laugardagur, 28. mars 2009

Sagt á einlægan hátt

Iceland is very different from France ...


... in France we have houses.

þriðjudagur, 24. mars 2009

Dæmisaga

unga menntaskólastúlkan var að flýta sér í hálkunni. Hún gekk eins hröðum skrefum og hún gat í sleipum kawasaki skónum. Skrefin voru þó ekki hraðari en það að eftir smá stund tók fram úr henni ellilífeyrisþegi sem gekk hægum en öruggum skrefum. Sú sumarjárnaða kíkti niður til að sjá skóbúnað þeirra eldri og göfugri mannveru. Á skónum voru manbroddar. Það borgar sig að vera á skaflajárnum í hálkunni...

sunnudagur, 22. mars 2009

Mér þykir svo vænt um sveitina mína. Þar er yndislegt að vera. Nú er snjór yfir henni að mestu leyti. Himinninn er að reyna að vera skýjaður en það tekst illa hjá honum því sólin gægist í gegnum þau. Skýin eru alls konar á litin, hvít, ljósblá, dökkblá, grá og undir þeim glittir í heiðið. 


Pabbi er í fjósinu, ég heyri það á heita vatninu. Mamma stendur við eldhúsgluggann og talar við ömmu mína. Kisa horfir á mig og skilur ekkert í mér... frekar en ég í henni. 

laugardagur, 21. mars 2009

Afmæli, afmæli, afmæli :-)


Hún á afmæli í dag,
zum Geburtstag viel Glück,
joyeuse anniversaire-e
happy birthday to you!

Hip-hip Hurra!  Hip-hip Hurra! Hip-hip Hurraaaaa! 

mánudagur, 16. mars 2009

Það var bjart

þegar ég vaknaði í morgun

og það var ekki af því ég vaknaði seint...

föstudagur, 13. mars 2009

Já,

það borgar sig að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þegar til kastanna kemur þá verðum við peð í höndum hennar.

laugardagur, 7. mars 2009

Hún var komin í pilsið og fínu skóna. Búin að leggja diska og silfurhnífapörin á borðið. Átti aðeins glösin eftir, og jú kertin. Á leið niður stigann rifjaði hún upp: ... rauðvínsglösin eru stærri en hvítvínsglösin ... Hún fór þrjár ferðir eftir glösunum, betra að fara fleiri heldur en að brjóta kristalinn, þegar síðasta glasið var komið á borðið keyrði bíll í hlaðið. Hún rölti niður stigann og tók á mót gestunum. 

miðvikudagur, 4. mars 2009

Á morgun...

verð ég bjúgnakrækir...

mánudagur, 2. mars 2009

Gott er að eiga góða að

ég var að ljúka við að vaska upp þegar ég heyrði kallað á mig niður um stigaop. Það var lítið ljón sem kallaði og bauð mér í kvöldkaffi, dýrindis súkkulaðiköku og mjólk. Ég var nú hálfskelkuð þegar ég sá ljónið en minntist þá að ég hafði séð það fyrr, að mig minnir á öskudaginn. Ég þáði því boðið með þökkum, já það er gott að eiga góða að.