þriðjudagur, 25. september 2007

Alltaf að læra eitthvað nýtt

Í vor er leið lærði ég að niðri við Sæbraut stendur listaverk sem heitir Sólfarið. Í haust tók ég svo eftir því að ef ég hjóla niður Frakkastíginn í átt að sjónum (eins og ég geri þegar ég ætla í Bónus) þá stefni ég beint á Sólfarið. Það er ótrúlegt hvað borgin minnkar eftir því sem ég kynnist henni betur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri hnit í hnitakerfið mitt...