Í gær fórum við Jón Emil á tónleika sem haldnir voru í tónleikasal hér á skólasvæðinu. Á tónleikunum spiluðu banjóleikari, slagverksleikari og kontrabassaleikari. Þetta voru rosalega skemmtilegir tónleikar. Ég skemmti mér konunglega. Bæði voru þetta frábærir listamenn, snillingar á sín hljóðfæri. En þeir voru líka svo hressir, glaðir og skemmtilegir. Þeir gerðu mikið grín og notuðu oft hljóðfærin til þess að búa til alls kyns skemmtileg hljóð. Mér þótti sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með bassaleikaranum. Þetta stóra hljóðfæri lék í höndunum á honum og tónarnir sem hann gat framkallað minntu mig helst á miklu minna hljóðfæri, víólu, jafnvel fiðlu.
En núna ætla ég að reyna að halda áfram að kynna mér plastíska hegðun stálbita.
föstudagur, 2. október 2009
Tónleikar
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:05 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|