þriðjudagur, 27. maí 2008

Þegar maður er lamb

er gott að einhver nenni að minna mann á að anda, alla vega svona fyrst.


Að anda er eitt af því sem maður hvílir sig ekki á.

föstudagur, 23. maí 2008

Myndasýning - allir velkomnir - adgangur ókeypis

Jæja þá er komið að síðustu færslu þessarar ferðasögu - en hún verður hér rakin í heild sinni í máli og myndum:D

Moritz var svo elskulegur að skutla mér á flugvöllinn í Stuttgart. Við komum okkur í sól og sumarskap með því að setja upp sólgleraugun og fá okkur kaffisopa í skugga pálmatjráa:D

Eftir flug til Lyon (með geðveikt pínkuponsulítilli flugvél (minnti mig mest á flugferðina Bakki-Vestmannaeyjar) farþegafjöldi var kannski um 20 manns og ein flugfreyja!!!) flaug ég áfram til Toulouse. Eftir að hafa tekið leigubíl til að komast til fjölskyldunnar eyddi ég kvöldinu í rólegheitum með Marie og Ange en karlpeningurinn var ekki heima, annar á rástefnu hinn í skólaferðalagi.
Myndin hér að ofan er tekin morgunin eftir. Morgnarnir voru frábærir. Eftir að krakkarnir voru farnir í skólann fórum við Marie og fengum okkur café og croissant á einhverju vinalegu kaffihúsi í hjarta borgarinnar. Eftir það löbbuðum við um falleg hverfi - kíktum kannski aðeins í búðir og fórum á markaðinn. Sem sagt mjög rólegir og notalegir morgnar, nægur tími til að ræða öll helstu málefni líðandi stundar - og þar með tækifæri fyrir mig að reyna að ná á vald mitt betur og betur tungu þessa fólks;)

Það eru mörg falleg hús í Toulouse - einkennandi er þessi rauðbrúni litur.

Þetta er Ange að spila á gítarinn sinn. Hún er nýbyrjuð en bara nokkuð klár. Við æfðum saman heilan eftirmiðdag fyrir spilatímann hennar - og mér skildist að bæði kennari og nemandi hefðu verið ánægð með afraksturinn:)

Um kvöldið var Christian svo kominn heim - fórum öll saman út að borða. Mjög gaman og góður matur!!

Nammi namm, þetta fékk ég (ég veit ég er að verða eins og amma - taka myndir af matnum... en ég stóð allavega ekki upp á stól;)) Ekkert smá gott!! Sko langt síðan ég hef fengið svona góðan fisk:)

Krúsídúllu börn! Martin var svo komin heim og hafði, eins og systir sín, stækkað heilan helling.

Þarna er ég í einni af skoðunarferðum okkar Marie um Toulouse. Þetta er safn sem ég átti svo eftir að fara á, mjög falleg bygging:)


La Garonne! Fallegt- fallegt.

Það var þvílíkt óveður eitt kvöldið. Hagl og rigning!! Varð bara að taka mynd af þessu. Þau voru alveg hissa. Það er jú miður maí og það er vant að vera hlýtt hjá okkur!! Það átti þó eftir að rætast úr veðrinu og kom heim bara nokkuð brún:)

Svo fórum við í sveitina mína:) Það var yndislegt að koma þangað aftur. En fyrir þá sem ekki vita var ég þar eiginlega mest allan tímann sem ég var hjá þeim um árið. Þau eru nú búin að kaupa húsið af foreldrum Marie og búin að breyta og laga mikið til.

Ange klifurköttur!

Hér sést húsið vel. Þegar ég bjó hjá þeim svaf ég í turninum!!! Geggjað kúl:)

og þetta er ég

Þetta er uppáhalds tréð mitt. Það er einfaldlega eins og klippt út úr myndabók. Það er meiriháttar að sitja og borða í skugga krónu þess...

... eins og við erum að fara að gera á þessari mynd. Týpiskur málsverður chez les Bec. Nammm:) Baguette, þurkaðar pylsur, andarkæfa, litlar súrar gúrkur, ferskt og gott salat ala Marie.

Ég fléttaði blómakrans en krakkarnir hjálpuðu mér að finna blómin. Allir þurftu svo að sjálfsögðu að fá að máta:) Hér er Martin með dýrgripinn á hausnum.

Svo Ange blómamær

Ég slapp að sjálfsögðu ekki heldur;)

Útsýnið er ólýsanlegt. Ég skrapp í kvöldgöngutúr og tók þessar myndir...

...og fléttaði annan blómakrans:) Það er svo mikið af skemmtilegum og fallegum blómum út um allt.

Daginn eftir fórum við á blómamarkaðinn í nálægum bæ:) Held ég hafi bara næstum aldrei séð jafn mikið af blómum - mjög fallegt!!

Í Bordeaux:) Ótrúlega mikið af skemmtilegum sætum götum. Húsin þarna eru svo falleg. Svolítið erfitt ad taka góða mynd af því finnst mér en vona að þið fáið smá innsýn. Það var frábært að hitta ömmu aftur:) Hún er ekkert smá yndisleg kona - hún veit svo margt ótrúlega merkilegt og á svo mikið til af gömlu dóti sem er gaman ad skoða. Hún tekur sér líka svo góðan tíma til að tala við mig og ég læri mjög mikið - bæði hvað varðar málefnin og tungumálið:D

Aftur í Toulouse. Í japanska garðinum. Var að reyna að bera hann saman við Gjánna:) Mjög, mjög fallegt.

Á bekk í sólskininu:)

Við Marie síðasta daginn minn í Toulouse. Settumst niður öll saman og fengum okkur bjór. Þau voru að deyja úr hlátri því að ég bað um lítinn bjór - er víst farin að hugsa aðeins og mikið í þýskri bjórmenningu þar sem alltaf er borið fram í 0,5 líters glösum ef ekki 1,0... þau pöntuðu bara venjulegan bjór og var hann í 0,25 líters glasi - pínkulítið grey:)
Ange og Martin sæl og glöð eftir að hafa fengið í eftirrétt fullan bikar af þeyttum rjóma!!! Jebbs, hvort sem þið trúið því eða ekki er hægt að panta bara eins og ísbikar, bikar með þeyttum rjóma og sykri - ég hef aldrei séð annað eins... Var hæst ánægt með ísinn minn:)
Þá segi ég þetta gott í bili. Þetta var mjög góð ferð og gaman að hitta fjölskylduna aftur og finna hvað hún tók vel á móti mér:) Það var samt ósköp gott líka að koma aftur til Dinkelsbühl og spila og syngja aðeins aftur - verð að viðurkenna að ég var smá farin að sakna þess. Það þýðir bara að ég byrja að æfa hress, til í slaginn og af fullum krafti núna. Á laugardaginn eru Brahms tónleikar hjá kórnum - hlakka til, þetta eru skemmtileg lög og Jóhanna ætlar að koma að hlusta á mig:D Hlakka mjög til að sjá hana og heyra allt sem hún er búin að læra!!
Knús og kram - À bientôt:)

miðvikudagur, 21. maí 2008

Í dag er bláberjaþema

morgunmatur: bláberjajógúrt
11 snarl: bláberja skyr.is

kannski bláberjaterta í kaffinu, hver veit

sunnudagur, 18. maí 2008

Hvitasunnufri - hluti tvo - framhaldssaga i nokkrum hlutum eftir Helgu Hoeg Sigurdardottur

Var vist buin ad lofa ad làta heyra fra mér um leid og ég kaemist i tolvu. Get tvi midur samt ekki sett inn myndir (to ég hafi nu eiginlega lofad tvi) tvi snuran er i Dinkelsbuhl, àtti satt ad segja ekki von à ad komast hér i tolvu.

Alors, er i mesta basli med franska lyklabordid verd ég ad vidurkenna... Tad er enn verra en tad tyska!! M-id er tar sem AE er hjà okkur, tad sem er enn verra er ad Q er tar sem A à heima (svona leit fyrsta màlsgrein tessa bloggs ut adur en ég lagadi til: vqr vist buin qd lofq qd lqtq heyrq frq ,er u, leid og eg km,ist i tolvu... hehe, verd semsagt hundrad àr ad skrifa eitthvad gàfulegt - kannski ég aetti tà ad reyna ad byrja à tvi:))

Tad er allt ljomandi gott ad frétta af mér:) Ekki amalegt ad vera aftur i frii, finnst ég einhvern veginn alltaf vera i frii, enda à ég lika eftir tvo mànudi àdur en ég kemst i sumarfri, olikt flestum ykkar!!!

Var i Toulouse tridjudag til fostudags, tà forum vid i sveitina à la Gardette. à morgun fer ég svo til Bordeaux ad heimsaekja ommuna;) Franska amma min. Verd hjà henni tvo daga fer tà aftur til Toulouse og flyg "heim" à fimmtudaginn:) Sem sagt styft plan!!hehe

Tad er mjog gaman ad vera hér aftur - sjà hvad krakkarnir eru ordnir storir tad er svo gaman tvi tau voru svo ànaegd ad sjà mig og muna alveg eftir mér!!! og sjà hvad teu eru buin ad breyta og laga mikid til hér i sumarbustadnum;) Skemmtilegast er samt kannski ad tala fronsku aftur og komast ad tvi hvad ég er buin ad gleyma to litlu eftir tveggja àra fjarveru + tysku tysku tysku daginn ut og daginn inn:)

Vedrid er ekki tad besta. Tad er samt breytilegt tannig ad tegar solin bryst i gegn tà er lika heitt!! Ef ekki, sitjum vid vid eldinn.

Er ad spà i ad segja tetta gott i bili. Hlakka til ad setja inn myndir!!!Vona ad tid hafid tad gott!! Takk fyrir kommentin vid sidustu faerslu johanna og stebba:) sakna ykkar lika ekkert smà!!! vid sjàumst fyrr en varir Johanna:D og stebba ég vona ad tu sert farin ad aefa gitargripin fyrir sumarid tvi tà verdur sko tekid lagid i ùtilegunni!!!


Gros bisous de France, je vous embrasse:D
votre (H)ELGA

mánudagur, 12. maí 2008

Aevintýrid hefst!!

Jaeja, tími til komin ad ég fari ad setja nokkra stafi á tetta blogg. Ég er komin í tveggja vikna langt Hvítasunnufrí og er ad fara ad fljúga til Frakklands á morgun.

Núna akkúrat sit ég úti í gardi í Dewangen heima hjá Moritz. Vorum ad borda frábaeran grillmat í sólskini í gódum félagsskap:) Fjölskyldan bidur ad heilsa!! Finnst mjög fyndid ad sjá íslensku skrifada:D


Vid Moritz hress og kát.


Naesti lidur ferdasögunnar kemur eftir óákvedinn tíma, nánar til tekid naest tegar ég kemst í tölvu!! Tá koma líka fleiri myndir:)
Knús og kram frá Helgu

sunnudagur, 11. maí 2008

Stundum hefur maður rétt fyrir sér

Eftir að hafa reiknað sama asnalega dæmið aftur og aftur og spurt hina og þessa um álit, komst ég að þeirri niðurstöðu að svarið í bókinni væri vitlaust.

laugardagur, 10. maí 2008

VEI vei Vei vEi VeI vEi VEi!!!!!!!!

Fyrstu lömbin komin :-D
Og það var hin geysi afkasta mikla átta vetra ær sem bar þrem fyrstu lömbunum. tvær gimbrar og einn hrútur. Ég og pabbi töldum svo saman að yfir ævina hefur hún borið 24 lömbum!!! Það eru að meðaltali 3 lömb á ári :-)
Svo báru tvær í viðbót...

föstudagur, 9. maí 2008

fimmtudagur, 8. maí 2008

þriðjudagur, 6. maí 2008

Hmm látum okkur nú sjá....

Next one please. Cheese and ham or cheese and cucumber??!!!!

Lesið þetta svo yfir með breskum pirruðum hreim ;-)