Rúsínan í pylsuendanum...
dag var, líkt og daginn sem við komum, grámyglulegt veður. Á hótelinu borðuðum við morgunmat og fórum svo út í rútu. Við komum við í skólanum þar sem við sögðum bless við krakkana sem við bjuggum hjá. Eftir það brunuðum við út á flugvöll. Fríhöfnin var stór og mjög sérkennileg. Ég og Hrafndís löbbuðum saman um hana þangað til við settumst upp í vél. Ég keypti nokkur klostelín armbönd og penna. Ég og Hrafndís lentum við hliðin á kínverskum strák sem var að læra verkfræði í Cambridge. Hann spurði mig spjörunum úr og sérstaklega um fjármálakreppuna. Í London gerðum við frekar fátt. Allir voru að örmagnast úr þreytu. Ég borðaði hamborgara með Lalla og Ninnu. Það vað mjög skemmtilegt. Þau eru bæði svo hress og kát. Ég lét mig sökkva niður í stól ásamt öðrum. Sé ég ekki allt í einu Gest Gíslason frænda minn koma labbandi Hann var á leið heim frá Úganda. Ég man ekkert eftir fluginu heim þar sem ég sofnaði áður en við komum í loftið og vaknaði eftir að við lentum. Á bílastæðinu við FS.u. beið kunnuglegt andlit. Pabbi stóð þarna í snjónum tilbúinn að taka á móti mér. Mikið var ég fegin að sjá hann. Ég talaði stöðugt alla ferðina. Það hélt bæði mér og honum vakandi. Svo beið skólinn daginn eftir. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og var mikil upplifun.
Köttur út í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri...
miðvikudagur, 21. janúar 2009
Kína rúsína ;-)
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 9:54 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|