sunnudagur, 31. október 2010

Halloween

Getur einhver giskað hver við erum??

laugardagur, 16. október 2010

laugardagur, 9. október 2010

Snælda

Fékk að sofa inni í nótt
:o)

Mamma og Snælda


Líkar nýju heimkynin bara nokkuð vel held ég

Svo södd og löt og þreytt...

En klukkan sex í morgunn var hún sko glaðvakandi!
föstudagur, 8. október 2010

Ég held að það sem skilgreinir góðan kennara er gott skipulag í öllu sem hann gerir. Ég legg mig fram við að vera skipulögð, það getur stundum verið erfitt...

fimmtudagur, 7. október 2010

Milli svefns og vöku

ég sit á svörtum, háum , hörðum stól, í herberginu er alltof skært ljós. Hakan liggur á köldum standinum og enninu þrýst upp að reiminni. "Helga, Helga! þú verður að opna augun!" segir augnlæknirinn og skilur ekkert í því að ég klemmi augun aftur. "Ég get ekki skoðað augun nema þú opnir þau!" en sama hvað ég reyni þá eru augnlokin bara alltof þung.

Vekjaraklukkan hringir í þriðja sinn. Klukkan orðin 10 mín yfir sjö - ja, nú verð ég bara að fara á fætur sama hvað tautar. Spurning um að fara fyrr að sofa í kvöld svo að maður geti haldið augunum opnum ef maður skildi lenda hjá augnlækni í nótt;o)