fimmtudagur, 27. desember 2007

Tapað fundið

Leit stendur yfir
að einhverju sem týndist.
Það var einhvern veginn
en ekki allt sem sýndist.

Tildrögin þau
að það fór að heiman
skildi búsmalann eftir
og bað menn að geym'ann.

Eitt er þó ekki síst
en enginn hefur á það minnst
að því verður víst ekki lýst ...

ekki fyrr en það finnst.


Þórarinn Eldjárn

miðvikudagur, 19. desember 2007

Skyrgámur

sá áttundi
var skelfilegt naut
hann hlemminn ofan' af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

Bara 5 dagar til jóla...

laugardagur, 15. desember 2007

8 dagar!!

Tad er ordid vodalega fínt og jólalegt í skólanum med adventskrans og allt:)



Helga auf dem Weihnachtsmarkt í örugglega alla vega 6 stiga frosti ad borda 1/2 metra langa grillpylsu;)

Knús og jólakvedjur frá Helgu

fimmtudagur, 13. desember 2007

Ég elska

að vera úti í mildri snjókomu sem bleytir á mér hárið á örskammri stundu, gerir það hvítt og lætur toppinn liðast.

sunnudagur, 9. desember 2007

Geggjaður driver


Fór í fyrsta ökutíman á föstudaginn. Geðveikt gaman. Ég beið eftir Þorvaldi í 10 mínútur afþví hann gleymdi mér... Honum fannst það mjög kjánalegt hjá sér og var endalaust að biðjast afsökunar. Mér fannst mjög gott að keyra bílinn sem hann var á en það var VW Passat... Má sjá hér til hliðar;-) En alla vega. Þegar hann var búin að kenna mér á helstu stanngir og hnappa í bílnum keyrðum við af plani FSu. Sem gekk bara nokkuð vel :-) Þangað til ég átti að stoppa... á rauðu ljósi fyrir aftan stóran vörubíl :-S. Þá barasta steig ég á bremsuna, en var búin að gleyma í brot úr sekúndu að ég var að keyra fínan VW en ekki John Deer. Þannig þegar ég steig á hemlana þá var eins og ég hefði stigið með öllum krafti á þá. Þorvaldur fékk alveg sjokk og ég var eins og kjáni þarna á bakvið stýrið. En annars gekk þetta áfallalaust. Keyrðum aðeins fyrir utan Selfoss. Gekk bara mjög vel. Og þótt ég sjálf segi held ég að ég verði bara ágætis bílstjóri. Hann var nú samt stundum hræddur um að ég sæti allt í einu með gírstöngina í hendinni en það er allt annað mál. Ég bara get ekki beðið eftir því að keyra meira.

föstudagur, 7. desember 2007

draumfarir

Ég er snillingur í að snúsa án þess að eiga vekjaraklukku með snústakka.

Í gærmorgun dreymdi mig draum þegar ég var rétt að vakna. Ég var að girða girðingu niðri við tjörnina í Hljómskálagarðinum. Það var gott veður. Allt í einu kom pabbi ríðandi á flottasta hesti sem ég hef séð og honum fylgdi heill hrossarekstur. Hesturinn sem pabbi reið minnti mig á Byl sem var til heima, fallega rauður með gljáandi felld, reistur og stæltur. Hann kom á urrandi ferð, yfirferðartölti sem var engu líkt.

Svo "hringdi" klukkan að nýju, snúsinu lokið og ég varð að láta mér nægja að labba í gegnum hljómskálagarðinn á leið minni í skólann.

fimmtudagur, 6. desember 2007

hLjómhlöðuharmleikur


Eitt sinn var hLjómhlaða sem fraus, en ljósið logaði á skjánum. ekki var hægt að slökkva á henni. En það kom að því að hún varð rafhlöðulaus þannig gefa varð henni rafstraum í æð. Ekki veit ég meira hvað gerist í framhaldi en ég vona það besta.

þriðjudagur, 4. desember 2007

Til hamingju með daginn

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæl' hún Jóhanna...
I dag er det Johannes fødslesdag, hurra, hurra, hurra...
Joyeux anniversaire, joyeux anniversaire...
Zum Geburtstag viel Glück, zum Geburtstag viel Glück...
Happy birthday to you, happy birthday to you...

Æi, þetta virkar eiginlega ekki nema þegar Helga syngur þetta allt í einum rykk...

mánudagur, 3. desember 2007

Ég elska

vetrarmyrkrið, það eitt kann að sýna mér dýrð stjarnanna.

1.,2.,3.,4....

Bara að minna fólk á það að það er merkisdagur á morgun.
EKKI gleyma því ;-)

fimmtudagur, 29. nóvember 2007

ljósakrónan

Kom inn í mjög gamalt hús í dag. Timburhús með fallegum gluggum. Innan dyra var mikið af hlutum, stórum sem smáum. Ég þvældist niður í kjallara, þar var fremur dimmt, þó var nóg af ljósakrónum af mörgum stærðum og gerðum. Annar gestur í húsinu gekk um á hæðinni fyrir ofan mig, það brakaði í gólfinu undan þunga hans. Er hann steig fæti niður beint fyrir ofan eina ljósakrónuna kviknaði á henni.

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

ZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZz

Vá ég er alveg geggjað þreytt og er að hugsa um að fara að sofa.

At hvile sig er det mest opslidende som du gör fordi du kan ikke lægge det fra dig og hvile dig lit... hihihi

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

súkkulaði

Er núna að gæða mér á dýrindis súkkulaði stykki. Nammmm. En á víst að vera að skrifa skýrslu sem ég er alveg að fara að gera núna... En ég sit núna á bókasafni FSu og er að vona að það komi ekki það öflugur sjálfti að sólflekarnir fari að hrinja niður. Ætli það sé ekki bara best að hugsa sem minnst um það...

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Alltaf að skemmileggja

Þessa dagana erum við alltaf að skemmileggja eitthvað í efnisfræði... í dag brutum við timbur og steypu.


Efst má sjá furu, hún þoldi bara 214 kg, beykið og ameríkufuran skutu henni sko ref fyrir rass og þoldu yfir 700 kg.

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Nýjar myndir!!

Margt hefur drifid á daga mína sídan sídustu bloggfaerslu. Fyrir utan tad ad ganga í skólann, aefa mig og laera heima er nóg um ad vera.

Tónleikar í Nürnberg!
Fimmtudaginn 8. nóvember fórum vid á tónleika med fílharmóníusveit Ungverjalands. Tónleikarnir voru í Nürnberg. Vid fórum nokkrir krakkar saman - ein stelpa úr hópnum ad nafni Anne baud okkur fyrst öllum í mat heima hjá sér (en hún býr í Nürnberg) og svo (eftir nokkurn rugling med ad rata:)) fórum vid á tónleikana sem var ótrúlega gaman!

Vid Moritz, hann er víoluleikari og alveg ad vera búinn ad laera tungubrjótinn um tryppin og tröllslygudu trússhestana... ekki slaemt verd ég ad segja!! (var ad spá í ad baeta vid hér fyrir aftan ,,af víóluleikara ad vera" en ég er ekki svo vond - svo ég sleppti tví:)) Skemmtilegur strákur med húmorinn í lagi:)
Vid heyrdum Danssvítu eftir Bartók, Haydn trompet konsert og Brahms synfóníu. Mikil upplifun. Stjórnandinn stjórnadi meira ad segja Brahms án partítúrs (ísl.: raddskrár;)) Ekkert smá flott tónleikahús líka... aetli nýja tónlistahúsid í Reykjavík verdi eitthvad í líkingu vid tetta?!?
Vid Marina med rósirnar okkar!! Hefdi verid gaman ad segja frá tví ad tveir myndarlegir ungir herramenn hefdu faert okkur taer... en verd víst ad svekkja lesendur med tví ad rós fylgdi med er prógrammid (ísl.:dagskráin) var keypt... Marina er píanóstelpa og valfag selló alveg eins og ég:) Ótrúlega fín og skemmtileg stelpa.
Eftir hámenningu kvöldsins tótti vel vid haefi ad skella sér á Burger King og fá sér ískalt kók eda ís ádur en vid héldum aftur heim á leid til Dinkelsbühl glöd og ánaegd eftir skemmtilega ferd:)


Verslunarleidangur til Würzburg!
Markmid: Dressa alla upp fyrir valsakvöldid!!
Allir hressir árla dags laugardaginn 17. nóvember á ,,brautarstödinni" í Dinkelsbühl. Tar stoppar engin lest en í stadin er haegt ad taka straetó:) Daniella nidursokkin í straetó- og lestaráaetlunina.
Vid Daniella- búnar ad finna rétta lest!
Tegar mikid er búid ad versla er naudsynlegt ad setjast einhversstadar á gott kaffihús og fá sér köku og heitt súkkuladi:) Frá vinstri: Daniella, Viktor, einhver sem tród sér med á myndina, Miriell.
Tad tekur á ad versla. Daniella adalstílisti bídur spennt eftir ad Miriell er búin ad máta hvíta skyrtu hinu megin vid tjaldid:)
Sumir voru ordnir svoldid treyttir á búdum tegar lída tók á daginn... og hvad er tá betra en ad slappa af í haegindastól og hlusta á tónlist á medan stelpurnar leita ad hvítri skyrtu fyrir Miriell??
Afrakstur dagsins á rúminu hennar Daniella!
Eftir vel heppnada verslunarferd var ekkert eftir nema ad skála fyrir deginum!
Daniella á tví midur samt engann tappatogara tannig ad frumstaeda adferdin vard ad duga;) Ef vel er ad gád sést tappinn fljóta um í flöskunni.


Tad er sem sagt allt gott ad frétta af mér! Vonandi er tad sama ad segja um ykkur! Hlakka til ad fá komment. Tusund knús frá Helgu

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Harry Potter

Fékk hvítan pakka sendan frá Danmörku í dag... Núna verður ekkert annað gert um helgina en að lesa...

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Alveg magnað

Mér finnst alveg magnað að ég geti setið hér við fínu nýju fartölfuna mína og pikkað inn nokkur orð og þá geti bara allir lesið það!
Í sumar hitti ég strák í Englandi sem kom frá Kína og við erum búin að vera senda e-mail síðan þá. Alveg magnað ég sit á Íslandi og hann í Kína!!!
En nóg um það. Búið að vera brálað að gera það sem liðið er af vikunni....(það er þriðjudagur)... en stundum er þetta bara svona. Söngkeppnin á fimmtudaginn og ball á föstudaginn... úff spurning hvort maður hefur orku í þetta allt.
En læt þetta gott heita í bili.

Alveg magnað

mánudagur, 12. nóvember 2007

Skammdegið og háu ljósin

Það ríkir sá misskilningur meðal ökumanna að aðeins bílstjóri fremsta bíls í röðinni blindist af háu ljósunum og því er óhætt að slá ljósunum upp í augu bílstjórans sem ekur öðrum bíl í röðinni. Þetta vandamál þekkist varla heima... þar mætast aldrei fleiri en tveir bílar í einu.

Ég minnist þess alltaf á veturna hversu indælt það er að aka bíl á sumrin.

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Milli svefns og vöku

Orri hefur lengi talað við mig um að ég tali upp úr svefni... sé oft að tala við Jóhönnu eða nefna hana á nafn. Ég hef helst ekki viljað trúa þessu. (Var satt að segja að vona að Orri væri bara eitthvað að stríða mér) En í nótt talaði ég svo mikið og hátt að ég vakti sjálfa mig...

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Playmobil...

Ég var að ganga frá playmóinu og vitið menn á meðan ég var að setja þetta ofan í kassa langaði mig að fara að leika mér með þetta!

Hver vill vera memm???

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Hey Tu!! -loksins nokkrar myndir aus Deutschland!!!

Ákvad ad skella fyrst inn einni mynd bara af mér... Tad gaeti jú verid ad tryggir lesendur tessa bloggs séu búnir ad gleyma tví hvernig einn medlimur bloggsins ,,tresostrer" lítur út. Ástaedurnar gaetu verid léleg blogg og myndaframmistada eda nokkud löng fjarvera vidkomandi frá hinu kalda fróni:)
Litli saeti dúkkulísu baerinn minn, Dinkelsbühl! Eldgömul hús í öllum regnbogans litum.
Íbúdin mín eins og hún var í september tegar ég flutti inn. Viljid ekki endilega vita hvernig tar lítur út núna...
Nei, nei bara grín, tad er ad sjálfsögdu alltaf hreint og fínt og veltiltekid hjá mér;)
Rétt fyrir utan borgarmúrinn er mjög fallegt... lítil stöduvötn, engi, blóm, fuglar o.s.frv.
Nicole og Bettina. Vid einn af okkar fraegu kvöldverdum:) Erum algerir snillingar í pasta, samloku gerd og spaelingu eggja. Ótrúlega fínar stelpur. Nicole (t.v.) spilar á tverflautu en Bettina (samkvaemt edli málsins t.h.) syngur:)
Daniella med gítarinn... Líka ótrúlega fín stelpa:) Ekki adalfag gítar samt heldur tverflauta;)
Alex, ég og Viktor. Heima hjá mér eftir mikid spjall kvöld og svolítid af myndavélapósum af teirra hálfu. Teir voru ad reyna ad staela Gudrúnar/Helgu pós syrpuna sem hangir fyrir ofan rúmid mitt... en ég verd ad segja ad teir komust ekki med taernar tar sem vid Gudrún höfum haelana!!!
Jamms ég er enn sama bullukollan!! Tad eldist líklega ekki af mér:)
... og ég verd ad segja ad strákarnir voru ekki lengi ad laera íslenska sidi og venjur!!
Fyrsti snjórinn!!!! Hann sést ef madur tekur mjög vel eftir:) Fannst tetta einfaldlega snidugt!
Am Tegernsee:) Svolítid kuldalegra en tegar ég var tar sídast!!
En engu ad sídur óskaplega fallegt... trén enn í haustlitunum og snjór í fjöllunum.
Vedrid var yndislegt, gerist ekki betra haustvedur. Vid bordudum meira ad segja úti oftar en einu sinni og oftar en... nei eiginlega bara tvisvar;)
Já ég var einfaldlega heillud af litunum... tad var sem trén glódu í síddegissólinni.
Og fjöllin í bakgrunn med snjó á toppunum:)
Sonnenuntergang am Stadelberg:)
Fjallgöngugarpar ad gera sig klára í átökin:) Já tad var sko ekki bara setid heima yfir kaffi og kökum... tó ad tví hafi ad sjálfsögdu heldur ekki verid sleppt!!

Helga kvedur ad sinni:D
Auf wiedersehen!


laugardagur, 3. nóvember 2007

Það þarf svo lítið til

Velti oft fyrir mér hversu stór áhrif lítið bros getur haft

föstudagur, 2. nóvember 2007

Einn tími!

Hversu pirrrrrrrandi getur það verið að mæta í tíma kl. 8.20 og þurfa svo ekki að mæta í tíma fyrr en í síðasta tíma sem byrjar kl. 13.30...

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

Nóvember

Fyrir þá sem skildu ekki hafa tekið eftir því þá er komin fyrsti nóvember. Og vitiðið hvað það þýðir? Að eftir einn mánuð og fjóra daga á ég afmæli. Pælíðíði!!! Ég er verri en sex ára börn eða allavegna að mati Guðnýjar. En það er svo gaman að eiga afmæli.

Ég var geggjað ánægð. Átti að fara í stæ 103 próf áðan eeeeeeeeeeeeeeeeeeen nemendaráð skoraði á kennarana í íþróttakeppni þannig hann féll niður.

Yndislegt...

miðvikudagur, 31. október 2007

Tillaga

Fyrir þá sem hafa lítið við tímann að gera: Lesið Markaðinn sem fylgdi fréttablaðinu í morgun.

Gróðurhús, frystihús, sundlaug eða skóli???

Það er góð spurnig hvað er besta orðið yfir FSu. Eins yndislegur þessi skóli er þá hefur hann sína galla eins og allt annað...

þriðjudagur, 30. október 2007

Hver ákvað???

Hver ákvað að laugardagur og sunnudagur ættu að vera eitthvað merkilegri en aðrir dagar??? Hver veitti sér það leyfi að setja frí á þessa daga.

Það hefði svo einfaldlega geta verið öfugt...hafa frí mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hafa föstudaga laugardaga og sunnudaga vinnudaga???...
En það er svo margt skrítið sem maður skilur ekki
Eða eins og maðurinn sagði það er margt skrítið í kýrhausnum............................................................
Hugsi svo hver fyrir sig

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

mánudagur, 29. október 2007

Sem hvítt ský kom fyrsti snjórinn í nótt


Við Jóhanna fórum í frábært afmæli um helgina. Guðrún Nína, Stebba og Lórey tóku sig til og héldu þetta fína teiti. Ég tók mér það bessaleyfi að nota mynd frá Guðrúnu.
Nú sit ég við gluggann minn og horfi á snjókomuna. Ég labbaði úr Kringlunni áðan og heim á meðan snjórinn gerði dökk bláa trefilinn minn alveg hvítan. Mér var samt ekkert kalt. Mér finnst fallegt að horfa á snjókornin líða rólega niður. Svo verða trén líka svo falleg þegar snjórinn leggst á greinarnar.
p.s. hver getur sagt mér úr hvaða ljóði titillinn á þessari færslu er?

Góóóóóóóóð helgi...

Jæja núna er komin mánudagur en mér finnst það vera sunnudagur því að ég er í vetrarfríi...En þetta vetrarfrí er búið að vera mjög gott. Fyrist málaði ég herbergið mitt og setti upp nýjar gardínur og umturnaði röðunni á húsgögnunum. Það tókst bara nokkuð vel. En á laugardeginum skrapp ég í höfuðborgina til að kanna skemmtanalífið þar. En ég fór ásamt Dóru í afmæli Guðrúnar, Lóreyjar og Stebbu. Alveg geggjað partý og ógeðslega gaman. Á sunnudeginum var eiginlega ekkert gert nema að sitja í rútu heim og horfa á danskan sakamálaþátt. Í dag er ég svo búin að vera að flytja dótið aftur inn í herbergið mitt. En maður verður víst líka að læra þannig ég fer að snúa mér að því núna.
En við heyrumst síðar....

Hey reynið að segja þessa setningu: Það fer nú að verða verra ferða veðrið

... híhí erfitt ekki satt.
Dóra þú ert snillingur...

sunnudagur, 28. október 2007

Kirkjuklukkurnar

Ég veit um eitt sem gerir það yndislegt að vakna í Reykjavík á sunnudagsmorgni...

þriðjudagur, 23. október 2007

Ég keypti mér kerti... og kveikti á því

laugardagur, 20. október 2007

Est-ce que tu as faim?

Stundum borða ég af því að klukkan segir svo.
Stundum get ég ekki hugsað fyrir hungri.
Stundum er svo gaman að ég gleymi að borða.
Oftast borða ég bara af því að ég er svöng.

miðvikudagur, 17. október 2007

Það er svo gott að sofa

Ég var að hugsa á leiðini í rútunni í morgun hvað það er gott að sofa. Ég meina það er eininlega allra bóta mein. Ef þú ert í fúlu skapi farðu að sofa, ef þú ert í vondu skapi farðu að sofa, ef þú ert í góðu skapi farðu að sofa og ef þú ert þreyttur þá er lang besta ráðið að fara að sofa... En ef maður hugsar of mikið um þetta þreytist maður og þá er eins gott að fara bara stax að sofa og gleyma öllu sem ógert er. En af öllu þessu svefn tali syfjar mig svo óskaplega að ég hugsa að ég fari bara að sofa. Og áður en ég fer að telja hvað ég er búin að skrifa "Að sofa" oft þá ætla ég bara að hætta þessu og snauta beint í rúmmið...ZZZzzzZZZ

sunnudagur, 14. október 2007

Rafmagnslaust

Áðan fannst mér eins og einhver hefði kippt mér áratug aftur í tímann. Við mæðgur sátum og horfðum á danska þáttaröð í sjónvarpinu þegar rafmagnið fór. Þetta gerðist oft á veturna þegar ég var minni en ég er núna. Þá varð ég hrædd fyrst, hrædd við myrkrið. Síðan fann mamma oftast vasaljósið og kveikti á mörgum kertum, afi kom upp stigann með kerti í hendinni og þá var bara notalegt að sitja við ljósin og spjalla saman.

Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir rafmagnsleysi, það verður eins og gefur að skilja alveg dimmt, hvergi er birtugjafi, ekki einu sinni úti. Rafmagnsleysinu fylgir líka kyrrð, það fer engill um húsið og það er eins og allir verði rólegri og meira afslappaðir.

Nú til dags stoppar rafmagnsleysið reyndar bara stutt við. Ég var hálfnuð út ganginn að sækja vasaljósið þegar rafmagnið kom á ný og við lukum við að horfa á þáttinn.

Engu að síður var gaman að verða 10 ára aftur...

laugardagur, 13. október 2007

Saga af úri

Einu sinni var maður, hann hét Sigurður, var bóndi og bjó á Hæli. Hann átti eitt sinn armbandsúr sem hann gekk með hvunndags. Eitt sinn gerðist það að hann týndi úrinu og skyldi hann ekki hverju það sætti. Hann kippti sér þó ekki mikið upp við það heldur fjárfesti í nýju úri um leið og efni stóðu til. Mörgum árum síðar, nánar tiltekið í síðustu viku, var Sigurður að slétta og moka skít ofan af planinu fyrir utan fjárhúsið. Hann notaði til þess forláta dráttarvél með stórum ámoksturstækjum sem hann hafði nýlega keypt. Þegar hann var orðinn sáttur með verkið stökk hann út úr Jóni Dýra. Hann stóð smá stund og virti fyrir sér verkið, hann var sáttur og ánægður. En þar sem hann stóð á miðju planinu tók hann eftir úrskífu við fætur sér. Þar var þá úrið fundið. Hefði hann farið millimeter neðar með dráttarvélarskóflunni, þá hefði hann eyðilagt úrið, eða mokað því upp á kerru.

Köttur úti' í mýri, setti' upp á sér stýri, úti' er ævintýri...

fimmtudagur, 11. október 2007

Allt BRJÁLAÐ að gera

Jæja núna er komin fimmtudagur sem þýðir að það var miðvikudagur í gær og föstudagur á morgun. Sko ég man suma hluti ;-D En undanfarnar tvær vikur hefur allt verið á fulllllllu... Var í fimm prófum í þessari viku og skilaði einu stóru verkefni... en núna er sem betur fer bara eitt próf eftir hehe... þessari viku maður veit nú aldrei hvað næsta vika ber í skauti sér. En ég geri nú fleiri hluti en að vera í skólanum(þótt ég eyði stæsta hluta dagsins þar) en það er ball á morgun og ég held að það verið gegggggjað gaman. Anna frænka ætlar að koma líka og það verður geggjað stuð...En þetta er Halloween ball og þá er nú um að gera að hafa það eins langt í burtu og hægt er til að gera þetta meira spúúúúkí...ég hræddi bara sjálfa mig með þessu....hehe en það er í Njálsbúð. en var að fatta í þessum skrifuðu orðum að þetta ball er á vegum starfsemi innan skólans þannig kannski er skólinn lífið eða lífið skóli allt eftir því hvernig menn vilja snúa því...en áður en ég fer að deila með ykkur of djúpum pælingum þá ætla ég bara að segja þetta gott.

laugardagur, 6. október 2007

Mikið er alltaf gott að vera heima.

Nú er sólin sest bakvið Háholtsfjall og hún litar himininn alveg appelsínugulan. Ég sit niðri í borðstofu við kertaljós. (engin loftljós hér og erfiðara að reikna í myrkri) Veðrið er búið að vera yndislegt í dag, héðan úr stofunni sé ég líka trén í garðinum sem eru bæði græn, gul og rauð. Ég talaði við Helgu í síma í dag. Hún var hress og kát, sagðist hafa farið í partý í gær þar sem flutt voru tónverk á bjórflöskur. Hún sagðist hafa verið hljómfögur þríund.

Í gær tókum við slátur. Mamma fól upp á meðan við pabbi saumuðum fyrir, það gekk mjög vel og við pabbi fórum í keppni um hvort gæti saumað hraðar. Ég ábyrgist að það kom þó ekki niður á saumaskapnum... Ég hitti líka Sigurð Inga dýralækni í gær. Alltaf gaman að spjalla við hann. Við komumst að þeirri niðurstöðu að líklega væri frostmark kindablóðs ekki svo frábrugðið frostmarki kúamjólkur. Svona til fróðleiks þá frýs mjólk við u.þ.b. -0,5 gráður á celsius skala.

miðvikudagur, 3. október 2007

HANDI

Jæja núna er klukkan orðin svolíði margt og það eina sem ég er að gera fyrir utan að skrifa þessa setningu er að bíða eftir að batteríið er orðið það lágt að það megi hlaða það. En ég hlakka alveg mergjaðslega til helgarinar. Ekki að ég ætli að fara að gera eitthvað sérstakt heldur er þessi vika bara búin að vera brjáluð og næsta hálfum verri þannig það er eins gott að safna kröftum. En það er nú bara miðvikudagur þannig það er kannski aðeins of snemt að fara að tala um helgina. Og aðeins of seint að tala um þá síðustu(sem ég ætla samt að gera). En um síðustu helgi fórum við öll fjölskyldan upp í Grafarvogs kirkju. En þar átti að veit Nýsköpunraverðlaun grunnskólana árið 2007. Og vitið menn ég og Dóra áttum báðr hlutverk við þessa athöfn. Ég átti að taka á móti verðlaunum en Dóra að afhenda þau ásamt Klöru og forsetanum og sitja við hliðin á menntamálaráðherranum. En þetta gekk allt ljómandi vel fyrir sig. en það sem merkilegast var að verlaunagripurinn í ár var smækkuð mynd af uppfinningu sem Dóra og Klara fundu upp í 4 bekk en það var hinn bráðsniðugi Handi. Núna á ég einn slíkan:-) En undir þessum verðlauna grip stóð "HANDI Dórótea Höeg Sigurðardóttir og Klara Jónsdóttir". Nema undir mínum stóð "HANDI Stóra systir og Klara" sem mér þótti alveg einstaklega skemmtilegt.
En núna er batteríið alveg að verða búið bæði í mér og í tölvunni þannig ég segi þetta gott um síðbúið blogg um atburði helgarinnar.

Hjóla, án þess að nota hendurnar

Ég missti alveg af því að læra að hjóla án þess að nota hendurnar... (það er líka frekar erfitt á malarvegi) Ég held þess vegna stífar æfingar þessa dagana og gengur bara nokkuð vel! Ég reyni það reyndar ekki í miklu roki... vil ekki eiga á hættu að fjúka út í tjörn. (Það hlytist nefnilega svo mikið vesen af því)

Ég er líka búin að komast að því að margar malbikaðar götur eru eins í laginu og tún sem hafa verið plægð á réttan hátt... (þær eru efstar í miðjunni og hallar út að gangstéttunum báðu megin.)

hjólakveðjur

mánudagur, 1. október 2007

Hvað er það við Tónlistarskóla Árnesinga sem fær mig alltaf til að líða vel? Mér dettur ýmislegt í hug:
-þar er alltaf allt svo heimilislegt
-allir þekkja alla
-andrúmsloftið er létt og skemmtilegt
-Ragnhildur á skrifstofunni
-frábærir kennarar
-tónar í hverju skúma skoti
-aðstæður til að hugsa um eitthvað allt annað en eiginleika steypu í togspennu eða tvinnfallagreiningu

Veit að þetta er alls ekki tæmandi listi... dettur ykkur fleira í hug?

laugardagur, 29. september 2007

Er að drukna í rusli...

Ég hef það hæfileika (sumir segja galla) að sanka að mér hlutum. Sem ég tel bara ágætan kost svo lengi sem það er ekki bara eintómt drasl! En ég á það líka stundum til að sanka að mér drasli... og núna er þetta farið að vera langsótt þegar maður er beðin um að sanka sorpi að sér í skólanum! Og athuga hvað það er þungt! En maður er nú alltaf svo samviskusamur þannig núna sit ég uppi í eldhúsi og er að skrifa skýrslu um sorp. En hversu fáránlegt sem þetta getur verið þá er þetta bara eins og hver annar skítur sem þarf að moka. En áður en ég kæfi ykkur í þessari ruslfærslu þá er ég bara að hugsa um að hætta og reyna að eiga við ruslið mitt...

Haustferð Naglanna

Fór í haustferð í gær. Það var mjög gaman.

Birgðir kannaðar í morgunsárið
"Tjaldhúsið" sem þakið fauk af
Tökum við okkur ekki vel út með hjálmana?!?

miðvikudagur, 26. september 2007

Var að enda við uppvaskið

Mikið ofboðslega er vatnið hér í Reykjavíkinni heitt... það minnir mig á þegar við vorum litlar og áttum að þvo tuskurnar fyrir og eftir mjaltir. Hvað ætli það vatn hafi verið heitt Helga? Ótrúlegt hvað maður gat samt vanist því...

þriðjudagur, 25. september 2007

Alltaf að læra eitthvað nýtt

Í vor er leið lærði ég að niðri við Sæbraut stendur listaverk sem heitir Sólfarið. Í haust tók ég svo eftir því að ef ég hjóla niður Frakkastíginn í átt að sjónum (eins og ég geri þegar ég ætla í Bónus) þá stefni ég beint á Sólfarið. Það er ótrúlegt hvað borgin minnkar eftir því sem ég kynnist henni betur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri hnit í hnitakerfið mitt...

sunnudagur, 23. september 2007

Sést af þriðju hæð...

þegar ég setti fótinn í fyrsta skipti inn í FSu sem nemandi þar í haust kom Dóra með mér, mér til halds og trausts. Hún sagði mér að það sem væri stór kostur við borðið á bakvið tréð Guttorm að það sér mann enginn. Ég var alveg sammála henni þessum kosti. En þegar ég var að bíða fyrir utan stofu 315 um daginn sá ég að þaðan sér maður borðið. Hehe ekki eins og það skiptir neinu máli en það sést...

Af hardfisk og hindberjum;)

Smakkadi hardfisk í dag á Herbsfest í Neustadt vid Íslandsstandinn:) skodudum einnig ljósmyndasýningu frá Íslandi:) nokkud gaman bara og fyndid ad tad skildi akkurat vera hér á sama tíma og ég:) Svona er nú heimurinn lítill og veröldin skrítin!!!

Annars fengum vid ekkert smá góda hindberjarjómaköku hjá ömmunni. Ný tínd ber úr gardinum og vid fengum afganginn... fulla skál af berjum til ad borda á leidinni til Dinkelsbühl:)

En sem sagt ný vika ad fara ad hefjast! Vonandi kemst ég sem fyrst í netsamband - annars verd ég bara ad bara ad bída eftir naestu heimsókn til Langenfeld til ad blogga og tid ágaetu lesendur naer og fjaer líka eftir naesta pistli:)

Knús og kram

Helga

laugardagur, 22. september 2007

ABCD - jólalegt???

Í fyrsta sinn i Týskalandsdvöl minni kemst ég i almennilegt netsamband... Tetta er tó nokkur Q-vending (lesist: Kúvending) frá tví í sumar ad hafa setid vid tölvuna um 8 tíma á dag og svo varla komist á internetid í nokkrar vikur... En aetli tad sé ekki bara hollt fyrir mann ad komast ad tví hvernig fólk lifdi fyrir daga internetsins;)



Margt hefur drifid á daga mína sídan sídasta blogg ( ég er svolítid stolt af mér ad hafa fundid íslensku kommuna á lyklabordinu:D) Ber tar haest félagslíf innan skólans sem og utan hans en tad er til fyrirmyndar í alla stadi:) Partý tridjudag, rock-pop tónleikar tar sem hver sem er mátti spila á midvikudag, DVD kvöld á fimmtudag og svo heimsókn alla helgina hjá Betina (klassiskur söngur):) (sem inniber nokkrar baejarhátidir, med meiru, fá loks eitthvad almennilegt ad borda:) nei grín pabbi ég er dugleg ad elda mér og borda!!! engar áhyggjur:))

Og já á medan ég man tá er tad skólinn líka;) Tad er mjög gaman!! Eins og fyrirsögnin gefur til kynna tá get ég nú spilad ABCD á selló en svona ykkur öllum ad segja var mín heldur ánaed med árangurinn tegar hún kom í annan tímann sinn og sýndi stolt kennaranum árangur erfidis sídustu viku;) Og hvad sagdi kennarinn... já fínt en af hverju jólalag??? Jebbs Tjódverjar kunna sem sagt ekki ABCD nema sem jólalag sem sagt:) smá glatad...

Hér skartar náttúran sýnu fegursta:) haustlitirnir eru ekkert smá fallegir!!! Dinkelsbühl er alveg ótrúlega fallaegur baer:)

En nú aetla ég ad segja tetta gott í bili.... hvad aetti ég ad fara ad gera... hmm spila á píanóid... syngja?? spila jólalag á sellóid!!! Tetta er frábaert!!

KNÚS til allra:)

föstudagur, 21. september 2007

Mér finnst fiskur góður

Er ekki ákveðin þversögn fólgin í því að fara úr sjávarplássinu (Reykjavík), færa sig innar í landið, upp til fjallanna og hafa svo sjávarfisk í matinn? Mig langaði bara svo í fisk...

miðvikudagur, 19. september 2007

Það er eitthvað fallegt við morgna

Morgnar eru tími sólarhringsins sem mér þykir mikið til koma. Á mánudögum, þegar ég keyri til Reykjavíkur, sé ég þetta mjög glöggt. Síðastliðinn mánudag sá ég til dæmis sólina koma upp bak við Heklu (reyndar sá ég það í baksýnisspeglinum en það var samt sem áður tilkomumikið). Á svoleiðis stundum langar mig mest að vera skáld. Geta lýst því sem ég sé og upplifi í fallegum orðum. Í morgun fór ég snemma á fætur... Það var allt önnur stemmning að hjóla á götum borgarinnar svona snemma dags, miklu meiri kyrrð. Morgnar eftir rigningarnætur eru líka alveg einstakir, svo hreinir og ferskir.



Þessar baldursbrár brostu við mér í rigningunni þegar ég kom heim úr skólanum í dag.

sunnudagur, 16. september 2007

Þýskalandsblogg...

Við Helga ákváðum að fara bakdyramegin að þessu... hér kemur sem sagt blogg frá Helgu, skrifað á sjálfan réttardaginn þann 14. september síðast liðinn. Njótið:

Gledilegar rettir allir saman!!!

Bjo adan til rettarsupu a la Helga!!! Hun saman stod af spaghetti, pylsum, einni gulrot og halfri papriku:) ansi gott midad vid frumraun i rettarsupugerd verd eg ad segja....

Annars var vist komin timi a ferdasögu... Dvaldi fyrst hja ömmu i Danmörku i nokkra daga. Tar leid timinn hratt og for i ad lata ser lida vel, spjalla vid ömmu um heima og geyma eins og okkur einum er lagid:), versla sma, fara i gönguferdir, afmaeli hja Fridrikku, og svo framvegis og framvegis... Helt svo tilTyskalands tar sem eg stoppadi i nokkra daga vid der schöner Tegernsee!!! Frabaert ad koma tanngad aftur... Nu er eg svo byrjud i skolanum af fullum krafti!! Tad er frabaert:) for i fyrsta piano timann i dag. Heimavinnan er ad laera utanbokar - ekki min sterka hlid. Tannig ad tetta tekur strax a sem er bara gott;) Krakkarnir her eru otrulega finir:) I gaer var svona saman hrinstings party! Tad var mjög gaman!! En va faer madur feita minnimattarkennd... Tau eru öll geggjad god a hljodfaerin sin!!!!Fekk ad hlusta a strengjasveitaraefingu og tau spiludu beint af bladi eins og tau hefdu aeft saman i halft ar!!! (svona naestum tvi;) og ekkert i neinu largo tempoi oh sei sei nei)

Her er svo gott vedur og haustlitirnir ad koma! Tad er svo fallegt. Vildi ad eg gaeti sett inn myndir af tvi. Dinkelsbühl er svo fallegur baer. Eldgömul hus i öllum regnbogans litum med fallegum blomum!!

Sit nuna i tölvu"herberginu" (ein tölva uti i horni a fundarherbergi kennara.... ja Dora tarna miskildum vid eitthvad...) og skrifa. Strakur a tridja ari er ad aefa sig her a pianoid sem her er... allt mjög heimilislegt sem sagt.

Ef einhverjum skyldi finnast ferdasagan eitthvad gloppott ta minni eg bara a ad hun kemur ut i lengri utgafu fyrir jolin fyrir ahugasama lesendur... og ja svo get eg einnig baett vid ad Arni hjoladi i Kopavoginn a menningarnott.

Mig hefur dreymt rosalega mikid sidaneg kom hingad. Fyrstu nottina i ibudinni dreymdi mig ad eg hefdi verid a torrabloti ad dansa vid afa a Haeli:) Soldid skondinn draumur... en mer leid voda vel tegar eg vaknadi... tad var eins og hann aetladi ad fylgjast med mer i tonlistarnami minu her i Tyskalandi og hlusta a mig aefa mig eins og hann gerdi tegar eg var litil:)

Vona ad tid hafid tad öll gott!!! og endilega kommentid!!! eg er svo spennt ad heyra fra ykkur!!!!
Bestu kvedjur Helga

þriðjudagur, 11. september 2007

11. september var líka þriðjudagur fyrir 6 árum

Ég er orðin þreytt á að vera kvefuð... get hér með staðfest að það er hundleiðinlegt. Markmiðið er samt að vera orðin alveg hress í réttunum, og nú fer að styttast verulega í þær! Mikið verður nú gaman, held að heimilisfólkið heima ætli að sækja alla reiðfæra hesta heim þannig að sem flestir geti riðið í réttirnar og svo verður auðvitað tvímennt heim!

Ég sendi hér með kærar kveðjur frá Þýskalandi. Helga var að reyna að setja inn blogg hér en það gekk víst eitthvað brösulega til að byrja með. (það er ekkert grín að tækla þýskar tölvur)

P.s. mig dreymir á hverju hausti um að vera fjallmaður, einhvern daginn læt ég það eftir mér að fara aftur á fjall. Þeir gista í Gljúfurleit í nótt. (þess má geta að ég var einmitt á fjalli á þessum degi fyrir nákvæmlega 6 árum síðan, þá var líka þriðjudagur)

mánudagur, 10. september 2007

Sumt er getur verið sovlítið öfugsnúið

Sko ég óg Dóra reynum eftir bestu getu að hittast þegar tími gefst til. Það á t.d. við um helgar. En hlutirnir verða hrikalega öfugsnúinir þegar ég er í bænum yfir helgina og Dóra heima á Hæli. Þá mætti bara halda að við værum að forðast hvor aðra! En þannig er það EKKI. Núna er Helga komin til Þýskalands og ég er strax farin að sakna hennar. En tíminn líður hratt og sérstaklega á annarri gerfihnattaöld (Því fyrsta gerfihnattaöldinn var á síðustu öld:)
Ég er að gera alla vitlausa í kringum mig, því að ég er eins og lítill krakki sem getur ekki beðið eftir því að opna pakkana á jólunum, því að ég get einfaldlega ekki beðið eftir réttunum sem er með skemmtilegri dögum á árinu.
En þetta er nóg í bili.

fimmtudagur, 6. september 2007

Af fótboltamóti

Þessi vika er búin að líða ótrúlega hratt... Skil eiginlega ekki alveg hvað varð af henni. Það gæti reyndar haft áhrif að ég þarf ekki að mæta í skólann á morgun og nældi mér þar með í langa helgi! Það er frábært.

Ég fór á fótboltamót áðan, það var haldið fyrir framan Aðalbygginguna. Ég hef aldrei tekið eftir hvað sá grasbali er ósléttur fyrr en núna. Strákarnir sem kepptu fyrir umbygg stóðu sig með prýði og unnu sinn riðil. Ég vil meina að það sé dáldið mér að þakka þar sem ég var eini stuðningsmaður þeirra á svæðinu... Ég reyndi að kalla eitthvað eða klappa þegar þeir skoruðu og svona, annars kann ég ekkert að fara á fótboltaleiki.

miðvikudagur, 5. september 2007

Alveg ágætur dagur

Jæja ég var að stíga út úr nát 123. Það var með erfiðustu tímum sem að ég hef farið í. Ég settist niður kveikti á tölfuni. Þá kom Ester og sagði að þeir sem væru búnir með skýrsluna mættu fara eftir að hún væri búin að taka mynd af okkur. Þvílíkt púl ;-)
En ég er að hugsa um að fara að læra núna gera eitthvað af viti svona einu sinni
Það er ekki meira í þetta skipti.

mánudagur, 3. september 2007

Það rignir og rignir

Haust
Þú byrgir þig sól, svo björt og heit
í bláfjallanáttstað þínum
og söngfuglar hverfa úr hverri sveit,
sem hrifu með tónum sínum.
Það haustar og bliknar hver rós í reit
og rökkvar í huga mínum.

Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti

Það hefur eflaust einhverjum þótt broslegt að horfa á eftir mér hlaupa, með skólatöskuna á bakinu, fiðlu í annarri hendinni og víólu í hinni, í gegnum pollana og berjast á móti rigningunni... alveg að missa af rútunni. Er ekki haustið dásamlegt?

föstudagur, 31. ágúst 2007

.....Æi mér dettur aldrei almennilegt titilnafn í hug...

Þá er komin föstudagur. Ef að það skildi hafa farið framhjá einhverjum. Ég fór bara í skólan og byrjaði á NÁT 103 eftir það þurfti ég að hlaupa út í Tónlistaskóla Árnesinga í spilatíma. Eftir það var umsjón.... þá kom aftur spilatimi.... og síðast en ekki síst enska hjá Ægi Pétri. Þannig það mætti kalla þetta alþjóðlegi hlaupadagurinn hennar Jóhönnu.
En á morgun er busaball með DJ Páll Óskar. Það verður vonandi gaman.
Það er ekki meira í þetta sinn
er að fara að afla mér fróðleiks
yfir til þín..............Mr. X

Komin lengra inn í land...

... burtu frá sjónum. Heyrði meira að segja í útvarpinu: "Kaldast á landinu í nótt var á Hæli í Hreppum." Ég tók reyndar ekkert eftir því, svaf bara mínum væra svefni undir sænginni hennar ömmu Nunnu. Mikið er nú gott að vera í sveitinni, fór með pabba í fjósið í morgun og helti mér svo beint í að lesa efnafræði.

Sumarið er tími...

Þá er það síðasti vinnudagurinn og sumarið á enda... Þetta er búið að vera frábært sumar og þakka ég því bara kærlega fyrir komuna.

Ég býð þó ekki síður kærlega velkominn, veturkonung því hann mun án efa hafa marga spennandi og skemmtilega hluti í för með sér:)




...og eins og allur annar tími líður það og tekur loks enda;)

fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Landkrabbar við höfnina



Helga og Jóhanna komu í heimsókn fyrr í vikunni. Við uppsveita stelpur ákváðum að kíkja aðeins á sjóinn... það var frábært veður.

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Jam og jæja

Jæja núna er ég búin að vera í nokkra daga í FSu og líkar bara nokkuð vel. Kann vel að meta fjölbrautakerfið. Fólkið er fínt og allt er bara gott. Akkúrat núna ætti ég að sitja í tíma að hulusta á fróðleik um eðlisfræði en ég var bara svo ótrúlega dugleg heima hjá mér að ég fékk bara að fara. Alveg yndislegt. Er að fara að skrifa tímaritgarð núna á eftir í ísl um álitamál. Vonum bara að það gangi vel
Það verður víst ekki meira í bili.

Hvenær ætli fari að snjóa??

Hvað er eiginlega málið með tannlækna?? 8515kr fyrir 15mín - það eru btw 568kr á mínútuna!!

En í staðin fyrir að væla út af því get ég nú glaðst yfir því að vita að allar tennurnar mínar eru heilar og fínar... og það er nú gott:D

Er þetta ekki bara ekta veður til að fara í Pollý Önnu leikinn??
...vill einhver vera með?

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

2x útskrift + kveðjuhóf

Boðið var upp á lasagne à la Bolette


Það voru haldnar þessar fínu ræður


Svo komu leynigestir...


Systur útskriftarnemanna... sumir byrjuðu á eftirréttinum


Hláturinn lengir lífið


Ætli það sé svipað að vera í kvikmyndaskóla í DK og tónlistarskóla í Þýs?



Það var fjör í tiltektinni daginn eftir