miðvikudagur, 31. mars 2010

mánudagur, 22. mars 2010

Skemmtilegt atvik á mánudegi

Í dag er rigning. En það er allt í lagi því að hún er hlý og krullar á mér hárið.

Ég fór í tíma í dag, sem væri kannski í frásögur færandi nema fyrir eitt mjög skemmtlegt atvik. Prófessorinn var að tala þegar allt í einu byrjar þessi mikla tónlist aftarlega í salnum. Fyrst hélt að þetta væri sími en þegar ég sneri mér við í sætinu sá ég strák í bardaga við tölvuna sína. Hún virtist hafa yfirtökin því tónlistin hljómaði frá henni um allan salinn. Að lokum skellti hann henni aftur, hristi hana og hljóp út. Ómur tónlistarinnar heyrðist utan af gangi og allur salurinn sprakk úr hlátri, meira segja bros færðist fram á varir prófessorsins.

Síðan hélt kennslan áfram eins og ekkert hefði í skorist.

föstudagur, 19. mars 2010

Góð byrjun á degi...

1) Horfa út um gluggann og sjá að sólin skín
2) Fara út í garð og leika við hundinn í döggvuðu grasinu
3) Hlusta á fuglana

miðvikudagur, 17. mars 2010

Og tvívetnisoxíðið streymir niður af himnum ofan...

Jeg er et flyvene regnsky
som ikk' kan li' honning,
nej slet ikke nej...

þriðjudagur, 16. mars 2010

Dinky

Það er svo margt í heiminum sem ég skil ekki. Til dæmis á ég mjög erfitt með að átta mig á einu hérna í Ameríkunni. Þannig er mál með vexti að á milli Lawrence, þar sem við búum og Campus eru lestarteinar og vegurinn liggur yfir teinanna. Þess vegna hefur verið sett upp svona slá sem fer niður þegar lestin fer fram hjá svo að ekki verði áresktur bíla og lestar. Þetta er allt gott og blessað og ég hef mjög gaman af að sjá lestina koma. Hún heitir "The Dinky" og er aðeins tveir vagnar. Tilgangur hennar er að flytja nemendur frá aðallestarstöð Princeton bæjar inn á Princeton Campus.

En að því sem ég skil ekki: Af hverju stoppa skólabílstjórarnir alltaf við lestarteinana, opna dyrnar og líta vel til beggja hliða áður en þeir keyra yfir? Af hverju mega þeir ekki bara treysta því að sláin detti niður, rauðu ljósin fari að blikka og bjöllurnar að klingja? Einhver sagði mér að þetta væri bundið í lög, hmm... skrítið.

Annars skín sólin í dag eftir alla rigninguna, það koma víst alltaf skin á milli skúra :)

mánudagur, 15. mars 2010

Rafmagn

Í gær sat ég við kertaljós og las mér til um rafmagnsljós. Ég var að lesa um meðal annars merka spaða eins og Edison og Tesla. Mér þótti það hálf kaldhæðnislegt að sitja í rafmagnslausu húsi án ljóss og hita og fræðast um þetta merka fyrirbæri. En svona er þetta stundum. Nú er rafmagnið komið aftur, hiti að færast í íbúðina þó ég sé ennþá í góðu ullarsokkunum, ullarpilsinu og ullarpeysunni ;)

Mér þótti merkilegt að sjá alla eyðilegginguna sem veðrið sem fór hér yfir í fyrrinótt olli, rafmagnslínur liggja sem hráviði út um allt (Kaninn setur ekki rafmagnið í jörð). Fallin tré dingla í hálfföllnum köplum, niðurföll yfirfull, umferðarteppur og lokaðar götur. Það sem mér þótti samt merkilegast er að veðrið var ekkert svo brjálað, það var jú hressilegt rok og mikil rigning en samt hefði ég haldið að það þyrfti meira til að valda svona mikilli eyðileggingu.

Ég er alla vega sátt að vera aftur komin með rafmagn, get hitað mér te og skrifað þessa færslu.

Lifið heil.

þriðjudagur, 9. mars 2010

Skemmtileg upplifun


Um daginn fórum við Jón Emil út að borða með nokkrum félögum. Á leið okkar í gegnum campus eftir góða máltíð urðum við vitni að mjög skemmtilegum sið. Nokkrir strákar, kannski tylft, höfðu safnast saman í hvelfingu líkri þeim sem eru á myndunum. Þeir röðuðu sér í hring og sungu a capella og það var virkilega fallegt. Hljómurinn í hvelfingunni var svo skemmtilegur og hugmyndin góð. Þessar hvelfingar eru víða um campus.

mánudagur, 1. mars 2010

úps...

Galli, sem vetrarfrí eiga að það til að hafa í för með sér, er að maður getur verið aðeins of duglegur að baka... annars er þetta kannski bara svolítið lítil skál...
Ég hef stundað útreikninga upp á síðkastið. Ef ég myndi birta því sem nemur einni bloggfærslu á viku er ég nú á góðri leið með að vinna mér í haginn þangað til ég fer næst í frí uppúr miðjum mars. Hvað er ég svo að tala um að það sé mikið að gera... alltaf í fríi ;)

Bestu kveðjur Helga mäleren ;p