Sat á bekk á Rådhuspladsen um daginn og beið eftir vini. Það var hálf hráslagalegt veður, risahitamælirinn beint á móti mér rétt hafði það upp yfir núllið, það var rok, skýjað en ekki rigning og þó? Ég hlýt að hafa setið í hálfgerðu hnipri, alla vega í þungum þönkum og í óða önn við að lesa kosningabæklinga, þegar maður kemur arkandi að mér og sest þétt upp við mig. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið þegar hann fer að hlýja mér um axlirnar en ég lít upp furðulostin og sé skælbrosandi andlit sem segir "koldt i dag, ik?" og svo var hann farinn, ennþá hlæjandi.
Ég sat eftir á bekknum og gat ekki annað en brosað.
laugardagur, 7. nóvember 2009
dagur 2 - blogg 2
Ritaði Helga Høeg klukkan 10:33 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|