miðvikudagur, 8. desember 2010

laugardagur, 13. nóvember 2010

Annað hvort í hæl eða hnakka...

Afrekaði það í gær að kaupa tvo kjóla... alveg satt


(Vil taka það fram að það er 100% aukning á kjólaeign minni)

fimmtudagur, 11. nóvember 2010

sunnudagur, 7. nóvember 2010

Daylight saving

In the fall we fall back, in the spring we spring ahead.


Þetta lærði ég í gær. Þetta er gott að muna á degi eins og í dag. Ég nefnilega græddi heilan klukkutíma bara við það að fara að sofa í gær :)

Á haustin fer klukkan aftur á bak, en á vorum færist hún fram. Sniðugt, ekki satt?

fimmtudagur, 4. nóvember 2010

Niðurstöður margra mælinga:

Það tekur jafn langan tíma að hlusta á morgunfréttir Ríkisútvarpsins og að borða eina skál af Cheerios.

sunnudagur, 31. október 2010

Halloween

Getur einhver giskað hver við erum??

laugardagur, 16. október 2010

laugardagur, 9. október 2010

Snælda

Fékk að sofa inni í nótt
:o)

Mamma og Snælda


Líkar nýju heimkynin bara nokkuð vel held ég

Svo södd og löt og þreytt...

En klukkan sex í morgunn var hún sko glaðvakandi!
föstudagur, 8. október 2010

Ég held að það sem skilgreinir góðan kennara er gott skipulag í öllu sem hann gerir. Ég legg mig fram við að vera skipulögð, það getur stundum verið erfitt...

fimmtudagur, 7. október 2010

Milli svefns og vöku

ég sit á svörtum, háum , hörðum stól, í herberginu er alltof skært ljós. Hakan liggur á köldum standinum og enninu þrýst upp að reiminni. "Helga, Helga! þú verður að opna augun!" segir augnlæknirinn og skilur ekkert í því að ég klemmi augun aftur. "Ég get ekki skoðað augun nema þú opnir þau!" en sama hvað ég reyni þá eru augnlokin bara alltof þung.

Vekjaraklukkan hringir í þriðja sinn. Klukkan orðin 10 mín yfir sjö - ja, nú verð ég bara að fara á fætur sama hvað tautar. Spurning um að fara fyrr að sofa í kvöld svo að maður geti haldið augunum opnum ef maður skildi lenda hjá augnlækni í nótt;o)

fimmtudagur, 30. september 2010

Þegar maður stendur í sínu mesta sakleysi og hrærir í potti um leið og fjörugur lagstúfur er flautaður, býst maður ekki beint við því að það komi fugl og fljúgi fram hjá manni! Hvernig komst hann inn???


Ég held ég verði að fá Harry og Heimi í málið...


fimmtudagur, 23. september 2010

Það er eitthvað kósý við þrumuveður.

(efað maður sé inni...)

þriðjudagur, 21. september 2010

Selfoss og Princeton eru um margt líkir bæir. Það er til að mynda bara ein aðalgata og hún er LÖNG.

mánudagur, 20. september 2010

Að vera utan við sig

Ef maður fattar ekki fyrr en hendurnar eru rennandi blautar að maður hafi verið að ausa súpunni á venjulegan grunnan matardisk, þarf að fara gá hvort buxunum hafi verið snúið rétt þegar farið var í þær í morgunn....

laugardagur, 18. september 2010

Jæja....

Þá eru systurnar farnar af landi brott ég farin og komin af fjallinu, réttirnar búina, kindurnar komnar heim, mamma búin að skreppa til Danmerkur og kvígurnar hans pabba bera eins og þær fái borgað fyrir það...


Annars voða fátt að frétta...

P.S. Gormabækur eru stórhættulegar

miðvikudagur, 9. júní 2010

þriðjudagur, 1. júní 2010

Oj bara aska.... og Glíma litla :o)

Tekið morguninn eftir öskufall út um gluggan
Lilta mús :-P

laugardagur, 22. maí 2010

Setti persónulegt met í vikunni sem er að líða... Prjónaði eitt vettlingapar :)

mánudagur, 17. maí 2010

Six flags

Á laugardaginn var fórum við Geir, Valla og Jón Emil í skemmtigarð sem heitir Six flags. Þetta var mjög skemmtileg ferð :) Þegar ég lagðist í rúmið um kvöldið og lokaði augunum var ég ennþá í rússíbana sem fór með mig upp og niður og í marga hringi!!

Valla og Geir
Dóra og Jón Emil
Geir og Jón Emil á leið í hæsta og hraðasta rússíbana í heimi!
Ringlaðir og með blásið hár eftir ferðina!
Fengum okkur pizzur áður en farið var í fleiri rússíbana :)
Öll fjögur, sátt og glöð eftir skemmtilega ferð

fimmtudagur, 6. maí 2010

Sólbað

Ég fór í mjög skipulagt sólbað, það lá við að vera vísindalegt... Ég lá í nákvæmlega 30 mín á maganum og í nákvæmlega 30 mín á bakinu. Af hverju er ég þá núna rauðari á maganum heldur en á bakinu?

miðvikudagur, 5. maí 2010

9 í stáli :)Eftir töluverða bið eftir einkunn úr kúrsi sem ég tók síðastliðið haust liggja niðurstöðurnar nú fyrir. Meðfylgjandi mynd sýnir dreifingu einkunna, já, ég er með lægstu einkunnina...

sunnudagur, 2. maí 2010

ZzZzZz

Rúmið sem ég keypti og fékk tilsent frá IKEA kom í gær. Við tvær röskar ungar konur töldum það nú lítið mál að tjasla einu stk. rúmi saman. Við nánari athugun kom í ljós að það var hægara sagt en gert. Eftir dálitla leit að leiðbeiningunum komumst við að því að það voru 42 skref og 258 skrúfur!!!


Line í öngum sínum yfir öllum skrúfunum... því engin var borvélin...


Eftir mikið púl tókst það samt!! og já mamma ég er sofandi, athugaðu bara augun ;o)Held þetta sé svona trikk hjá IKEA, ef það er mjög erfitt að setja rúmið saman þá sefur maður alveg svakalega vel næstu nætur ;o)

Eitt er víst að ég mun ekki telja sauðfé á næstunni - þurfi ég að telja eitthvað þá tel ég skrúfur ;o)

sunnudagur, 25. apríl 2010

thi fra min Stol ved Vindvet her...

i nabogården jeg jo ser,
at foråret er kommet:)

þriðjudagur, 20. apríl 2010

Vor í lofti

Ég fékk skemmtilegan tölvupóst í dag. Sauðburður er hafinn á Hæli. Þrílembingar, þrír litlir smákóngar :) Pabbi náði mynd af krílunum og sendi fréttirnar strax yfir hafið.


Já, vorið er komið á Hæli.

miðvikudagur, 14. apríl 2010

Eldgos

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi virðist hafa bjargað sálartetrum landsmanna. Allt í einu voru spennandi fréttir í fréttatímanum og fallegar myndir. Leiðindafréttir sem innihalda tölur og alls konar útreikninga eða þá flækju eignarhalds íslenskra fyrirtækja fengu að víkja um stund. En svo virðist sem eldgosið hafi mætt ofjarli sínum: Skýrslunni um bankahrunið. Það ákvað því bara að hætta, það taldi sig sigrað.

mánudagur, 12. apríl 2010

Af músum...

Þessar mýs eru allstaðar!!! Ef þær eru ekki hlaupandi um étandi mélið eða nagandi göt á hitt og þetta fljóta þær dauðar um í mjólkurfötunum og villa um fyrir manni þannig maður tekur í þær haldandi það að þær séu skítaköggull, bregður svo mikið að maður skrækir upp fyrir sig. En ekki nóg með það ef þær eru ekki lifandi eða dauðar í kringum mann er maður að spila um þær... Myopic mice...

föstudagur, 9. apríl 2010

NYC

Ég minnist þess einu sinni að hafa farið í keppni (ég held við Helgu) um það hvernig maður stafsetur New York City. Það er sko ekkert grín. Nú er ég búin að læra það og á laugardaginn var fórum við Jón Emil og Doug þangað til þess að skoða okkur um. Hér fylgja nokkrar myndir úr ferðinni sem var í alla staði vel heppnuð. Við löbbuðum yfir Brooklyn Bridge, það er mikil upplifun (kannski sérstaklega af því að ég er svo mikið byggingarverkfræðinörd). Svo skoðuðum við okkur um í Kínahverfinu og loks tókum við þátt í mörg þúsund manna koddaslag á Union Square.

sunnudagur, 4. apríl 2010

GLÁS!

Fannst þetta besta styttingin á "Gleðilega páska" Það er að segja ef það ástæða til þess að gera styttingu... En þetta orð á svo sem ágætilega við líka þar sem maður vill nú hafa glás af páskaeggjum og súkkulaði :-)

miðvikudagur, 31. mars 2010

mánudagur, 22. mars 2010

Skemmtilegt atvik á mánudegi

Í dag er rigning. En það er allt í lagi því að hún er hlý og krullar á mér hárið.

Ég fór í tíma í dag, sem væri kannski í frásögur færandi nema fyrir eitt mjög skemmtlegt atvik. Prófessorinn var að tala þegar allt í einu byrjar þessi mikla tónlist aftarlega í salnum. Fyrst hélt að þetta væri sími en þegar ég sneri mér við í sætinu sá ég strák í bardaga við tölvuna sína. Hún virtist hafa yfirtökin því tónlistin hljómaði frá henni um allan salinn. Að lokum skellti hann henni aftur, hristi hana og hljóp út. Ómur tónlistarinnar heyrðist utan af gangi og allur salurinn sprakk úr hlátri, meira segja bros færðist fram á varir prófessorsins.

Síðan hélt kennslan áfram eins og ekkert hefði í skorist.

föstudagur, 19. mars 2010

Góð byrjun á degi...

1) Horfa út um gluggann og sjá að sólin skín
2) Fara út í garð og leika við hundinn í döggvuðu grasinu
3) Hlusta á fuglana

miðvikudagur, 17. mars 2010

Og tvívetnisoxíðið streymir niður af himnum ofan...

Jeg er et flyvene regnsky
som ikk' kan li' honning,
nej slet ikke nej...

þriðjudagur, 16. mars 2010

Dinky

Það er svo margt í heiminum sem ég skil ekki. Til dæmis á ég mjög erfitt með að átta mig á einu hérna í Ameríkunni. Þannig er mál með vexti að á milli Lawrence, þar sem við búum og Campus eru lestarteinar og vegurinn liggur yfir teinanna. Þess vegna hefur verið sett upp svona slá sem fer niður þegar lestin fer fram hjá svo að ekki verði áresktur bíla og lestar. Þetta er allt gott og blessað og ég hef mjög gaman af að sjá lestina koma. Hún heitir "The Dinky" og er aðeins tveir vagnar. Tilgangur hennar er að flytja nemendur frá aðallestarstöð Princeton bæjar inn á Princeton Campus.

En að því sem ég skil ekki: Af hverju stoppa skólabílstjórarnir alltaf við lestarteinana, opna dyrnar og líta vel til beggja hliða áður en þeir keyra yfir? Af hverju mega þeir ekki bara treysta því að sláin detti niður, rauðu ljósin fari að blikka og bjöllurnar að klingja? Einhver sagði mér að þetta væri bundið í lög, hmm... skrítið.

Annars skín sólin í dag eftir alla rigninguna, það koma víst alltaf skin á milli skúra :)

mánudagur, 15. mars 2010

Rafmagn

Í gær sat ég við kertaljós og las mér til um rafmagnsljós. Ég var að lesa um meðal annars merka spaða eins og Edison og Tesla. Mér þótti það hálf kaldhæðnislegt að sitja í rafmagnslausu húsi án ljóss og hita og fræðast um þetta merka fyrirbæri. En svona er þetta stundum. Nú er rafmagnið komið aftur, hiti að færast í íbúðina þó ég sé ennþá í góðu ullarsokkunum, ullarpilsinu og ullarpeysunni ;)

Mér þótti merkilegt að sjá alla eyðilegginguna sem veðrið sem fór hér yfir í fyrrinótt olli, rafmagnslínur liggja sem hráviði út um allt (Kaninn setur ekki rafmagnið í jörð). Fallin tré dingla í hálfföllnum köplum, niðurföll yfirfull, umferðarteppur og lokaðar götur. Það sem mér þótti samt merkilegast er að veðrið var ekkert svo brjálað, það var jú hressilegt rok og mikil rigning en samt hefði ég haldið að það þyrfti meira til að valda svona mikilli eyðileggingu.

Ég er alla vega sátt að vera aftur komin með rafmagn, get hitað mér te og skrifað þessa færslu.

Lifið heil.

þriðjudagur, 9. mars 2010

Skemmtileg upplifun


Um daginn fórum við Jón Emil út að borða með nokkrum félögum. Á leið okkar í gegnum campus eftir góða máltíð urðum við vitni að mjög skemmtilegum sið. Nokkrir strákar, kannski tylft, höfðu safnast saman í hvelfingu líkri þeim sem eru á myndunum. Þeir röðuðu sér í hring og sungu a capella og það var virkilega fallegt. Hljómurinn í hvelfingunni var svo skemmtilegur og hugmyndin góð. Þessar hvelfingar eru víða um campus.

mánudagur, 1. mars 2010

úps...

Galli, sem vetrarfrí eiga að það til að hafa í för með sér, er að maður getur verið aðeins of duglegur að baka... annars er þetta kannski bara svolítið lítil skál...
Ég hef stundað útreikninga upp á síðkastið. Ef ég myndi birta því sem nemur einni bloggfærslu á viku er ég nú á góðri leið með að vinna mér í haginn þangað til ég fer næst í frí uppúr miðjum mars. Hvað er ég svo að tala um að það sé mikið að gera... alltaf í fríi ;)

Bestu kveðjur Helga mäleren ;p

sunnudagur, 28. febrúar 2010

Ikast - fødselsdag - Brønshøj - lejlighed


Fødselsdagsbarnet, gæsterne og det fine pyntede bord!

Jeg bagte lagkage og snakkede fransk med Martine :D Hyggeligt!!


Hvis jeg havde et badekar og en hest ville jeg helt klart gemme hesten i badekaret, du må nøjes med dette billede mor, af min franske ballerinabamse Dido i håndvasken...


Vi har nu fået spisebord i køkkenet = lykke og glæde :D

kv. Helga málari (frekari upplýsingar; billedet er taget under renoveringen, før spisebordet kom op;p)