sunnudagur, 24. janúar 2010

Pistill

Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa kannski tekið eftir eru öll "comment" farin af síðunni og ekki mögulegt að koma með athugasemdir við færslur. Þetta kemur til vegna þess að síðan sem hélt úti athugasemdunum er að breyta til og vill að við förum að borga fyrir afnot af kerfinu þeirra. Ég er að vinna í því að laga þetta þannig að hægt verði að setja inn athugasemdir fljótlega.

Annars er allt gott að frétta hérna megin hafs. Ég held að veðurguðirnir hér hafi litið eitthvað skakkt á almanakið sitt, veðrið er svo milt. Ég næstu viku reikna ég með að hreiðra um mig á arkitektabókasafninu, þar eru margar góðar bækur og margt skemmtilegt að lesa. Þar er líka stór og fallegur gluggi sem leyfir sólinni að skína á mig á meðan ég les :-) Í fyrstu vikunni í febrúar byrjar vorönnin, þá ætla ég að reyna að sækja nokkra kúrsa hér, bæði í verkfræðideildinni og arkitektadeildinni.

Vona að þið hafið það gott,
knús frá Dóru

mánudagur, 11. janúar 2010