sunnudagur, 21. desember 2008

Hvernig í ósköpunum....

fer maður að því að fá skurð á bak við eyrað með því að renna sér á sleða niður brekkur???

þriðjudagur, 16. desember 2008

Nu vippede jorden med mig igen!!

vaknaði klukkan 6:20 i morgun við jarðskjálfta!!
fyndið að upplifa það í Danmörku:)
um 4,5 á Richter
tók 5 sek
sneri mér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa...

föstudagur, 12. desember 2008

CUT:D

Tá er jólaklippingin komin í hús:)
Spurning hvort tid tekkid mig tegar ég kem heim eftir adeins eina viku!!
knús á línuna

laugardagur, 6. desember 2008

Þetta gerist bara ekki betra

Við "The birds nest" Ólympíuleikvangurinn í Beijing
Og ég í snúsnú með grunnskólabörnum í Kína

Langar að setja hér tvær myndir þar sem ég hoppa hæð mína af kæti yfir að vera komin í jólafrí og með bílpróf :-)

fimmtudagur, 4. desember 2008

Heilræði dagsins

Ég: Mér gengur ekkert að sofna á kvöldin. Ég ligg bara uppi í rúmi og stari út í loftið...
Gummi: Hefurðu prófað að loka augunum?

þriðjudagur, 2. desember 2008

Tölulegar staðreyndir

Í dag er 2. desember, það er ótrúlegt. Það þýðir að eftir viku verð ég búin í einu prófi og eftir 16 daga verð ég búin með þriðju jólaprófin og jafnframt þau síðustu við Háskóla Íslands. Það sem mest er um vert er þó að eftir 17 daga koma Helga og Jón Emil til landsins. 


Sumt er bara svo ótrúlegt að ómögulegt er að skilja það. 

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Svona fær maður 10 á munnlegu prófi í dönsku

Í fyrsta lagi fara með jafn sniðugri mannsekju eins og Anítu í prófið ;-)

Við áttum sem sagt að tala um íþróttir og íþróttameiðsl, megrunakúra og matarmenningu

Aníta: Hej Louise
Jóhanna: Hej Julie hvordan går det?
Aníta: Det går ikke så godt, jeg har forstuvet min venstre ankel så jeg kan ikke dyrke motion
de næste tre uger, og så kommer jeg sikkert til at tage nogle kilo på.
Jóhanna: O, nej! Hvor ærgeligt? Så kan du ikke komme med på vandrerturen i weekenden
Aníta: Hjælp den havde jeg helt glemt. Øv! Det havde jeg ellers glædet mig sådan til.
Jóhanna: Sige mig engang hvordan kunne du komme så galt afsted?
Aníta: Du ved godt at jeg dyrker brydning og jeg var til stævne i går aftes, der trådte jeg forkert.
Det gjorde virkelig ondt
Jóhanna: Hvor er det surt.
Aníta: Hvad med dig hvordan har du det, du dyrker fægtning ikke?
Jóhanna: Tak jeg har det fint, det er rigtigt jeg dyrker fægtning. Mit hold blev Danmarksmester
forleden dag. Jeg klarede mig rigtig godt.
Aníta: Ej hvor sejt. Jeg er rigtig stolt af dig, har du aldrig haft en skade
Jóhanna: Mange tak. Nej jeg har aldrig været skadet. Men hvordan går det med din slankekur?
Antíta: Godt nok, jeg startede for to måneder siden
Jóhanna: Ok, hvad går den ud på.
Aníta: Jeg skal spise meget sund mad og bevæge mig meget.
Jóhanna: Skal du ikke spise varieret?
Aníta: Jo, selvfølgelig. Masse af frugt og grønsager og en hel del kød. Så skal jeg også drikke
skummetmælk. Og undlade at spise slik og ikke for mange kulhydrater.
Jóhanna: Det lyder godt. Virker det?
Aníta: Ja, den er helt fantastisk. Jeg har tabet 5 kg på 2 måneder.
Jóhanna: va! Det var et godt resultat. Måske skulle jeg prøve den.
Aníta: Ja, prøv endelig. Jeg lavede den ret du gav mig opskriften på forleden, men jeg gjorde
noget forkert, det blev ikke godt
Jóhanna: hmm... umm.. er du skikker på at fisken som du købte var god nok?
Aníta: Det er jeg sikker på, jeg købte den hos den gode fiskehandler.
Jóhanna: brugte du alle de krydderi du skulle.
Aníta: ja, det gjorde jeg
Jóhanna: havde ovnen den rigtige .......
Aníta: Ohhh!!! Ovnen!! Jeg glemte at sætte fisken i ovnen!!! Jeg troede det var sushi!!!
Jóhanna: Sushi! Det er det i hvert fald ikke! Det er en meget fin fransk fiskeopskrift. Hvor dum
kan man være!
Aníta: Jeg er ikke dum
Jóhanna: Nei, undskyld. Du er ikke dum. Men dine evner som kok er måske ikke så gode. Jeg
har faktisk en ny opskrift til dig, det er en let en. Det er en meget god oksekødsuppe,
den er sund og virker sikkert godt med din slankekur.
Aníta: Ohh, tak skal du have. Jeg skal netop have gæster i aften så kan jeg prøver at lave den til
dem.
Jóhanna: Og for en sikkerhedsskyld skal jeg nok give dig en ordentlig forklaring
Aníta: Ihh mange tak
Jóhanna: Hvor mange gæste skal du have?
Aníta: Jeg venter ti gæster
Jóhanna: Ok, så skal du koge 2,5 kg oksekød i en og en halv time. Så tager du to gulerødder pr
mand, et løg, 20 kartofler og du lader grønsagerne koge med de sidste 10 minuter med
kødet. Til aller sidst skal der kødboller og melboller i, Ok?
Aníta: Så jeg tager oksekødet og koger det på stegepanden.
Jóhanna: umm......Nej! du koger det i en gryde
Aníta: Ok ja ja gryde gryde. Det er den med de høje kanter
Jóhanna: Ja.... Derefter krydre du med salt og peber....
(Aníta ser på uret)
Aníta: Ohhh...... gæsterne kommer om ti minuter. Jeg skal hjem og lave din suppen. Vi ses
Jóhanna: Ja, god fornøjelse

Við skemmtum okkur gífurlega vel þegar við vorum að gera þetta og lágum vægast sagt í kasti. Áttum svo dálítið erfitt með að sleppa því að hlægja í prófinu sjálfu því kennarinn hló svo mikið XD

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Til Helgu

Eitt sinn tíu mær ein fékk
hélt ei hærra fengi.
Fékk svo 1 og 12 í trekk
og skalann sífellt sprengir.

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Kveðja frá Køben:)


Gat ekki gerst minni maður (kona/(stelpa??)) en systur mínar. Hér kemur litla hafmeyjan (með haus og "sporð" og alles) ásamt mér! Já hæfileikar mínir í myndvinnslu leyna sér:) ekki að sjálfsögðu:P

Þegar maður man ekki leyniorðið sitt inn á bloggið í fyrstu tilraun, þýðir það þá að það er of langt síðan maður hefur bloggað??

miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Svo einfalt er það!

Stundum er ekki tími fyrir allt. Það er bara svoleiðis.

mánudagur, 10. nóvember 2008

Bögg!

Eitt er að hlutum sé frestað en að láta mann ekki vita...

fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Bara mjög sátt

Eins og málin standa lítur allt út fyrir það að ég sé komin í jólafrí 2. desember! Ég endurtek 2. desember gott fólk. Ég hélt nú að það væri ekki hægt að vera búin mikið fyrr en í fyrsta lagi á afmælinu mínu! En svo virðist vera :-) verð nú bara segja að ég sé mjög sátt.

1. des: Munnleg próf og Lífeðlisfræði
2. des: Stærðfræði og þýska

Ef ég stend mig mjög illa í íslensku og dönsku er ég ekki búin fyrr en 5. desmber ;-)

Langaði bara að deila þessu með ykkur ;-)

sunnudagur, 2. nóvember 2008

HUBERTUS

Et par billeder så mor kan blive lidt nostalgisk!!!

Det var rigtig sjovt at se...

Jeg ville også gerne have været med;)

Her rider de over sletten...
(tryk eventuelt på billedet for at forstørre det)

og til sidst fik de overrakt premier fra prinsesse Benedikte:)

...nu må jeg nok se at læse lidt mere inden vi skal have oksekødssuppe med mel-og kødboller...






föstudagur, 31. október 2008

Komin heim á klakann

Jæja núna byrjar alvaran á ný. Hlakka til þegar sólahringurinn verður komin í venjulegt horf. Átti mjög erfitt með að halda mér vakandi í tímunum. Síðasti tími var líffræði hjá Óla Einars. Eins og ávalt í þesum tíma var endalaust verið að spyrja hann hvort við mættum ekki fara fyrr. Það gekk eins og alltaf eitthvað treglega. Nema allt í einu segir hann: "Heyrðu Jóhanna! þú mátt fara því að þú ert svo þreytt." Ég var ekkert smá glöð og var ekki lengi að skoppa út úr stofunni.

Ferðasaga og myndir koma seinna.

föstudagur, 24. október 2008

你好

Akvad ad senda sma kvedju heim og lata vita ad her er allt i somanum. Kinverjarnir gera allt til ad vera godir vid okkur. Gestreisinin er rosaleg. Erum buin ad heimsaekja islenska sendiradid i Beijing. A morgun forum vid ad skoda tvo virtustu haskolana i Kina auk Sumarhallarinnar. Hlakka til ad hitta ykkur oll.

Kv. Johanna Kinafari

það eru forréttindi

að hjóla á hjóli með bremsum :-)

Palli lagaði hjólið mitt, þvílíkur munur!

fimmtudagur, 23. október 2008

Ég keypti nýtt strokledur i dag...

Veit um eina persónu sem verdur dáltid ánægd med mig eftir afrekid:)

En ég er tó ekki enn búin ad ákveda hvort ég hendi gamla góda strokledrinu sem afi átti á undan mér... væri hálfgerd synd. Kannski ætti ég ad geyma tad, tó ekki væri nema til mögru áranna!

Yfir og út

miðvikudagur, 22. október 2008

Svaf ég yfir mig?

Í morgun þegar ég vaknaði fannst mér eins og ég hefði sofið yfir mig... og það ekki lítið. Mér leið eins og það væri kominn desember. Það var í mér einhver desembertilfinning, get ekki alveg líst henni, hún er sambland, tilhlökkunar, innri róar, stress og ýmislegs fleira. Þegar mér varð svo litið út um gluggann og sá nýfallinn snjóinn brá mér í brún... Kannski hafði ég virkilega sofið yfir mig í heilan mánuð! Hver veit, allt getur nú gerst á 21. öldinni. Ég áttaði mig þó fljótlega og fór bara að reikna straumfræðidæmi á meðan fallegum snjónum kyngdi niður. 

mánudagur, 20. október 2008

Og við teljum niður!

Núna eru aðeins rúmir 5 klst þangað til að lagt verður af stað frá FSu! Ég er ekki viss um að ég geti sofnað núna en það kemur allt í ljós.

Kína hér kem ég!

föstudagur, 17. október 2008

Dagurinn í dag

góður, líkt og sá í gær og vonandi sá á morgun,


margra hluta vegna

miðvikudagur, 15. október 2008

Fögur er fjallasýn...

Smalaði fjallið með pabba í dag.
Veðrið var hrein út sagt y-n-d-i-s-l-e-g-t (lesist hægt og með áherslu á hvern einasta staf!)
Ég var á Skruggu - frábær smalahestur (takk fyrir lánið Dóra)
Þegar ég stóð uppi á Hamri í glampandi sólskini, blasti við mér þvílíkt útsýni.
Í Suðri sá ég vestmannaeyjar.
Leit ég inn til landsins skartaði Hekla sínu fegursta ásamt, Þríhyrningi, Eyjafjallajökli og Tindfjallajökli (svo dæmi séu tekin).
Sneri ég mér í hina áttina mátti sjá glampa á Langjökul, hvítir tindarnir voru svo fallegir í sólskinu.
Ég sá lengst fram í sveit.
Svo var náttúrulega Stóra-Laxá en hún var svo tær að ég sá alveg niður á botn(og hefði sko getað talið laxana synda framhjá ef það hefðu verið einhverjir...)

Þegar ég sagði Hildi frá þessu alveg heilluð í kvöld svaraði hún ,, og þú varst náttúrulega ekki með myndavélina er það??" Ég varð því miður að viðurkenna að svo hefði ekki verið... Það verða því bara að duga lýsingar en hér hefði annars komið mynd af mér brosandi út að eyrum með fjallahringinn í baksýn.

Það stendur því tvennt til boða; Ímynda sér það... eða bara koma með mér á hestbak einhvern daginn helst í góðu veðri?? það fer hver að vera síðastur!!!

þriðjudagur, 14. október 2008

Gunnar á Hlíðarenda

Ég er nú ekki viss um að það hafi verið mikið á milli eyrnanna á Gunnari. Ég skil ekki hvernig Njáll gat þolað hann. Kannski til að vera með fína fræga fólkinu... Hver veit?

mánudagur, 13. október 2008

Að sofa

Mikið ofboðslega er gott að sofna þegar maður er þreyttur...

zzz

föstudagur, 10. október 2008

Úff

Hverjum datt í hug að hafa þrjú próf þrjá daga í röð ???


BYG501G Jarðtækni og grundun 1 16. des. 09:00-12:00
BYG101M Álag og öryggi burðarvirkja 17. des. 13:30-16:30
BYG502G Framkvæmdafræði 1 18. des. 13:30-16:30

Jón Emil, kemur þú með mér í blóðbankann kl. 17:00 18. des ?

Alveg hreint ótrúlegt

Stundum er hægt að gera mjög einfalda hluti alveg ofboslega flókna...

fimmtudagur, 9. október 2008

Friður í kreppunni!

Yoko kemur til landsins með frið efst í huga. Bráðum lýsir súlan á ný. ljós í kreppunni.

miðvikudagur, 8. október 2008

Smá pæling...

hmmm.... Eða hvað?
Var bara svona að pæla.

þriðjudagur, 7. október 2008

Dróttkvæði!

Það er nú meiri orðasúpan!

laugardagur, 4. október 2008

Að láta sér leiðast!

Að láta sér leiðast er bara eitthvað sem ég skil ekki. Kannski er það af því að mér leiðist aldrei!

Alltaf og aldrei eru orð sem þú átt alltaf að muna að nota aldrei...

miðvikudagur, 1. október 2008

Hugsun nemandans

Mennaskólaneminn kom þreyttur heim eftir að hafa setið yfir lífeðlisfræði og Njálu alla nóttina. Mikið ofboðslega var hann feginn þegar hann opnaði skóladagbókina og sá að það var ekkert sem þurfti að skila fyrir morgundaginn...

laugardagur, 27. september 2008

Stundum

Er erfitt að vera kokkur....

föstudagur, 26. september 2008

Ég brosi

Nokkrir hlutir sem fengu mig til að brosa í vikunni:

Sólin þegar hún skein í gegnum hellirigningu og bjó til tvöfaldan regnboga
Kveðja sem ég fékk frá Danmörku
Blómvöndur ásamt hlýrri kveðju
Sigur míns liðs í spurningakeppni í samgönguverkfræði

Boðskapur færslunnar: Ekki gleyma að brosa :-)

fimmtudagur, 25. september 2008

Vid hittumst heil!!

Haustid er á leidinni til Danaveldis. Raud, gul, brún laufblöd birtast og verda sem gull tegar sólin skín svona fallega eins og hún hefur gert undanfarna daga.

En tad er meira sem haustid hefur í för med sér en litadýrdina eina saman. Réttir, sláturtíd, skólann, myrkrid, vetrarúlpuna, húfuna og vettlingana. En tad er eitt til vidbótar sem haust hafa upp á ad bjóda og ekki má gleyma, jú lesandi gódur, mikid rétt HAUSTFRÌ!!

Hvad er meira tilvalid en ad nýta tækifærid tegar madur fær frí frá önnum hversdagsleikans en ad stíga um bord í flugvél og skreppa heim:)

Ætla ad kíkja heim í rétt rúma viku frá 9. til 18. okt árid mun vera 2008. Nú verdur hér med brainstorming á sídunni... hvern langar ad hittast?? hvar, hvenær og hvad á ad gera?? Hlakka til ad heyra frá ykkur. En hlakka enn meira til ad hittast brádum:)

KNÚS og kram

þriðjudagur, 23. september 2008

Gjaldkerinn mundar hamarinn

Við í Nöglunum héldum Stanley-bikarinn á föstudaginn var. Keppnin gekk út á að negla 4'' nagla alveg á bólakaf. Hér sést gjaldkerinn munda hamarinn þar sem einn keppandanna lauk ekki við verkið. Annars var aðal verkefni mitt þetta kvöld að afhenda nagla og vara mig á fullum Nöglum með hamar í hönd!

sunnudagur, 21. september 2008

Sjáiði fallega vasann og blómin sem ég fékk :-)



Ég keyrði austur fyrir fjall í gær. Treysti mér ekki heim á föstudagskvöldið enda stormur. Mér tókst að komast heim á milli storma, því stuttu eftir að ég kom heim var aftur komið leiðindaveður. Ég tók þessa mynd af Kambabrúninni, stóð þar meðal asískra ferðamanna... 



föstudagur, 19. september 2008

Kííííína

Nú styttist óðfluga í að ég haldi út til Kína með góðmenntum hóp frá FSu. Ég verð að segja að ég er að deyja úr spenningi!!!! En það er hægara sagt en gert að komast til Kína. Það þarf að ljósrita passan í bak og fyrir og svo þarf að fylla út eyðublað til að gá hvort maður sé óæskileg heimsókn. En þetta er allt voða spennandi. En núna er þýskutíminn alveg að fara að byrja þannig ég held að ég hætti þessu þannig ég geti hlustað á hvaða fróðleik Hannes hefur að færa þennan daginn.
btw er að fara gera verkefni í íslensku sem gengur út á það að setja fram Helgakviðu Hundingsbana fram á frumlegan hátt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.

þriðjudagur, 16. september 2008

Jarðskjálfti

Það er langt síðan að ég hef vaknað jafn þreytt og ég vaknaði í morgun. Það var eins og jörðin vissi af því...


Kl. 07:24:52 lá ég ennþá uppi í rúmi og hlustaði á morgunútvarpið, jörðin var orðin þreytt á þessu hangsi í mér og ákvað að reyna að hrista mig fram úr. Ég fann jarðskjálftann sem eitt högg aftan frá mér, skrítin tilfinning hugsaði ég með mér og fór á fætur.

föstudagur, 12. september 2008

föstudagur

Tad var enntá hálf dimmt tegar ég vaknadi, rok og tungskýjad... Sannkallad réttarvedur, en ég greip stálfákinn og teysti af stad nidur á Lyngby station í morgun. Sit núna og er ad stúdera:) Vona ad sólin skíni svolítid á ykkur og alvöru gædingana ykkar í dag .Góda skemmtun í réttunum og á ættarmótinu!! KNúS og KraM

þriðjudagur, 9. september 2008

Rigning!

Mér finnst hlý rigning góð, hún hressir og kætir. Hún krúllar líka hárið mitt :-) Ég kom við á Ægissíðunni á leiðinni heim úr skólanum til að ná í hjólið mitt. Ég kom gegndrepa heim, var rennandi blaut frá toppi til táar! Svona er umhorfs á baðherberginu mínu núna... 

föstudagur, 5. september 2008

Og við teljum niður MEEEEEEEEEEEEEEEE


Og núna eru akkúrat vika í réttir það eru að segja 7 dagar. Það er mjög lítið. Smá pása er í skrínu gerðinni þar sem "einhver" braut borinn og húsasmiðjan átti ekki 2.5 bor. Bara pirrandi. En pabbi minn ætlar að gá hvort hann geti ekki keypt bor handa mér annarsstaðar :-D En hún Á að vera tilbúin fyrir réttir. Punktur og pasta og bannað að breyta. Og hana nú. Þótt það þýði að ég verið öll kvöld fram að réttum úti í skemmu. En í rauninni er ekkert svo mikið eftir. En nóg um skrínu, koffort, kistu smíðar( eða hvað sem fók vill kalla þetta).

En hvað gerir maður á degi sem þessu þar sem maður er gjörsamlega búin eftir alveg brjálaða viku. Þetta er varla spurning. Auðvitað hendi maður sér upp í sófa og horfir á FRIENDS :-)

miðvikudagur, 3. september 2008

Myndir, myndir, myndir

Myndirnar úr útilegunni góðu eru komnar á netið, þær má sjá ef stutt er á orðið "myndir" hér á eftir :-)


miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Heil klessa af fólki

Ég verð nú bara að segja að ég er strax farin að sakna þess að horfa á landsliðsleikina. Þetta er búið að vera svo ofboðslega gaman!!! Maður verður ekkert smá stoltur af því að vera frá litla landinu Ísland á svona dögum. Frábært að sjá strákana fara svona langt. Viljum bara fá að sjá meira af þessu! Svo var líka gaman að sjá í sjónvarpinu hvað það var mikið af fólki sem tók á móti þeim.

Litlu busarnir voru busaðir í dag. Mikið var ég fegin að ég gekk í gegnum það fyrir ári síðan. Í ár voru böðlarnir í hermannabúningum og með tómar paintball byssur. Ég myndi segja að þetta hafi gengið vel fyrir sig. Eftir busun nemendaráðs eru samt alltaf einhverjir sem þurfa að ganga of langt og það fer virkilega í taugarnar á mér.

laugardagur, 23. ágúst 2008

GERUM OKKAR GERUM OKKAR GERUM OKKAR BESTA

JIBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBÍÍÍÍÍÍÍ

Á SUNNUDAGINN MÆTUM VIÐ FRANSKA CAMENBERTINUM Á NÝBÖKUÐU BAGGETTI

fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Við borðið eru fimm stólar. Tveir menn sitja við borðið og drekka kaffi. Hin fjögur sem í herberginu eru standa með bollana í höndunum og málefni dagsins á vörunum. Ekkert þeirra sest, betra að láta þrjá stóla standa auða en að einn fá ekki sæti við borðið.

Undanúrslit

Hreint út sagt frábært. Bögg að vera á leiðinni í skólann akkúrat á meðan leikurinn er...

þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Flottur sigur Íslendinga á heimsmeisturum!!

Hlakka til að heyra í vinum mínum í Þýskalandi og vita hvað þeir segja um leikinn:D


... er Ísland með landslið?!? HNUSS!!!

mánudagur, 11. ágúst 2008

Fullt fullt af skrúfum og vatnsheldum krossvið

Ef einhver skyldi týna mér þá er mig örugglega að finna úti í verkfærahúsi þar sem ég vinn að stórglæsilegri fjallskrínu :-)

Takk fyrir vel heppnaða útilegu ;-)

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Reiðtúr

Fór á hestbak í góðum félagsskap í gær.
Kynntist nýjum og skemmtilegum hesti.

Það er gott að vera til, njótum lífsins á hverjum degi, líka í dag.

sunnudagur, 3. ágúst 2008

Hér er gott að vera

það er fátt betra en þegar fjölskyldan er öll saman komin

Velkomin heim Helga

laugardagur, 2. ágúst 2008

.... Og smá viðbót :-)

Jamm hér er Dóra á GÆÐINGNUM Skruggu

og við systur á jólunum fyrir löööngu síðan

og jamm einmitt ég og Helga mjög hissa yfir myndavélinni...

og með mjög lúin augu

loks færðist smá bros á varir okkar



það er spurning hvor er meira ógnvekjandi...ég


Helga sæt og fín og jamm ég er líka á myndinni



og ég að reka út úr mér tunguna...



...sem Helga gerði svo stuttu seinna líka


í keppni um hver geti búið til stærri undirhöku

no comment



og ein svona nokkuð venjuleg í lokin... nema fyrir það að ég er með trefil, húfu, hettu og hvað eina en Helgu virðist ekkert vera kalt...


"Heyrðu, veistu hvað, veistu hvað, veistu hvað???

Helga kemur heim í dag :-) :-) :-) get ekki beðið..... get als ekki beðið..... af hverju líður tíminn alltaf svona hægt þegar maður hlakkar svona til???

Og já svona svo ég gleymi ekki að segja það og ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá er HELGA systir mín góða á leiðinni heim á klakann.... :-) :-) :-)

Bloggfærsla frá lítilli systur sem getur ekki beðið eða hamið sig á nokkurn hátt :-)

þriðjudagur, 29. júlí 2008

Sko, þetta er ég

...sæl í lopapeysunni
...og augað mitt


...í handahlaupum, svo glöð að sumarið sé komið

... í vinnunni
...í fína Mannvitstjaldinu!





mánudagur, 28. júlí 2008

Gerir maður ekki alltaf eins og stóra systir segir???

Í svörthvítum fíling!

Fín á gamlárskvöld

Í hafnargöngu með systrum mínum


Með fyrirburann Krús í fanginu (Orka í baksýn)



Kveikja og ég mjög stoltar af okkur eftir að hafa unnið Murneyramótið

Jafna og hækka um 2 ;-)

föstudagur, 25. júlí 2008

Kveðja frá: Frau Sigurdardottir

Komið heil og sæl - nær og fjær:) Langaði að skella inn nokkrum myndum svona rétt til að láta vita að mér líður vel:)

Þegar ég fór að skoða nýjustu myndirnar mínar komst ég að þeirri niðurstöður að þær væru kannski ekkert svo spennandi fyrir ykkur sem ekki þekkið þá sem þar eru... Ákvað því að skella bara inn þremur myndum af mér svo að þið þekkið mig aftur þegar við hittumst!!! (Bara léleg afskökun til að útskýra athyglissýkina í mér að vilja vera ein á þremur myndum:) híhí)Einnig skora ég hér með á systur mínar að gera slíkt hið sama þar sem óvíst er hvort að ég þekki þær þegar aftur á klakann er komið*

Ég í óperunni í gærkvöldi. Fórum á Brúðkaup Fígarós í Nürnberg. Ótrúlega gaman:D

Ég í Dinkelsbühler frumskógarleiðangrinum mikla!! Lítur alla vega þannig út eða!?! Því miður ekki minn hattur... hehe

Komst að því að grillspjót er ágætis stjórnandaprik (segir maður svoleiðis??) Er að halda uppi fjörinu í kveðjupartýinu mínu:D


*mikilvæg tilkynning: grín!! Auðvitað þekki ég ykkur stelpurnar mínar
(en áskorunin er samt ekki grín!!!)

fimmtudagur, 24. júlí 2008

Samtal við verkfræðing

Mér leiðist að vera spurð spjörunum úr
geta ekki svarað fyrir mig
og hljóma eins og bjáni

sunnudagur, 20. júlí 2008

Minningar ur barnaskola

viljid tid gjora svo vel ad hafa jorturledrid inni i andlitinu...

miðvikudagur, 16. júlí 2008

Tilkynning til Orra!

Ég er að fara til Danmerkur á morgun. Kem aftur á þriðjudaginn kemur. Það er spáð rigningu, það þýðir aðeins eitt... versla, versla...

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Stundum

eru engin orð til
ekkert hægt að segja

föstudagur, 11. júlí 2008

miðvikudagur, 9. júlí 2008

Hádegismatur á bökkum Ölfusár

Við Óttar borðuðum Subway bátana okkar í glampandi sólskini við Ölfusá í dag. Mér finnst svo gaman þegar veðrið er svona gott, nýt þess að láta sólina ylja mér. Þegar matarhléið var búið dró ský fyrir sólu, það var eins og það vildi segja: "Þið getið ekki setið hér í allan dag, drífið ykkur inn og haldið áfram að vinna." Stuttu seinna kom sólin aftur og það birti til inni á skrifstofunni, vinnan var auðveld í dag, hún er það oftast ef maður brosir.

föstudagur, 4. júlí 2008

Eine kleine Melodie...

Söng í fjórar klukkustundir í morgun.

Krakkarnir á öðru ári voru í kórstjórnarprófi og við hin sem ekki vorum í prófi vorum kórin:) Nokkuð áhugavert að sjá hvað allir eru algjörlega með sinn stíl þrátt fyrir að vera hjá sama kennara.
Annars er þetta búin að vera nokkuð strembin vika. Á miðvikudaginn var ég í tónheyrnaprófi - gekk bara ágætlega fyrir utan það að ég held ég hafi klúðrað fjórradda ,,skrifa niður laglínu" æfingunni dálítið hastarlega... en hvað um það, tvíraddaæfinginn gekk hins vegar eins og í sögu - ekki átti ég von á því!! Mér finnst rosa gaman í tónheyrn þó það sé oft nokkuð strembið, þá er kennarinn frábær og fer mjög skipulega og vel í efnið. Ég hef alla vega lært fullt;)
Svo var tónlistasögupróf. Hugsa að það hafi bara tekist nokkuð vel:D vorum að fást við Barock (skrifa það bara svona þið vitið hvað ég meina) tímabilið - Bach og allt sem því annars tilheyrir. Áttum meðal annars að greina fúgu eftir Bach - en það var ekkert svo erfitt. Aðalmálið þar er bara að ég orða hlutina svo skondilega þegar ég er að reyna að tjá mig í skrifuðu máli á þýsku!! En kennararnir taka því nú flestir bara létt og aðstoða mig:) Einn sagði við mig um daginn ,,Helga þú útskýrir hlutina nokkuð skemmtilega oft" ég útskýrði fyrir honum að ég væri algjörlega að bera hagsmuni kennarana fyrir brjósti þar sem tilgangur þessa væri einungis að gera leiðréttingaferlið hjá kennurunum aðeins áhugaverðara!!! Fékk út úr hljóðfærafræði lokaprófinu 1 mínus Sem sagt bara nokkuð ánægð með það. (Fyrir þá sem ekki þekkja þýskt einkunnakerfi þá er 1 best og 6 verst). Get ekki alveg lýst því með orðum hversu fegin ég er að vera búin í þeim áfanga - kennarinn er algjörlega kafli út af fyrir sig.
En ég er líklega farin að þreyta ykkur á prófasögum enda kannski ekki það mest spennandi...
Það er svo skrítið að hugsa til þess að þið eruð flest búin í prófum og allt og eruð að vinna!! Það er svolítið skondið að vera í skóla um hásumar! En það er skemmtilegra en ég hélt:D

En hvað er annas að frétta af mér?? Þegar prófatörn er í gangi (hún heldur að nokkru leyti áfram í næstu viku) gerist ekkert allt of mikið annað. Það er reyndar ekki alveg satt. Við erum byrjuð að undirbúa kveðjupartý, svo er ég náttúrulega að stjórna kvennakórnum mínum, á sunnudaginn er ég ef til vill að fara á hestbak, í síðustu viku voru lokatónleikar pop deildarinnar, á laugardaginn var, var bæjarhátíð í Dinkelsbühl og mikið fjör, á mánudaginn erum við að spá í að fara og tína jarðarber og búa til sultu og ekki má svo gleyma að njóta veðurblíðunnar og spóka sig í sólskininu þrátt fyrir sárt tap Þjóðverjanna í úrslitum á EM:D
Var komin með hið fullkomna svar á spurningum eins og ,,af hverju er Ísland ekki með lið á EM?" eða ,,er ekki til fótboltalandslið á Íslandi?" svarið er auðvelt - í fyrsta lagi, jú það er til fótboltalandslið á Íslandi (eh dö) og þannig er mál með vexti að hefði Ísland sent sitt lið hefði Þýskaland bókað ekki komist svona langt - heldur verið sent heim af Íslandi við fyrsta tækifæri:D Var oftast ekkert spurð neitt nánar eftir það!!

En ætli ég segi þetta ekki gott í bili! Læt kannski heyra frá mér aftur fljótlega. Hef verið aðeins of léleg við að setja inn fréttir. Ég tala nú ekki um bréfaskrif en ég er að fara að taka mig á og má vænta bót og betrunar innan tíðar. Hlakka til að sjá ykkur öll eftir tja - um það bil fjórar vikur!!

Bis dann - auf wiedersehen:D
Helga Pelga

miðvikudagur, 2. júlí 2008

8202 íslenskar krónur

Ég fyllti vinnubílinn... mikið fegin að það var ekki mitt að borga þann reikning.

þriðjudagur, 24. júní 2008

Þess má geta...

... að í dag er aðeins hálft ár til jóla ...

mánudagur, 23. júní 2008

Kveðjur úr sólinni

Ætlaði eignilega að setja fleiri myndir... en tölvan vill það ekki. Ég er ekkert mikið fyrir að rífast, bíta og slást, þannig að þessi verður að nægja. Hún segir kannski líka bara allt sem segja þarf:)
Sem sagt allt gott að frétta af mér!!
Fimm vikur í heimkomu:D
Sjáumst þá hress og kát!!
KNús frá mér!!
(Ef þið þekkið mig ekki lengur þá er ég systir Dóru - sem er dugleg að blogga á þessari síðu;)

fimmtudagur, 19. júní 2008

Það er gaman

að prenta út á stór blöð!

...aðeins A1 dugir, sko ;-)

miðvikudagur, 18. júní 2008

Hvort sem þið trúið því eða ekki

þá er ég á leiðinni á fótboltaleik eftir vinnu.

mánudagur, 9. júní 2008

og leiðin lá til Austurríkis


Við Helga fyrir utan Sound of Music skálann. 

Við hittum Jóhönnu, Gabi og Inge á fyrstu tónleikunum okkar.
Helga bregður á leik í kastalanum sem gnæfir yfir Salzburg.
Við Helga nutum góða veðursins við Königsee.
Helga og Guðmundur ráða ráðum sínum, Helga var jú aðal kynnirinn hjá okkur :-)

mánudagur, 2. júní 2008

Þó það sé alskýjað úti þá skín sólin hjá mér. :-)

þriðjudagur, 27. maí 2008

Þegar maður er lamb

er gott að einhver nenni að minna mann á að anda, alla vega svona fyrst.


Að anda er eitt af því sem maður hvílir sig ekki á.

föstudagur, 23. maí 2008

Myndasýning - allir velkomnir - adgangur ókeypis

Jæja þá er komið að síðustu færslu þessarar ferðasögu - en hún verður hér rakin í heild sinni í máli og myndum:D

Moritz var svo elskulegur að skutla mér á flugvöllinn í Stuttgart. Við komum okkur í sól og sumarskap með því að setja upp sólgleraugun og fá okkur kaffisopa í skugga pálmatjráa:D

Eftir flug til Lyon (með geðveikt pínkuponsulítilli flugvél (minnti mig mest á flugferðina Bakki-Vestmannaeyjar) farþegafjöldi var kannski um 20 manns og ein flugfreyja!!!) flaug ég áfram til Toulouse. Eftir að hafa tekið leigubíl til að komast til fjölskyldunnar eyddi ég kvöldinu í rólegheitum með Marie og Ange en karlpeningurinn var ekki heima, annar á rástefnu hinn í skólaferðalagi.
Myndin hér að ofan er tekin morgunin eftir. Morgnarnir voru frábærir. Eftir að krakkarnir voru farnir í skólann fórum við Marie og fengum okkur café og croissant á einhverju vinalegu kaffihúsi í hjarta borgarinnar. Eftir það löbbuðum við um falleg hverfi - kíktum kannski aðeins í búðir og fórum á markaðinn. Sem sagt mjög rólegir og notalegir morgnar, nægur tími til að ræða öll helstu málefni líðandi stundar - og þar með tækifæri fyrir mig að reyna að ná á vald mitt betur og betur tungu þessa fólks;)

Það eru mörg falleg hús í Toulouse - einkennandi er þessi rauðbrúni litur.

Þetta er Ange að spila á gítarinn sinn. Hún er nýbyrjuð en bara nokkuð klár. Við æfðum saman heilan eftirmiðdag fyrir spilatímann hennar - og mér skildist að bæði kennari og nemandi hefðu verið ánægð með afraksturinn:)

Um kvöldið var Christian svo kominn heim - fórum öll saman út að borða. Mjög gaman og góður matur!!

Nammi namm, þetta fékk ég (ég veit ég er að verða eins og amma - taka myndir af matnum... en ég stóð allavega ekki upp á stól;)) Ekkert smá gott!! Sko langt síðan ég hef fengið svona góðan fisk:)

Krúsídúllu börn! Martin var svo komin heim og hafði, eins og systir sín, stækkað heilan helling.

Þarna er ég í einni af skoðunarferðum okkar Marie um Toulouse. Þetta er safn sem ég átti svo eftir að fara á, mjög falleg bygging:)


La Garonne! Fallegt- fallegt.

Það var þvílíkt óveður eitt kvöldið. Hagl og rigning!! Varð bara að taka mynd af þessu. Þau voru alveg hissa. Það er jú miður maí og það er vant að vera hlýtt hjá okkur!! Það átti þó eftir að rætast úr veðrinu og kom heim bara nokkuð brún:)

Svo fórum við í sveitina mína:) Það var yndislegt að koma þangað aftur. En fyrir þá sem ekki vita var ég þar eiginlega mest allan tímann sem ég var hjá þeim um árið. Þau eru nú búin að kaupa húsið af foreldrum Marie og búin að breyta og laga mikið til.

Ange klifurköttur!

Hér sést húsið vel. Þegar ég bjó hjá þeim svaf ég í turninum!!! Geggjað kúl:)

og þetta er ég

Þetta er uppáhalds tréð mitt. Það er einfaldlega eins og klippt út úr myndabók. Það er meiriháttar að sitja og borða í skugga krónu þess...

... eins og við erum að fara að gera á þessari mynd. Týpiskur málsverður chez les Bec. Nammm:) Baguette, þurkaðar pylsur, andarkæfa, litlar súrar gúrkur, ferskt og gott salat ala Marie.

Ég fléttaði blómakrans en krakkarnir hjálpuðu mér að finna blómin. Allir þurftu svo að sjálfsögðu að fá að máta:) Hér er Martin með dýrgripinn á hausnum.

Svo Ange blómamær

Ég slapp að sjálfsögðu ekki heldur;)

Útsýnið er ólýsanlegt. Ég skrapp í kvöldgöngutúr og tók þessar myndir...

...og fléttaði annan blómakrans:) Það er svo mikið af skemmtilegum og fallegum blómum út um allt.

Daginn eftir fórum við á blómamarkaðinn í nálægum bæ:) Held ég hafi bara næstum aldrei séð jafn mikið af blómum - mjög fallegt!!

Í Bordeaux:) Ótrúlega mikið af skemmtilegum sætum götum. Húsin þarna eru svo falleg. Svolítið erfitt ad taka góða mynd af því finnst mér en vona að þið fáið smá innsýn. Það var frábært að hitta ömmu aftur:) Hún er ekkert smá yndisleg kona - hún veit svo margt ótrúlega merkilegt og á svo mikið til af gömlu dóti sem er gaman ad skoða. Hún tekur sér líka svo góðan tíma til að tala við mig og ég læri mjög mikið - bæði hvað varðar málefnin og tungumálið:D

Aftur í Toulouse. Í japanska garðinum. Var að reyna að bera hann saman við Gjánna:) Mjög, mjög fallegt.

Á bekk í sólskininu:)

Við Marie síðasta daginn minn í Toulouse. Settumst niður öll saman og fengum okkur bjór. Þau voru að deyja úr hlátri því að ég bað um lítinn bjór - er víst farin að hugsa aðeins og mikið í þýskri bjórmenningu þar sem alltaf er borið fram í 0,5 líters glösum ef ekki 1,0... þau pöntuðu bara venjulegan bjór og var hann í 0,25 líters glasi - pínkulítið grey:)
Ange og Martin sæl og glöð eftir að hafa fengið í eftirrétt fullan bikar af þeyttum rjóma!!! Jebbs, hvort sem þið trúið því eða ekki er hægt að panta bara eins og ísbikar, bikar með þeyttum rjóma og sykri - ég hef aldrei séð annað eins... Var hæst ánægt með ísinn minn:)
Þá segi ég þetta gott í bili. Þetta var mjög góð ferð og gaman að hitta fjölskylduna aftur og finna hvað hún tók vel á móti mér:) Það var samt ósköp gott líka að koma aftur til Dinkelsbühl og spila og syngja aðeins aftur - verð að viðurkenna að ég var smá farin að sakna þess. Það þýðir bara að ég byrja að æfa hress, til í slaginn og af fullum krafti núna. Á laugardaginn eru Brahms tónleikar hjá kórnum - hlakka til, þetta eru skemmtileg lög og Jóhanna ætlar að koma að hlusta á mig:D Hlakka mjög til að sjá hana og heyra allt sem hún er búin að læra!!
Knús og kram - À bientôt:)