð ég bjúgnakrækir...

mánudagur, 2. mars 2009

Gott er að eiga góða að

ég var að ljúka við að vaska upp þegar ég heyrði kallað á mig niður um stigaop. Það var lítið ljón sem kallaði og bauð mér í kvöldkaffi, dýrindis súkkulaðiköku og mjólk. Ég var nú hálfskelkuð þegar ég sá ljónið en minntist þá að ég hafði séð það fyrr, að mig minnir á öskudaginn. Ég þáði því boðið með þökkum, já það er gott að eiga góða að. 

laugardagur, 28. febrúar 2009

fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Alveg satt!

krumpuð föt, eru ekkert annað en föt sem er búið að brjóta aðeins of oft saman...

þriðjudagur, 24. febrúar 2009

jahá

nú kemur sér vel að vera Dani :-)

mánudagur, 23. febrúar 2009

Stundum

hugsa ég og hugsa en samt botna ég ekkert í því sem ég er að gera!

laugardagur, 21. febrúar 2009

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Mér þykir svo vænt um íslenskuna, hún er fallegust.

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Kennarafagnaðurinn

Á fögnuðinum var glens og grín,

glettnin ríkjum réði.
Mikill matur, bjór og vín
mest af öllu gleði. 

laugardagur, 14. febrúar 2009

Vadi, hadi, dú, di, da...

Já gott fólk evróvísurnar dynja nú einn einu sinni yfir okkur. Eins og alltaf gera Íslendingar sér gígantískar vonir um hið fRÁBÆRA framlag sem að þessu sinni hefur verið valið. En sama hversu fRÁBÆR framlög Ísland hefur valið í gegnum árin hefur enginn verið alveg sammála okkur. Sama hversu mörg FRÁBÆR lög Íslendingar eiga eftir að setja í þessa blessuðu keppni og sama hversu oft okkur verður ljóst að það finnst ekki öllu þessi FRÁBÆRU lög okkar svona góð þá missum við aldrei móðinn og sendum hvern gullmolann á fætur öðrum út í hinn stóra heim ;-)

Einhver varð að koma með evróvísion klisjuna...

föstudagur, 13. febrúar 2009

og botnaðu nú

Hvert skal skipi mínu stefnt

í lífsins ólgusjó

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Heyrt á elliheimili:

(H)eldri maður er á tali við yngri starfsmann:

(H)eldri maður: Eru þetta þínar tennur sem þú ert með?
Stúlkan (ég): Já þetta eru víst mínar tennur. Má ég vita afhverju þú spyrð að því?
(H)eldri maður: Mér finnst þær bara svo fallegar!

Já það var ekki leiðinlegt hrós að fá - og svo voru þær meira að segja alvöru!!

mánudagur, 9. febrúar 2009

Þá er það staðfest

Ef allt fer að óskum ( sem það vonandi gerir ) þá mun ég útskrifast úr hinum mæta skóla, Háskóla Íslands, þann 20. júní á þessu ári. 

föstudagur, 6. febrúar 2009

Ef bara...

Saxófónkassinn væri á hjólum

miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Alveg afbrigðilegt

Kíkt inn í heila nemanda í ÍSL 403 þegar hann er að læra fyrir ljóðapróf:
' ok... Fornyrðisslag alltaf með fjögur atkvæði í hverri línu og er átta línur.... hmmm ok málaháttur er með fimm atkvæði í hverri línu og er líka átta línur... já og dróttkvæðaháttur er með sex atkvæði í hverri línu og líka átta línur og einmitt hrynghenda er með átta atkvæði í hverri línu og er líka átta línu... úff eins gott að muna atkvæða fjöldan í öllum þessum átta línu ljóðum 4, 5, 6 og 8 engin með 7...'

Daginn eftir í prófinu:
Greinið bragarháttinn

látum okkur nú sjá já átta línur. Best að telja atkvæðin. einn....sex og sjö... hmm þetta getur ekki verið. einn tveir þrír fjórir fimm sex sjö..... ÞAÐ VAR ENGINN MEÐ SJÖ ATKVÆÐI !%$#/%)/=

Kennaranum fannst bara svo hrikalega skemmtilegt að setja AFBRIGÐI af bragarhætti á PRÓF. Þessi ónefndi kennari hafði alveg tuttugu og fjóra venjulega til að velja á milli en neeeeeeeeeeeei

Ég er jákvæð :-D

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Minning úr grunnskóla

DRUSLURNAR YKKAR.... æ, litlu englabossarnir mínir

þriðjudagur, 27. janúar 2009

Kennarinn í umhverfisskipulagi: 


"Mér ber að kynna þetta fyrir ykkur, segja ykkur frá góðum umhverfisvænum gildum svo og sjálfbærni. Hins vegar haga ég mér ekkert eftir því, heima hjá mér eru öll ljós kveikt allan sólarhringinn, ég keyri um á stórum jeppa... enda færi illa fyrir mér á kennarastofunni ef ég gerði það ekki."


Göngutúr í góðu veðri :o)

miðvikudagur, 21. janúar 2009

Kína rúsína ;-)

Rúsínan í pylsuendanum...

dag var, líkt og daginn sem við komum, grámyglulegt veður. Á hótelinu borðuðum við morgunmat og fórum svo út í rútu. Við komum við í skólanum þar sem við sögðum bless við krakkana sem við bjuggum hjá. Eftir það brunuðum við út á flugvöll. Fríhöfnin var stór og mjög sérkennileg. Ég og Hrafndís löbbuðum saman um hana þangað til við settumst upp í vél. Ég keypti nokkur klostelín armbönd og penna. Ég og Hrafndís lentum við hliðin á kínverskum strák sem var að læra verkfræði í Cambridge. Hann spurði mig spjörunum úr og sérstaklega um fjármálakreppuna. Í London gerðum við frekar fátt. Allir voru að örmagnast úr þreytu. Ég borðaði hamborgara með Lalla og Ninnu. Það vað mjög skemmtilegt. Þau eru bæði svo hress og kát. Ég lét mig sökkva niður í stól ásamt öðrum. Sé ég ekki allt í einu Gest Gíslason frænda minn koma labbandi Hann var á leið heim frá Úganda. Ég man ekkert eftir fluginu heim þar sem ég sofnaði áður en við komum í loftið og vaknaði eftir að við lentum. Á bílastæðinu við FS.u. beið kunnuglegt andlit. Pabbi stóð þarna í snjónum tilbúinn að taka á móti mér. Mikið var ég fegin að sjá hann. Ég talaði stöðugt alla ferðina. Það hélt bæði mér og honum vakandi. Svo beið skólinn daginn eftir. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og var mikil upplifun.

Köttur út í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri...

þriðjudagur, 20. janúar 2009

Kína sýna klína

Þverhníft niður hinumegin!

Hrafndís ;)

Hópurinn á múrnumÍ dag var glaða sólskin. Við fórum frá skólanum um átta leitið. Þá lá leiðin til jaðverksmiðju. Þar fengum við að sjá hvernig þeir vinna það og búa til hina ýmsu hlutu úr því. Þetta var mjög dýrt allt saman. Eftir þetta fórum við á Kínamúrinn. Það sem ég var búin að hlakka mest til. Og vá!!! Það var stórkostlegt. Útsýnið var ólýsanlegt og tilfinningin að standa á múrnum var ómótstæðileg. Þetta var lengi búið að vera draumur að standa þarna en mig óraði aldrei fyrir því að það myndi einhvern tíman gerast. Eftir að hafa hlaupið upp alla óreglulegu tröppurnar og niður aftur, alveg lafmóð og másandi, lá leiðin í klostelín verksmiðju. Það er gert úr kopar sem er beygður í vasa og utan á er úr koparvír límt munstur. Á milli vírana er svo málning. Þetta er svo brennt og pússað. Konan sem sýndi okkur ferlið sagði að mistök væru ekki leyfð. Við fórum svo á perlumarkaðinn. Þar keypti ég silki og nokkra fleiri hluti. Sölufólkið þarna var gríðarlega ágengt og maður þurfti að vera duglegur að prútta. Bara gaman. Eftir að hafa misst okkur á perlumarkaðnum voru allir uppgefnir. En það var enginn tími til þess. Við fórum upp á hótelið þar sem við skiptum um föt. Við fórum svo út að borða með skólastjóranum og nokkrum kennurum. Við fengum “Peking duck” Mjög flott framreitt og mjög gott. Skólastjórinn gaf okkur skjöld með myndum af byggingum skólans á og hópmynd sem tekin var af okkur daginn sem við komum. Á henni voru allir mjög hressir... Svo fórum við í smá verslunar leiðangur. Eftir það fórum við upp á hótel að pakka. Af óþekktum ástæðum gekk það mjög hægt. Ég var með Hrafndísi í herbergi. Arna og Sandra kíktu svo í heimsókn og við töluðum saman langt fram á nótt. Það var mjög gaman hjá okkur. Ég stakk mér í sturtu og fór dauðþreytt í rúmið.

Aðeins eitt blogg eftir....

laugardagur, 17. janúar 2009

Kína tína

Flottasti bíllinn í þorpinu


Eins og alltaf var í dag sólskin og vindur. Ég fór í skólann með Mayi. Þaðan fórum við í lítið þorp sem er með sjálfbæra þróun. Þau safna saman öllum lífrænum úrgangi og framleiða metangas til orkuframleiðslu. Íbúarnir eru um 800 og tekjum þorpsins er bróðurlega skipt á milli allra. Árlega er haldin dumblings hátíð. Hún er daginn fyrir áramótin hjá þeim. Þá koma allir þorpsbúar saman og borða dumblings. Þetta hefur dregið marga ferðamenn til sín. Í þorpinu eru margir garðar fyrir börn að leika sér í. Í hádeginu fórum við á lítinn veitingastað. Þar fengum við meðal annars kjúkling þar sem hausinn fylgdi með. Þessu var ekki öllu snyrtilega raðað á disk heldur var fuglinn murkaður í sundur þannig hausinn stakkst upp úr hrúgunni. Eftir hádegi fórum við í barnaskóla. Þar voru algjörir dúllu krakkar sem tóku á móti okkur og voru leiðsögumennirnir okkar. Við fórum inn í myndmenntatíma hjá þeim og máluðum á kínverskan ávöxt. Ég prófaði að ganga á stultum sem eru bundnar við fæturna á manni. Ég var orðin nokkuð góð í þessu en svo datt ég.... við fórum líka í snúsnú með þeim sem var ótrúlega skemmtilegt. Mér leið eins og ég væri komin í sjöunda bekk aftur. Við fengum svo að heyra krakka spila á mjög töff kínverskt hljóðfæri. Ég fékk að prófa og mig langar ekkert smá mikið í svona. Þegar við komum aftur út í skóla fór ég í litlu tónlistarbúðina sem er á móti skólanum og keypti móngólaflautu sem ég var búin að lofa Pamelu flautukennara að kaupa. Ég fór svo út að borða með fjölskyldunni. Við fengum “Peking duck” Ekkert smá gott. Við fórum svo heim. Á morgun er síðasti dagurinn.


Nú fer þetta að vera búið...

fimmtudagur, 15. janúar 2009

Kína krína

Forboðna borgin

Hópurinn við "The birds nest"

....og allir Kínverjarnir sem tóku mynd af öllu hvíta fólkinu
Í dag var, eins og undanfarna daga sól en vindur. Í morgunmat fékk ég rúsínubrauð með skinku og eggi. Ég fór með leigubíl í skólann. Það kostaði 10 yuan eða um það bil 200 kall. Í skólanum beið okkar rúta. Þar voru tveir ensku kennarar ásamt A.J. Leið okkar lá að Torgi hins himneska friðar. En á því er meðal annars að finna gamla borgarhliðið, grafhýsi Maós og Forboðnu borgina. Þetta torg rúmar um milljón manns! Á torginu er risastór flaggstöng þar sem kínverski fáninn blaktir við hún. Á hverjum morgni er ákveðin athöfn þar sem fáninn er dreginn upp. Forboðna borgin er í hjarta Beijing og er líka oft kölluð fjólublá borgin. Ástæðan er sú að á nætur himninum eru þrjár stjörnur sem eru heilagar í augum Kínverja og sú sem er í miðjunni er fjólublá. Torgið var troðfullt af fólki og það var eins gott að týnast ekki. Þá kom pandan hans A.J. og talnakerfið að góðu gagni. Við fengum tíma til að labba um, skoða og taka myndir. Ég og Hrafndís vorum í okkar mesta sakleysi að labba um þegar allt í einu stoppuðu okkur nokkrir karlar sem vildu láta taka mynd af sér með okkur. Okkur fannst þetta mjög fyndið. Á Forboðnu borginni hangir 6 m há andlitsmynd af Maó sem er heil fjögur tonn. Ekkert smá flykki. Loks var komið að því að fara inn í Forboðnu borgina. Þvílík sjón. Það er hvergi plöntur að sjá því einn af keisurunum var svo hræddur um að einhver ætlaði að koma og drepa hann, þannig hann lét leggja mörg lög af hellum svo það gæti örugglega enginn grafið sig inn í borgina. Í Forboðnu borginni eru mörg hús: þar sem keisarinn bjó, þar sem haldnar voru veislur, þar sem mikilvægar ákvarðanir voru teknar og mörg, mörg fleiri. Við náðum bara að skoða brota brot af öllum þessum húsum. Þetta er stórmerkur staður þar sem mjög margt merkilegt hefur gerst. Á húsþökunum eru litlar styttur sem eiga að vernda húsin. Því fleiri sem stytturnar eru því merkilegra og mikilvægara er húsið. Í hádeginu borðuðum við á stað þar sem klósettvaskarnir líta út eins og rassar. A.J. datt í hug að fara með okkur í tesmökkun. Það var mjög skemmtilegt. Þar smökkuðum við hin ýmsu te úr mjög litlum tebollum. Okkur var sagt að þetta sé frægasta og besta tehúsið í Beijing. Ég keypti smá te þarna. Eftir þetta fórum við að Ólympíuleikvanginum. “The birds nest” það var ótrúlega skemmtilegt. Mér fannst þetta engin smá upplifun að standa inni á leikvanginum þar sem afreksmenn í sínum greinum hafa keppt. Eftir að ég hitti Mayi lá leið okkar að sölubás mömmu hennar. Hún bjó til armband handa mér úr jaðistein. Hann var mótaður eins og einn drekasonurinn. Í kvöldmat fengum við dumblings. Það er rosa gott. Nokkrir frændur og nágrannar komu í heimsókn. Þeir töluðu enga ensku en sögðust bara vilja horfa á mig í allt kvöld því að ég væri svo falleg. Löggurnar sögðust líka vona að ég yrði örugg hér í Kína. Mayi gaf mér svo kínverskt nafn. You Ha na. Maður segir það víst bara eins og Jóhanna en engu að síður mjög skemmtilegt.
Er að verða uppiskroppa með rímorð
og enn er þetta ekki búið

miðvikudagur, 14. janúar 2009

Kína skína

Sumarhöllin

Fjölskyldan
Í dag var mikið rok og þess vegna var svolítið kalt. Ég fór með Vivian í skólann. Þar kvaddi ég hana og hitti íslensku krakkana. A planinu fyrir utan skólann var rúta sem átti að flytja okkur á milli staða. Þegar við vorum öll komin inn í rútuna og við vorum búin að athuga með númerakallinu góða hvort allir væru komnir kynnti leiðsögumaðurinn sig fyrir okkur. Ég get ómögulega munað hvað hann hét á kínversku en hann sagði að við mættum kalla hann A.J. Hann var mjög fróður um kínverska sögu. Af því að við vorum á leið í sumarhöllina þá talaði hann mikið um keisarana sem í henni bjuggu. Það var mjög merkilegt að heyra um það. Hann sagði okkur að Sumarhöllin hefur verið eyðilögð að minnstakosti tvisvar. Fyrst í stríði við Frakka árið 1860 og svo seinna árið 1900. Kona eins keisarans var mikil og ákveðin kerling. Hún er jafnan kölluð “The dragon lady.” Þegar maðurinn hennar dó tók hún völdin því sonur þeirra var aðeins 6 ára gamall. Keisarinn hafði skipað nefnd sem átti að gegna keisarahlutverkinu þangað til sonur hans væri orðinn nógu gamall en hún lét bara taka þá fasta. Sonur hennar dó þegar hann var 19 ára og varð því aldrei keisari. Hún átti svo að velja sér annan strák til að vera næsti keisari og þá passaði hún sig á því að hafa hann mjög ungann svo að hún gæti haft völdin sem lengst. Þegar allt var í volæði og enginn hafði hvorki í sig né á þá var hún alltaf að gera endurbætur á Sumarhöllinni. Þegar strákurinn sem hún valdi til að vera næsti keisari var orðinn nógu gamall til að taka við þá lét hún loka hann inni í einu af húsunum í Sumarhöllinni. Fyrir utan virtar byggingar í Kína tíðkaðist að hafa styttu af dreka og fönix fyrir framan innganginn. Oft eru tveir af hverju og þá eru drekarnir nær innganginum því þeir tákna karlmennsku en fönixinn fjær því hann táknar kvennlega fegurð. En fyrir utan Sumarhöllina er þetta öfugt. Fönixinn nær og drekinn fjær. Einfaldlega vegna þess að "the dragon lady" krafðist þess. Allstaðar í Sumarhöllinni eru mjög háir þröskuldir, um 30 cm háir. Þetta er draugavörn. Í Kína trúa menn því að draugar geti ekki hoppað, þannig því hærri sem þröskuldurinn er því betra. A.J var með eina af Ólympíufígúrunum á priki til þess að við týndum honum ekki í mannfjöldanum. Sumarhöllin er stórkostleg. Þetta er um 300 ha svæði en það er jafn stórt og allt land Vesturbæjarins á Hæli. Í Sumarhöllinni eru um 9000 herbergi og í henni er lengsti gangur í heimi sem er 728 m langur! Hann er allur mjög fallega skreyttur. Teikningarnar eru allar mjög nákvæmar og fíngerðar. Myndefnið var sótt af einum keisaranum sem ferðaðist um Kína með fjölda listamanna með sér. Í hvert skipti sem hann sá e-ð sem honum þótti fallegt þá lét hann þá rissa það niður. Við höllina er risa stórt vatn. Þar er að finna ógrynni af ostrum með perlum. Þetta vatn er manngert og sömuleiðis hæðin sem er hjá því. Einn keisarinn lét byggja hús sem er á þremur hæðum. Það er mjög óvenjulegt þar sem flest þeirra eru aðeins á tveim. Í vatninu er feikistórt steinskip það er alltaf fast á sama stað og getur ekki siglt. Náttúran þarna er líka mjög falleg. Fullt af trjám og gróðri. Við Sumarhöllina eru líka tveir steinar. Annar er lukkusteinn en hinn er ólukkusteinn. Enginn vill koma nálægt ólukkusteininum en allir vilja snerta og taka mynd af lukkusteininum. Eftir Sumarhöllina borðuðum við hádegismat. Eftir borðhaldið fórum við að skoða Qing Hua háskólann í Beijing. Þetta er einn af tveim virtustu háskólunum í Beijing. Þar var strákur í byggingaverkfræði sem var leiðsögumaðurinn okkar. Hann leysti það mjög vel af hendi. Hann sagði okkur frá sögu skólans. Hann er stofnaður árið 1911 og er upphaflega í rómantískum stíl. Byggingarnar eru frá mismunandi tímum og sumum húsum fylgja sögur, t.d. draugasögur. En strákurinn gat sagt okkur í hvaða byggingastíl öll húsin á svæðinu voru. Garðurinn þarna í kring er ekkert smá fallegur. Við trítluðum svo öll aftur upp í rútu. A.J. sagði okkur frá því að í rauninni eru fjórar höfðuborgir í Kína. Beijing, Bei- þýðir Norður og –jing þýðir höfuðborg, Ninjing, höfuðborg suðursins, Xian í vestri og Shanghi í austri. Úti í skóla beið svo Mayi mín. Hún er mjög fín stelpa og okkur kemur mjög vel saman. Hún á yngri systur og býr í pínulítilli íbúð ásamt yngri systur sinni, ömmu sinni og foreldrum. Hverfið einkennist af ruslahrúgum, flökkuhundum og hrörlegum blokkum. Stemmningin í íbúðinni var mjög notaleg. Það hékk ekki ein einasta mynd eða málverk uppi á neinum vegg. Nema fyrir ofan rúmmið hjá mér var risastórt veggspjald af Maó! Pabbinn i fjölskyldunni vinnur sem leigubílstjóri og mamman selur og býr til skartgripi. Þessi fjölskylda er því töluvert öðruvísi en sú fyrri. Mamman eldaði dýrindis mat. Eftir matinn fórum við aðeins niður í bæ sem var mjög skemmtilegt. Verslanirnar hér eru
talsvert öðruvísi en því sem ég hef séð áður. Þar voru núðlur í stórum bunkum og grjón í stórum kerum. Eftir að við komum gerði ég fátt annað en að skríða upp í bælið.

þetta er ekki nærri því búið ;-)

þriðjudagur, 13. janúar 2009

Kína líma

Frá vinstri er það Mayi, Vivian(Kínverjarnir mínir) og kínverjinn hennar Hrafndísar

Lambakjöt
"Hot pot"
Í dag var fínasta veður. Svolítið rok og sólskin. Í dag var íþróttahátíð skólans haldin. Þar var keppt í há- og langstökki en þó aðallega í hlaupi. Fyrst var löng opnunar skrúðganga. Þar voru fulltrúar bekkjanna sem sýndu listir sýnar. Skrúðgangan var mjög löng þar sem það eru meira en 60 bekkir. Á meðan á skrúðgöngunni stóð var stanslaust talað í hljóðnema og auðvitað skildum við ekki orð nema þegar var verið að kynna okkur og þeir sögðu “Bingdao”. Ég settist fyrst hjá Vivian og hennar vinkonum. Það var margt fólk og svolítið kalt. Krakkarnir sátu á dagblöðum til að verða ekki skítugir af áhorfendastúkunni. Vivian gerði allt fyrir mig. Ein vinkona hennar gaf mér eitthvað gult í dollu sem reyndist svo vera ananas hlaup. Mjög sérstakt. Svo byrjaði keppnin. Kínverjar eru afbragðs góðir hlauparar. Ég sá voðalega illa hvernig þeim gekk í langstökkinu en kunnátta þeirra í hástökki var takmörkuð. Hæðirnar voru lágar og þau söxuðu öll. En kannski er það bara sú tækni sem tíðkast hér. Í öllu kraðakinu týndi ég Vivian en fann Hrafndísi, Reyni, Söndru, Hjördísi og Örnu Láru. Þar sátum við með Kínverjanum hennar Hrafndísar. Kínverjinn hennar Hrafndísar sagði okkur að skrifa kveðju á blað á ensku sem myndi vera lesinn upp í kallkerfinu. Við gerðum það og Ninna var mjög ánægð með okkur. Eins og áður var manni heilsað og ég skrifaði nafnið mitt örugglega hundrað sinnum. Þau reyndu svo öll að kenna mér að segja nafnið sitt. En þau fóru oftast bara að hlægja að mér. Í hádeginu fengum við góðan mat eins og vanalega. Eftir hádegi fórum við með rútu inn til Peking til að hitta íslenska sendiherrann. Hann heitir Gunnar Snorri. Við hittum líka aðstoðar mann hans sem heitir Axel. Þeir gáfu okkur kínverskt/íslenskt fánabarmmerki. Það var mjög gaman að heyra þá tala um hvernig það væri fyrir Íslending að búa í Kína. Þeir kenndu okkur svo líka að prútta. Það er nú meiri leikþátturinn. Þeir sýndu okkur svo húsakynni sendiráðsins. Í Beijing eru mjög mörg stór og sérkennileg hús. Þau eru í allskonar litum og með skemmtilegar tengibyggingar á milli húsa. Þegar við komum til baka hitti ég Vivian. Hún labbaði með mig um stræti Daxing. Það var mjög merkilegt. Fullt af fólki og bílum og engar umferðareglur. Ógrynni af hjólum og oft fleiri en einn á hverju hjóli. Vivian og mamma hennar fóru með mig að borða “Hot pot” það er einfaldlega pottur á miðju borðinu með sjóðandi vatni. Ofan í hann setti maður svo bæði kjöt og grænmeti. Í einni skálinni var eitthvað rautt og hlaupkennt. Þetta reyndist vera andarblóð. Það var tekið upp með skeið og set út í sjóðandi vatnið. Það var sama sem ekkert bragð af því. En gaman að prófa. Með þessu fékk maður gums í skál. Þetta voru sesamfræ ásamt kryddi. Þetta var rosalega gott á bragðið. Ofan í þetta dýfði maður öllu sem kom upp úr pottinum. Mamman var búin að borða, þannig það var bara ég og Vivian sem borðuðum. Mamman gerði því lítið annað en að moka mat á diskinn hjá mér. Ég hafði varla undan. Pabbinn var að borða með vinum sínum annars staða í húsinu. Þær fóru með mig þangað að heilsa upp á þá. Veitingastaðirnir hér eru oft einn salur með fullt af borðum og svo eru mörg minni herbergi þar sem fólk getur fengið að vera í friði. Við fórum af veitingastaðnum og heim þar sem ég pakkaði í töskuna mína. Á morgun fer ég nefnilega til hinnar stelpunnar.

Og það kemur meira...

Góður vinur minn

sagði mér að lífið væri ekki erfitt á meðan markmiðin og vonin er til staðar. 

mánudagur, 12. janúar 2009

Kína línaÉg get ekki lýst því hvað ég var fegin að leggjast upp í rúm í gærkvöldi. Tilfinningin var æðisleg. Ég var mjög fegin að sjá að það var heiðskýrt. Í gær var svo mikil mengunarmolla að það fannst bæði í hálsi og auguum. Í dag var hins vega vindur, þannig veðrið var þægilegt. Vivian vakti mig um hálf sjö. Í morgunmat var spælt egg og grjón. Það er að segja hálfgerður hádegismatur. Mamma hennar keyrði okkur svo í skólann. Ég fór í fyrsta tíma með henni og það var mjög athyglisvert. Ég var ekki viss í hvaða tíma þau voru en mér fannst magnað að sjá að þau voru um 50 í pínulítilli stofu, án kennara á fullu að læra. Það heyrðist ekki múkk. Ég segi nú ekki að þau hafi ekki aðeins talað saman og hlegið en aginn var samt ótrúlegur. Eftir smá stund kom inn lítil gráhærð fýld kona. Hún sagði eitthvað við krakkana sem fékk þau öll til að horfa á mig. Vivian kynnti mig svo og sagði mér svo að standa upp og segja aðeins frá sjálfri mér. Þótt að helmingurinn af þeim skildi örugglega ekkert hvað ég var að segja leyndi áhuginn sér ekki. Það er víst búið að kenna öllum skólanum að segja halló. Þannig þegar við göngum um gangana eru krakkarnir að mana hvert annað að segja það við okkur. Ég brosi alltaf framan í þau og segi halló á móti og þá fær maður stærsta bros í heimi á móti sér, en svo fara þau oft hjá sér. Manni lýður bara eins og stjörnu hérna. Eftir að hafa setið í smá stund uppi í kennslustofunni byrjaði þvílík tónlist. Allir krakkarnir söfnuðust saman í reglulegum hópum á grasvellinum til að gera morgunleikfimi. Á auga bragði voru þau búin að dreifa sér jafnt um allt svæðið. Svo gerður 3300 nemendur morgunleikfimi við tónlist og öll í takt. Mjög magnað. Mr. Lee eða Charlie fór svo með okkur í enskutíma. Þar sátum við á milli nemenda og áttum að taka fullan þátt í tímanum. Kennsluaðferðin hér byggist aðallega á því að kennarinn segir eitthvað og nemendurnir endurtaka það. Í tímanum voru fullt af forvitnum krökkum sem gátu ekki beðið eftir að spyrja okkur spurninga. Stundum voru þau í vandræðum og þá hjálpuðust þau að. Eftir að hafa kvatt káta nemendur í enskutíma fórum við í söngtíma. Þar sátu krakkarnir á kössum í tröppugangi. Konan sem kenndi var að kynna Beijing óperuna. Þar kom í ljós að hreyfinga skipta mjög miklu máli. Konan söng fyrir nemendurna og í stuttu máli sagt var sá söngur talsvert öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Oft hljómaði þetta ekki eins og lag heldur eins og runa af skrítnum hljóðum sem að miklu leiti komu út um nefið. En svo söng hún líka eins og óperusöngvarar sem við eigum að venjast. Það var gaman að sjá hversu ólíkt þetta í raun er. Vinstra megin við mig sat stelpa sem var svo laglaus að það var ekki fyndið en hægramegin við mig sat stelpa sem söng svona prýðis vel. Ég reyndi því að loka vinstra eyranu og hlusta bara með því hægra. Það er mjög athyglisvert að sjá hversu óhræddir krakkarnir eru að standa fyrir framan bekkinn og eins og í þessu tilfelli syngja fyrir hann. Eftir mjög athyglisverðan tónlistartíma var hægt að nota málsháttinn tvisvar er sá glaður sem á steininn sest. Svo fengum við tíma í kínversku. Það var mjög gaman þar lærðum við nokkra frasa sem eru mjög gagnlegir. Eftir að hafa sagt “ni hao” í svona klukkutíma var kominn hádegismatur. Kínverjar spara ekki matinn og klára eiginlega aldrei af diskinum. Eftir matinn fórum við inn í sal þar sem kínverskir nemendur fluttu fyrir okkur fyrirlestra um Kína, daglegt líf, ólympíuleikana, listir o.fl. Svo fluttu Ninna og Lalli fyrirlestur um Ísland og Hrafndís, Arna Lára og ég sungum Ísland farsælda Frón og Maístjörnuna í röddum. Reynir, Guðmundur og Gunnar, það er að segja allir strákarnir, fluttu svo smá pistil um skólann okkar og félagslífið. Við fengum svo að hitta þá manneskju sem við eigum að búa seinna hjá. Ég spjallaði aðeins við mína og finnst hún bara mjög fín. Krakkarnir hér eru mjög forvitnir og óhræddir við að spyrja. Við reynum eins og við gátum að spyrja þau til baka. Eftir skóla kom mamman og fór með okkur út að borða. Pabbinn kom svo stuttu seinna. Þar fengum við kjúkling í sætri sósu með hnetum og nautakjöt sem var með grænmeti og í sósu. Þetta setti maður svo inn í pastahulu sem ég hélt fyrst að væru servéttur. Ég fékk líka dumblings. Það er mjög gott. Þetta var mjög góður kvöldmatur og mjög gaman að smakka þessa hluti sem voru mér framandi. En það sem var áhugaverðast að smakka í þessari máltíð voru litlir kolkrabbar á grillpinna og í sterkri chili sósu. Þau höfðu mjög gaman af því að horfa á mig glíma við að borða með prjónunum og reyna að segja þessi fáu orð sem ég kunni á kínversku. Eftir matinn fór ég með þeim mæðgum í verslunarmiðstöð. Þar keypti ég prjóna og teefni. Mamman keypti svo þurrkaða ávexti handa mér og kínverskt snakk. Þegar við komum heim í íbúðina gaf hún mér líka heila dós af fínu tei. Ég var mjög ánægð með daginn en ofboðslega þreytt. Það var gott að fara í sturtu og svo að sofa.

Framhald í næsta þætti...