miðvikudagur, 8. júlí 2009

Þar sem ég stóð þarna, tæplega vöknuð, og þvoði nætur drulluna af spenunum fór ég að pæla í því hvernig í ósköpunum kýrnar færu að því að verða svona skítugar á svona stuttum tíma. En þegar ég hugsaði aðeins meira um þetta þá var ég víst ekki mjög lengi að verða eitt drullustykki þegar ég var lítil. Á meðan ég var að hugsa um þetta var ég að reyna nudda af mjög fastan skít af einum spenanum. Þegar ég skoðaði þetta nánar reyndist það vera svartur flekkur á spenanum...