Það er víst algerlega kominn tími á blogg frá minni hálfu, enda komin með netið og því er engin afsökun lengur...
Með betra veðri í dag, (týpískt fer síðan bara að tala um veðrið...) fagurblár himinn og ekki skýhnoðra að sjá svo langt sem augað eygði. Varð að taka mér pásu frá lærdómnum á veröndinni öðru hvoru til að kæla mig niður. Sökum hins góða veðurs virtist ekkert upplagðara en að taka eitt glas (eins og þeir orða það svo skemmtilega á frankamáli) með Sofie fyrir kvöldkúrsinn. (Sofie er belgísk stelpa úr kúrsinum).
Fólk var í góðu skapi og má segja að meðal klæðnaður hafi verið sandalar og ermalausir bolir.
Þegar ég var að hjóla heim eftir námskeiðið hugsaði ég með mér að ég yrði nú samt að muna eftir peysu næst, klukkan orðin hálf níu og jú örlítið kaldara en þegar ég lagði af stað. Ég varð því svolítði hissa þegar ég kom auga á hitamæli sem sýndi 23° C... Ég hlýt bara að hafa hjólað svona hratt :)
fimmtudagur, 28. maí 2009
My turn...
Það hafðist!!
Knús og kram
Ritaði Helga Høeg klukkan 7:44 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|