Eins og alltaf var í dag sólskin og vindur. Ég fór í skólann með Mayi. Þaðan fórum við í lítið þorp sem er með sjálfbæra þróun. Þau safna saman öllum lífrænum úrgangi og framleiða metangas til orkuframleiðslu. Íbúarnir eru um 800 og tekjum þorpsins er bróðurlega skipt á milli allra. Árlega er haldin dumblings hátíð. Hún er daginn fyrir áramótin hjá þeim. Þá koma allir þorpsbúar saman og borða dumblings. Þetta hefur dregið marga ferðamenn til sín. Í þorpinu eru margir garðar fyrir börn að leika sér í. Í hádeginu fórum við á lítinn veitingastað. Þar fengum við meðal annars kjúkling þar sem hausinn fylgdi með. Þessu var ekki öllu snyrtilega raðað á disk heldur var fuglinn murkaður í sundur þannig hausinn stakkst upp úr hrúgunni. Eftir hádegi fórum við í barnaskóla. Þar voru algjörir dúllu krakkar sem tóku á móti okkur og voru leiðsögumennirnir okkar. Við fórum inn í myndmenntatíma hjá þeim og máluðum á kínverskan ávöxt. Ég prófaði að ganga á stultum sem eru bundnar við fæturna á manni. Ég var orðin nokkuð góð í þessu en svo datt ég.... við fórum líka í snúsnú með þeim sem var ótrúlega skemmtilegt. Mér leið eins og ég væri komin í sjöunda bekk aftur. Við fengum svo að heyra krakka spila á mjög töff kínverskt hljóðfæri. Ég fékk að prófa og mig langar ekkert smá mikið í svona. Þegar við komum aftur út í skóla fór ég í litlu tónlistarbúðina sem er á móti skólanum og keypti móngólaflautu sem ég var búin að lofa Pamelu flautukennara að kaupa. Ég fór svo út að borða með fjölskyldunni. Við fengum “Peking duck” Ekkert smá gott. Við fórum svo heim. Á morgun er síðasti dagurinn.
Nú fer þetta að vera búið...
|