sunnudagur, 31. maí 2009

Ja, her skin solin!

Nokkrir taelenskir frodleiksmolar:

  • Allir hlutir verda blautir, thar medtalin eg sjalf.
  • Madur a ad fara ur skonum thegar madur kemur inn i hus, jafnvel verslanir.
  • Allt sem madur spyr um er i 5-10 minutna labbfaeri (tho ad thangad seu 15 km!)
  • Burger King er skrifad: Burger Kin
  • Ef madur vill panta einn skammt af hrisgrjonum er nog ad segja: "one pla ri"
Hef thad gott og hlakka til ad sja ykkur

Khawp Khun Ka!

fimmtudagur, 28. maí 2009

My turn...

Það er víst algerlega kominn tími á blogg frá minni hálfu, enda komin með netið og því er engin afsökun lengur...

Með betra veðri í dag, (týpískt fer síðan bara að tala um veðrið...) fagurblár himinn og ekki skýhnoðra að sjá svo langt sem augað eygði. Varð að taka mér pásu frá lærdómnum á veröndinni öðru hvoru til að kæla mig niður. Sökum hins góða veðurs virtist ekkert upplagðara en að taka eitt glas (eins og þeir orða það svo skemmtilega á frankamáli) með Sofie fyrir kvöldkúrsinn. (Sofie er belgísk stelpa úr kúrsinum).

Fólk var í góðu skapi og má segja að meðal klæðnaður hafi verið sandalar og ermalausir bolir.

Þegar ég var að hjóla heim eftir námskeiðið hugsaði ég með mér að ég yrði nú samt að muna eftir peysu næst, klukkan orðin hálf níu og jú örlítið kaldara en þegar ég lagði af stað. Ég varð því svolítði hissa þegar ég kom auga á hitamæli sem sýndi 23° C... Ég hlýt bara að hafa hjólað svona hratt :)

Það hafðist!!
Knús og kram

þriðjudagur, 26. maí 2009

Hakunamatata!

Núna eru komnir fjórir heimalingar. Litlu greyin. En einhver nöfn urðu lömbin að fá þannig ég gaf þeim, að mínu mati, mjög viðeigandi nöfn.

hrútur nr. 46- Púmba
hrútur nr. 47- Tímon
hrútur nr. 98- Simbi
gimbur nr. 99- Nala

Smá Lion king nostalgía ;-)

sunnudagur, 24. maí 2009

Mér finnst...

ekki sniðugt að vera með mikið af sárum á höndunum og fara svo að troða áburðapoka.... mæli ekki með því...

miðvikudagur, 13. maí 2009

laugardagur, 9. maí 2009

Sjáið hvað ég er rík!


Tvær gimbrar, önnur mórauð og hin morbonótt. Tillögur um nöfn óskast, þessar eru nú þegar komnar:

Gytta og Gurrý
Bíbí og Sísí
Hekla og Tekla
Bergljót og Björgheiður
Klementína og Manda Rín
Kleópatra og Jasmín
Magnúsína og Ólafína
Úranía og Beta
Alda og Bylgja
Dimmblá og Víóletta
Móeiður og Móey
Líf og Lív
Alfa og Ögn
Drífa og Sigdóra
Inna og Ugla

miðvikudagur, 6. maí 2009

"Jóhanna farðu í félagsfræði"

Manneskja sem ég talaði við í dag sagði þetta við mig. Get nú EKKI sagt að ég hafi hugsað um að skella mér í félagsfræði...