fimmtudagur, 29. nóvember 2007

ljósakrónan

Kom inn í mjög gamalt hús í dag. Timburhús með fallegum gluggum. Innan dyra var mikið af hlutum, stórum sem smáum. Ég þvældist niður í kjallara, þar var fremur dimmt, þó var nóg af ljósakrónum af mörgum stærðum og gerðum. Annar gestur í húsinu gekk um á hæðinni fyrir ofan mig, það brakaði í gólfinu undan þunga hans. Er hann steig fæti niður beint fyrir ofan eina ljósakrónuna kviknaði á henni.

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

ZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZz

Vá ég er alveg geggjað þreytt og er að hugsa um að fara að sofa.

At hvile sig er det mest opslidende som du gör fordi du kan ikke lægge det fra dig og hvile dig lit... hihihi

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

súkkulaði

Er núna að gæða mér á dýrindis súkkulaði stykki. Nammmm. En á víst að vera að skrifa skýrslu sem ég er alveg að fara að gera núna... En ég sit núna á bókasafni FSu og er að vona að það komi ekki það öflugur sjálfti að sólflekarnir fari að hrinja niður. Ætli það sé ekki bara best að hugsa sem minnst um það...

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Alltaf að skemmileggja

Þessa dagana erum við alltaf að skemmileggja eitthvað í efnisfræði... í dag brutum við timbur og steypu.


Efst má sjá furu, hún þoldi bara 214 kg, beykið og ameríkufuran skutu henni sko ref fyrir rass og þoldu yfir 700 kg.

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Nýjar myndir!!

Margt hefur drifid á daga mína sídan sídustu bloggfaerslu. Fyrir utan tad ad ganga í skólann, aefa mig og laera heima er nóg um ad vera.

Tónleikar í Nürnberg!
Fimmtudaginn 8. nóvember fórum vid á tónleika med fílharmóníusveit Ungverjalands. Tónleikarnir voru í Nürnberg. Vid fórum nokkrir krakkar saman - ein stelpa úr hópnum ad nafni Anne baud okkur fyrst öllum í mat heima hjá sér (en hún býr í Nürnberg) og svo (eftir nokkurn rugling med ad rata:)) fórum vid á tónleikana sem var ótrúlega gaman!

Vid Moritz, hann er víoluleikari og alveg ad vera búinn ad laera tungubrjótinn um tryppin og tröllslygudu trússhestana... ekki slaemt verd ég ad segja!! (var ad spá í ad baeta vid hér fyrir aftan ,,af víóluleikara ad vera" en ég er ekki svo vond - svo ég sleppti tví:)) Skemmtilegur strákur med húmorinn í lagi:)
Vid heyrdum Danssvítu eftir Bartók, Haydn trompet konsert og Brahms synfóníu. Mikil upplifun. Stjórnandinn stjórnadi meira ad segja Brahms án partítúrs (ísl.: raddskrár;)) Ekkert smá flott tónleikahús líka... aetli nýja tónlistahúsid í Reykjavík verdi eitthvad í líkingu vid tetta?!?
Vid Marina med rósirnar okkar!! Hefdi verid gaman ad segja frá tví ad tveir myndarlegir ungir herramenn hefdu faert okkur taer... en verd víst ad svekkja lesendur med tví ad rós fylgdi med er prógrammid (ísl.:dagskráin) var keypt... Marina er píanóstelpa og valfag selló alveg eins og ég:) Ótrúlega fín og skemmtileg stelpa.
Eftir hámenningu kvöldsins tótti vel vid haefi ad skella sér á Burger King og fá sér ískalt kók eda ís ádur en vid héldum aftur heim á leid til Dinkelsbühl glöd og ánaegd eftir skemmtilega ferd:)


Verslunarleidangur til Würzburg!
Markmid: Dressa alla upp fyrir valsakvöldid!!
Allir hressir árla dags laugardaginn 17. nóvember á ,,brautarstödinni" í Dinkelsbühl. Tar stoppar engin lest en í stadin er haegt ad taka straetó:) Daniella nidursokkin í straetó- og lestaráaetlunina.
Vid Daniella- búnar ad finna rétta lest!
Tegar mikid er búid ad versla er naudsynlegt ad setjast einhversstadar á gott kaffihús og fá sér köku og heitt súkkuladi:) Frá vinstri: Daniella, Viktor, einhver sem tród sér med á myndina, Miriell.
Tad tekur á ad versla. Daniella adalstílisti bídur spennt eftir ad Miriell er búin ad máta hvíta skyrtu hinu megin vid tjaldid:)
Sumir voru ordnir svoldid treyttir á búdum tegar lída tók á daginn... og hvad er tá betra en ad slappa af í haegindastól og hlusta á tónlist á medan stelpurnar leita ad hvítri skyrtu fyrir Miriell??
Afrakstur dagsins á rúminu hennar Daniella!
Eftir vel heppnada verslunarferd var ekkert eftir nema ad skála fyrir deginum!
Daniella á tví midur samt engann tappatogara tannig ad frumstaeda adferdin vard ad duga;) Ef vel er ad gád sést tappinn fljóta um í flöskunni.


Tad er sem sagt allt gott ad frétta af mér! Vonandi er tad sama ad segja um ykkur! Hlakka til ad fá komment. Tusund knús frá Helgu

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Harry Potter

Fékk hvítan pakka sendan frá Danmörku í dag... Núna verður ekkert annað gert um helgina en að lesa...

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Alveg magnað

Mér finnst alveg magnað að ég geti setið hér við fínu nýju fartölfuna mína og pikkað inn nokkur orð og þá geti bara allir lesið það!
Í sumar hitti ég strák í Englandi sem kom frá Kína og við erum búin að vera senda e-mail síðan þá. Alveg magnað ég sit á Íslandi og hann í Kína!!!
En nóg um það. Búið að vera brálað að gera það sem liðið er af vikunni....(það er þriðjudagur)... en stundum er þetta bara svona. Söngkeppnin á fimmtudaginn og ball á föstudaginn... úff spurning hvort maður hefur orku í þetta allt.
En læt þetta gott heita í bili.

Alveg magnað

mánudagur, 12. nóvember 2007

Skammdegið og háu ljósin

Það ríkir sá misskilningur meðal ökumanna að aðeins bílstjóri fremsta bíls í röðinni blindist af háu ljósunum og því er óhætt að slá ljósunum upp í augu bílstjórans sem ekur öðrum bíl í röðinni. Þetta vandamál þekkist varla heima... þar mætast aldrei fleiri en tveir bílar í einu.

Ég minnist þess alltaf á veturna hversu indælt það er að aka bíl á sumrin.

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Milli svefns og vöku

Orri hefur lengi talað við mig um að ég tali upp úr svefni... sé oft að tala við Jóhönnu eða nefna hana á nafn. Ég hef helst ekki viljað trúa þessu. (Var satt að segja að vona að Orri væri bara eitthvað að stríða mér) En í nótt talaði ég svo mikið og hátt að ég vakti sjálfa mig...

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Playmobil...

Ég var að ganga frá playmóinu og vitið menn á meðan ég var að setja þetta ofan í kassa langaði mig að fara að leika mér með þetta!

Hver vill vera memm???

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Hey Tu!! -loksins nokkrar myndir aus Deutschland!!!

Ákvad ad skella fyrst inn einni mynd bara af mér... Tad gaeti jú verid ad tryggir lesendur tessa bloggs séu búnir ad gleyma tví hvernig einn medlimur bloggsins ,,tresostrer" lítur út. Ástaedurnar gaetu verid léleg blogg og myndaframmistada eda nokkud löng fjarvera vidkomandi frá hinu kalda fróni:)
Litli saeti dúkkulísu baerinn minn, Dinkelsbühl! Eldgömul hús í öllum regnbogans litum.
Íbúdin mín eins og hún var í september tegar ég flutti inn. Viljid ekki endilega vita hvernig tar lítur út núna...
Nei, nei bara grín, tad er ad sjálfsögdu alltaf hreint og fínt og veltiltekid hjá mér;)
Rétt fyrir utan borgarmúrinn er mjög fallegt... lítil stöduvötn, engi, blóm, fuglar o.s.frv.
Nicole og Bettina. Vid einn af okkar fraegu kvöldverdum:) Erum algerir snillingar í pasta, samloku gerd og spaelingu eggja. Ótrúlega fínar stelpur. Nicole (t.v.) spilar á tverflautu en Bettina (samkvaemt edli málsins t.h.) syngur:)
Daniella med gítarinn... Líka ótrúlega fín stelpa:) Ekki adalfag gítar samt heldur tverflauta;)
Alex, ég og Viktor. Heima hjá mér eftir mikid spjall kvöld og svolítid af myndavélapósum af teirra hálfu. Teir voru ad reyna ad staela Gudrúnar/Helgu pós syrpuna sem hangir fyrir ofan rúmid mitt... en ég verd ad segja ad teir komust ekki med taernar tar sem vid Gudrún höfum haelana!!!
Jamms ég er enn sama bullukollan!! Tad eldist líklega ekki af mér:)
... og ég verd ad segja ad strákarnir voru ekki lengi ad laera íslenska sidi og venjur!!
Fyrsti snjórinn!!!! Hann sést ef madur tekur mjög vel eftir:) Fannst tetta einfaldlega snidugt!
Am Tegernsee:) Svolítid kuldalegra en tegar ég var tar sídast!!
En engu ad sídur óskaplega fallegt... trén enn í haustlitunum og snjór í fjöllunum.
Vedrid var yndislegt, gerist ekki betra haustvedur. Vid bordudum meira ad segja úti oftar en einu sinni og oftar en... nei eiginlega bara tvisvar;)
Já ég var einfaldlega heillud af litunum... tad var sem trén glódu í síddegissólinni.
Og fjöllin í bakgrunn med snjó á toppunum:)
Sonnenuntergang am Stadelberg:)
Fjallgöngugarpar ad gera sig klára í átökin:) Já tad var sko ekki bara setid heima yfir kaffi og kökum... tó ad tví hafi ad sjálfsögdu heldur ekki verid sleppt!!

Helga kvedur ad sinni:D
Auf wiedersehen!


laugardagur, 3. nóvember 2007

Það þarf svo lítið til

Velti oft fyrir mér hversu stór áhrif lítið bros getur haft

föstudagur, 2. nóvember 2007

Einn tími!

Hversu pirrrrrrrandi getur það verið að mæta í tíma kl. 8.20 og þurfa svo ekki að mæta í tíma fyrr en í síðasta tíma sem byrjar kl. 13.30...

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Nóvember

Fyrir þá sem skildu ekki hafa tekið eftir því þá er komin fyrsti nóvember. Og vitiðið hvað það þýðir? Að eftir einn mánuð og fjóra daga á ég afmæli. Pælíðíði!!! Ég er verri en sex ára börn eða allavegna að mati Guðnýjar. En það er svo gaman að eiga afmæli.

Ég var geggjað ánægð. Átti að fara í stæ 103 próf áðan eeeeeeeeeeeeeeeeeeen nemendaráð skoraði á kennarana í íþróttakeppni þannig hann féll niður.

Yndislegt...