miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Alveg afbrigðilegt

Kíkt inn í heila nemanda í ÍSL 403 þegar hann er að læra fyrir ljóðapróf:
' ok... Fornyrðisslag alltaf með fjögur atkvæði í hverri línu og er átta línur.... hmmm ok málaháttur er með fimm atkvæði í hverri línu og er líka átta línur... já og dróttkvæðaháttur er með sex atkvæði í hverri línu og líka átta línur og einmitt hrynghenda er með átta atkvæði í hverri línu og er líka átta línu... úff eins gott að muna atkvæða fjöldan í öllum þessum átta línu ljóðum 4, 5, 6 og 8 engin með 7...'

Daginn eftir í prófinu:
Greinið bragarháttinn

látum okkur nú sjá já átta línur. Best að telja atkvæðin. einn....sex og sjö... hmm þetta getur ekki verið. einn tveir þrír fjórir fimm sex sjö..... ÞAÐ VAR ENGINN MEÐ SJÖ ATKVÆÐI !%$#/%)/=

Kennaranum fannst bara svo hrikalega skemmtilegt að setja AFBRIGÐI af bragarhætti á PRÓF. Þessi ónefndi kennari hafði alveg tuttugu og fjóra venjulega til að velja á milli en neeeeeeeeeeeei

Ég er jákvæð :-D