sunnudagur, 29. nóvember 2009

Toppið þetta!


Ég tek hér með áskorun Helgu og set forláta mynd af íslenska aðventukransinum. Eins og sjá má er baðkerið í bakgrunni. Hér er sko aðventukrans á hverju klóseti geri aðrir menn betur!

Adventshygge på Fortunparken

Sissel Kirkjebø á fóninn, æbleskiver i maven og jólastemmningin er að nálgast húsið! (sem sagt ekki alveg komin í hús;p)
ATH. svona er okkar aðventukrans :) skora á Jóhönnu að setja inn mynd af íslenska aðventkransinum ;)

laugardagur, 28. nóvember 2009

C'est tout!

Er hætt að hugsa í dag...

Jóla, jóla
Ég bjó til aðventukrans og smá jólaskraut :-)

föstudagur, 27. nóvember 2009

Thanksgiving og black friday

Í gær var þakkargjörðarhátíðin hér vestan hafs. Okkur Jóni Emil var boðið til veislu hjá nokkrum félögum sem leigja saman húsnæði. Þegar við komum um þrjúleytið ilmaði húsið af alls konar góðgæti. 10 kg kalkúnn var kominn í ofninn og allt á fullu í eldhúsinu. Okkur var boðið til stofu ásamt fleiri gestum og þar spjölluðum við og horfðum á amerískan fótbolta. Ég lærði meira segja grunnreglurnar í þeirri flóknu íþrótt... veit samt ekki hvort að ég man þær í dag :-) Mjög skrítin íþrótt... "Hey! Þarna er gaurinn með boltann, hlaupum á hann!!" virðist vera aðalmálið!

Um sjöleytið var maturinn settur á borðið. Hann var virkilega ljúffengur, alls konar meðlæti, meðal annars tvenns konar kartöflumús (annars vegar "venjulegar" kartöflur og hins vegar sætar), sósa og sulta og svo auðvitað kalkúnninn. Við borðuðum öll yfir okkur, ultum upp í sófa og horfðum á meiri fótbolta. Svo fórum við heim að sofa...

... en klukkan hálf fjögur hringdi vekjaraklukkan, og já, það var viljandi! Í dag er nefnilega það sem Kaninn kallar "Black friday". Þá opna flestar verslanir mjög snemma og það eru miklar útsölur. Þetta er eiginlega byrjunin á jólainnkaupum heimamanna. Við urðum auðvitað að upplifa þetta fyrirbæri og því fórum við Geir, Valla og Jón Emil á útsölur klukkan fjögur í morgun! Mjög steikt. Klukkan fimm leit verslunarmiðstöðin sem við heimsóttum út eins og Kringlan klukkan 3 um eftirmiðdaginn rétt fyrir jól. Fólk út um allt og allir að næla sér í góð tilboð. Við fundum t.d. fína skó á mig, kodda, gallabuxur á Jón Emil og fleira og fleira...

Um áttaleytið vorum við komin heim aftur og þá lögðum við okkur! Núna sit ég uppi í skóla og er að reyna að vinna verkefni, dagurinn er samt búinn að vera svo skrítinn að ég veit varla hvort ég er að koma eða fara. Ég sé samt ekki eftir þessu, það er gaman að skoða skrítna siði og hefðir.

Hlakka til að koma heim á þriðjudaginn.

fimmtudagur, 26. nóvember 2009

Góður kvöldmatur

Ég eldaði alveg ofsalega gott Bobotie í kvöld. Mmmmm....

sunnudagur, 22. nóvember 2009

Af klósetum og sjálfsvorkun

Það er búið að loka mig inni...
Allstaðar er búið að hengja upp plast til að varna því að fljúgandi ryk þyrlist út um allt!
En það þýðir að ég þarf að fara krókaleið inn og út úr herberginu mínu... aumingja ég ;-)
Svo á að fara stela einkaklósetinu mínu af mér... aumingja ég ;-)
Ég þarf alltaf að fara niður í kjallara... aumingja ég ;-)
... með sjálfsvorkunarkennd á háu plani... aumingja ég... ;-)

föstudagur, 20. nóvember 2009

Þessi dagur lofar góðu. Sólin skín inn um gluggann minn og ég hef nóg af skemmtilegum verkefnum til að glíma við :-) Í kvöld ætlum við út að borða.

þriðjudagur, 17. nóvember 2009

Pönnsur!

Mér finnst mjög fullordinslegt ad fara á fund.

Ég er ad fara á fund í kvöld, tó ekki sérlega fullordinslegan... Tad er fundur í pönnukökufélaginu tar sem ég er ad sjálfsögdu virkur félagi ;) Tad verda tví bordadar pönnsur í kvöldmatinn! Gerist ekki mikid betra :D Spurning hvada efni verda á dagskrá... hlutfall pönnuköku og sykurs, bökunartími eda áhrif hæd köku í snúningi med tilliti til gæda.

Tekki strák hvers mamma vildi ad hann tæki virkari tátt í heimilisstörfunum. Hann átti tess vegna ad elda kvöldmatinn einu sinni í viku med litlabródur sínum. Teir ákvádu ad hafa pönnukökur tar sem medlætid var snakk í súkkuladisósu. Teir turftu aldrei ad elda aftur... skrítid!

mánudagur, 16. nóvember 2009

Dagur íslenskrar tungu

Ég: Í dag er dagur íslenskrar tungu...
Jón Emil: Cool!

Út frá þessu litla samtali spunnust umræður okkar á milli sem minntu mig á annað stutt samtal:

Miklós: Helga, hættu að tala ensku!
Helga: Ok, sorry.

miðvikudagur, 11. nóvember 2009

sunnudagur, 8. nóvember 2009

ob bob bob

hmmm... hef ennþá 52mín til að ná markmiði mínu um eitt blogg á dag þá daga sem eftir voru frísins. Þar sem markmiðið var svo lítið og lágt finnst mér voðalega vandræðalegt að hafa það ekki. Vandamálið er að nú er kominn harða háttatími og skóli á morgun...

49mín og það er kominn mánudagur - telst þetta sem færsla??

laugardagur, 7. nóvember 2009

dagur 2 - blogg 2

Sat á bekk á Rådhuspladsen um daginn og beið eftir vini. Það var hálf hráslagalegt veður, risahitamælirinn beint á móti mér rétt hafði það upp yfir núllið, það var rok, skýjað en ekki rigning og þó? Ég hlýt að hafa setið í hálfgerðu hnipri, alla vega í þungum þönkum og í óða önn við að lesa kosningabæklinga, þegar maður kemur arkandi að mér og sest þétt upp við mig. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið þegar hann fer að hlýja mér um axlirnar en ég lít upp furðulostin og sé skælbrosandi andlit sem segir "koldt i dag, ik?" og svo var hann farinn, ennþá hlæjandi.

Ég sat eftir á bekknum og gat ekki annað en brosað.

föstudagur, 6. nóvember 2009

um það að blogga

Ég er, eins og þeir sem þekkja aðeins til lífs míns vita, búin að vera í fríi síðast liðna viku. Flestir krakkarnir höfðu háleyt markmið og plön fyrir fríið; vinna, foreldra heimsóknir, lærdómur o.s.frv.

Jeg hafði einnig mikilvægum málefnum að sinna. Flest verkefnin hef ég leyst einkar vel af hendi (þó að ég segi sjálf frá;) ). Þar á meðal: sofa, hvíla mig, prjóna, spila, hitta vinina, skypast við hina og þessa og skemmta mér... Þegar þessi miklu afrek eru upp talin verð ég að nefna að eitt hefur setið á haganum. Já, kæru vinir, þrátt fyrir að hafa strengt heit þess eðlis að vera dugleg að blogga í fríinu, hef ég brugðist. Á einhvern ótrúlegan hátt hefur mér tekist að slá heilann alveg frá í þessa fáu daga og mér var það lífsins ómögulegt að koma einhverju hér á blað... (eða segir maður skjá??)

Í próflestrinum sem á undan fríinu fór hafði ég verið að lesa gamlar bloggfærslur þessa blessaða bloggs (ekki spyrja afhverju ég var að því þegar ég átti að vera að lesa um hryggdýr, sumir kalla það "overspringshandlinger" aðrir "leti" og enn aðrir "að tæma hugann"). Eftir að hafa fært allt snyrtilega og skipulega inn í exelskjal, reiknað prósentur og frávik bloggfærslna per systur, komst ég að þeirri niðurstöðu að ég var að standa mig afskaplega illa í fjölda bloggfærslna... (við skulum ekkert ræða gæði ;p hihi grín)

En nú skal verða breyting á! Hef ákveðið að blogga þá frídaga sem eftir er. Það er að segja í dag og á morgun ;) haha!! (hef heyrt að maður eigi að setja sér skammtímamarkmið ef maður er hræddur um að eiga erfitt með að ná þeim!!)

En nú er það háttatími!!
bonne nuit

fimmtudagur, 5. nóvember 2009

Hvornår skal vi spise?

Kvöldmatartími = x

þar sem

18:00 =< x =< 19:30

þriðjudagur, 3. nóvember 2009

Lille sky gik morgentur

Lille sky gik morgentur
på den blanke himmel
satte skygge på en mur
så på verdens vrimmel

Kiggede i søens vand
så sin egen mave
så en and der gik i land
midt i kongens have

Kunne ikke holde sig
havde ingen potte
lod det dryppe på en vej
skønt den ikke måtte

Løb med blæsten hjem igen
så et bjerg med sne på
fik en lille smule skænd
og en anden ble på

Halfdan Rasmussen
Knud Vad Thomsen

sunnudagur, 1. nóvember 2009

Stjerne for en dag!

Rifjaði þessi orð prestsins sem fermdi Frederikke frænku upp í dag. Fannst þau eiga vel við :-)

gúmmíbangsar eru góðir