þriðjudagur, 24. mars 2009

Dæmisaga

unga menntaskólastúlkan var að flýta sér í hálkunni. Hún gekk eins hröðum skrefum og hún gat í sleipum kawasaki skónum. Skrefin voru þó ekki hraðari en það að eftir smá stund tók fram úr henni ellilífeyrisþegi sem gekk hægum en öruggum skrefum. Sú sumarjárnaða kíkti niður til að sjá skóbúnað þeirra eldri og göfugri mannveru. Á skónum voru manbroddar. Það borgar sig að vera á skaflajárnum í hálkunni...