Ég er, eins og þeir sem þekkja aðeins til lífs míns vita, búin að vera í fríi síðast liðna viku. Flestir krakkarnir höfðu háleyt markmið og plön fyrir fríið; vinna, foreldra heimsóknir, lærdómur o.s.frv.
Jeg hafði einnig mikilvægum málefnum að sinna. Flest verkefnin hef ég leyst einkar vel af hendi (þó að ég segi sjálf frá;) ). Þar á meðal: sofa, hvíla mig, prjóna, spila, hitta vinina, skypast við hina og þessa og skemmta mér... Þegar þessi miklu afrek eru upp talin verð ég að nefna að eitt hefur setið á haganum. Já, kæru vinir, þrátt fyrir að hafa strengt heit þess eðlis að vera dugleg að blogga í fríinu, hef ég brugðist. Á einhvern ótrúlegan hátt hefur mér tekist að slá heilann alveg frá í þessa fáu daga og mér var það lífsins ómögulegt að koma einhverju hér á blað... (eða segir maður skjá??)
Í próflestrinum sem á undan fríinu fór hafði ég verið að lesa gamlar bloggfærslur þessa blessaða bloggs (ekki spyrja afhverju ég var að því þegar ég átti að vera að lesa um hryggdýr, sumir kalla það "overspringshandlinger" aðrir "leti" og enn aðrir "að tæma hugann"). Eftir að hafa fært allt snyrtilega og skipulega inn í exelskjal, reiknað prósentur og frávik bloggfærslna per systur, komst ég að þeirri niðurstöðu að ég var að standa mig afskaplega illa í fjölda bloggfærslna... (við skulum ekkert ræða gæði ;p hihi grín)
En nú skal verða breyting á! Hef ákveðið að blogga þá frídaga sem eftir er. Það er að segja í dag og á morgun ;) haha!! (hef heyrt að maður eigi að setja sér skammtímamarkmið ef maður er hræddur um að eiga erfitt með að ná þeim!!)
En nú er það háttatími!!
bonne nuit
föstudagur, 6. nóvember 2009
um það að blogga
Ritaði Helga Høeg klukkan 9:11 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|