Haust
Þú byrgir þig sól, svo björt og heit
í bláfjallanáttstað þínum
og söngfuglar hverfa úr hverri sveit,
sem hrifu með tónum sínum.
Það haustar og bliknar hver rós í reit
og rökkvar í huga mínum.
Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti
Það hefur eflaust einhverjum þótt broslegt að horfa á eftir mér hlaupa, með skólatöskuna á bakinu, fiðlu í annarri hendinni og víólu í hinni, í gegnum pollana og berjast á móti rigningunni... alveg að missa af rútunni. Er ekki haustið dásamlegt?
mánudagur, 3. september 2007
Það rignir og rignir
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 8:52 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|