miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Heil klessa af fólki

Ég verð nú bara að segja að ég er strax farin að sakna þess að horfa á landsliðsleikina. Þetta er búið að vera svo ofboðslega gaman!!! Maður verður ekkert smá stoltur af því að vera frá litla landinu Ísland á svona dögum. Frábært að sjá strákana fara svona langt. Viljum bara fá að sjá meira af þessu! Svo var líka gaman að sjá í sjónvarpinu hvað það var mikið af fólki sem tók á móti þeim.

Litlu busarnir voru busaðir í dag. Mikið var ég fegin að ég gekk í gegnum það fyrir ári síðan. Í ár voru böðlarnir í hermannabúningum og með tómar paintball byssur. Ég myndi segja að þetta hafi gengið vel fyrir sig. Eftir busun nemendaráðs eru samt alltaf einhverjir sem þurfa að ganga of langt og það fer virkilega í taugarnar á mér.

laugardagur, 23. ágúst 2008

GERUM OKKAR GERUM OKKAR GERUM OKKAR BESTA

JIBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBÍÍÍÍÍÍÍ

Á SUNNUDAGINN MÆTUM VIÐ FRANSKA CAMENBERTINUM Á NÝBÖKUÐU BAGGETTI

fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Við borðið eru fimm stólar. Tveir menn sitja við borðið og drekka kaffi. Hin fjögur sem í herberginu eru standa með bollana í höndunum og málefni dagsins á vörunum. Ekkert þeirra sest, betra að láta þrjá stóla standa auða en að einn fá ekki sæti við borðið.

Undanúrslit

Hreint út sagt frábært. Bögg að vera á leiðinni í skólann akkúrat á meðan leikurinn er...

þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Flottur sigur Íslendinga á heimsmeisturum!!

Hlakka til að heyra í vinum mínum í Þýskalandi og vita hvað þeir segja um leikinn:D


... er Ísland með landslið?!? HNUSS!!!

mánudagur, 11. ágúst 2008

Fullt fullt af skrúfum og vatnsheldum krossvið

Ef einhver skyldi týna mér þá er mig örugglega að finna úti í verkfærahúsi þar sem ég vinn að stórglæsilegri fjallskrínu :-)

Takk fyrir vel heppnaða útilegu ;-)

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Reiðtúr

Fór á hestbak í góðum félagsskap í gær.
Kynntist nýjum og skemmtilegum hesti.

Það er gott að vera til, njótum lífsins á hverjum degi, líka í dag.

sunnudagur, 3. ágúst 2008

Hér er gott að vera

það er fátt betra en þegar fjölskyldan er öll saman komin

Velkomin heim Helga

laugardagur, 2. ágúst 2008

.... Og smá viðbót :-)

Jamm hér er Dóra á GÆÐINGNUM Skruggu

og við systur á jólunum fyrir löööngu síðan

og jamm einmitt ég og Helga mjög hissa yfir myndavélinni...

og með mjög lúin augu

loks færðist smá bros á varir okkarþað er spurning hvor er meira ógnvekjandi...ég


Helga sæt og fín og jamm ég er líka á myndinniog ég að reka út úr mér tunguna......sem Helga gerði svo stuttu seinna líka


í keppni um hver geti búið til stærri undirhöku

no commentog ein svona nokkuð venjuleg í lokin... nema fyrir það að ég er með trefil, húfu, hettu og hvað eina en Helgu virðist ekkert vera kalt...


"Heyrðu, veistu hvað, veistu hvað, veistu hvað???

Helga kemur heim í dag :-) :-) :-) get ekki beðið..... get als ekki beðið..... af hverju líður tíminn alltaf svona hægt þegar maður hlakkar svona til???

Og já svona svo ég gleymi ekki að segja það og ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá er HELGA systir mín góða á leiðinni heim á klakann.... :-) :-) :-)

Bloggfærsla frá lítilli systur sem getur ekki beðið eða hamið sig á nokkurn hátt :-)