miðvikudagur, 15. júlí 2009

Þvottur

Það er eitthvað við það að þvo falleg hvít rúmföt. Hengja þau svo út á snúru og horfa á þau blakta í sólinni. Þau ilma líka svo vel þegar þau eru tekin inn.

miðvikudagur, 8. júlí 2009

Þar sem ég stóð þarna, tæplega vöknuð, og þvoði nætur drulluna af spenunum fór ég að pæla í því hvernig í ósköpunum kýrnar færu að því að verða svona skítugar á svona stuttum tíma. En þegar ég hugsaði aðeins meira um þetta þá var ég víst ekki mjög lengi að verða eitt drullustykki þegar ég var lítil. Á meðan ég var að hugsa um þetta var ég að reyna nudda af mjög fastan skít af einum spenanum. Þegar ég skoðaði þetta nánar reyndist það vera svartur flekkur á spenanum...