laugardagur, 22. maí 2010

Setti persónulegt met í vikunni sem er að líða... Prjónaði eitt vettlingapar :)

mánudagur, 17. maí 2010

Six flags

Á laugardaginn var fórum við Geir, Valla og Jón Emil í skemmtigarð sem heitir Six flags. Þetta var mjög skemmtileg ferð :) Þegar ég lagðist í rúmið um kvöldið og lokaði augunum var ég ennþá í rússíbana sem fór með mig upp og niður og í marga hringi!!

Valla og Geir
Dóra og Jón Emil
Geir og Jón Emil á leið í hæsta og hraðasta rússíbana í heimi!
Ringlaðir og með blásið hár eftir ferðina!
Fengum okkur pizzur áður en farið var í fleiri rússíbana :)
Öll fjögur, sátt og glöð eftir skemmtilega ferð

fimmtudagur, 6. maí 2010

Sólbað

Ég fór í mjög skipulagt sólbað, það lá við að vera vísindalegt... Ég lá í nákvæmlega 30 mín á maganum og í nákvæmlega 30 mín á bakinu. Af hverju er ég þá núna rauðari á maganum heldur en á bakinu?

miðvikudagur, 5. maí 2010

9 í stáli :)Eftir töluverða bið eftir einkunn úr kúrsi sem ég tók síðastliðið haust liggja niðurstöðurnar nú fyrir. Meðfylgjandi mynd sýnir dreifingu einkunna, já, ég er með lægstu einkunnina...

sunnudagur, 2. maí 2010

ZzZzZz

Rúmið sem ég keypti og fékk tilsent frá IKEA kom í gær. Við tvær röskar ungar konur töldum það nú lítið mál að tjasla einu stk. rúmi saman. Við nánari athugun kom í ljós að það var hægara sagt en gert. Eftir dálitla leit að leiðbeiningunum komumst við að því að það voru 42 skref og 258 skrúfur!!!


Line í öngum sínum yfir öllum skrúfunum... því engin var borvélin...


Eftir mikið púl tókst það samt!! og já mamma ég er sofandi, athugaðu bara augun ;o)Held þetta sé svona trikk hjá IKEA, ef það er mjög erfitt að setja rúmið saman þá sefur maður alveg svakalega vel næstu nætur ;o)

Eitt er víst að ég mun ekki telja sauðfé á næstunni - þurfi ég að telja eitthvað þá tel ég skrúfur ;o)