Ég er snillingur í að snúsa án þess að eiga vekjaraklukku með snústakka.
Í gærmorgun dreymdi mig draum þegar ég var rétt að vakna. Ég var að girða girðingu niðri við tjörnina í Hljómskálagarðinum. Það var gott veður. Allt í einu kom pabbi ríðandi á flottasta hesti sem ég hef séð og honum fylgdi heill hrossarekstur. Hesturinn sem pabbi reið minnti mig á Byl sem var til heima, fallega rauður með gljáandi felld, reistur og stæltur. Hann kom á urrandi ferð, yfirferðartölti sem var engu líkt.
Svo "hringdi" klukkan að nýju, snúsinu lokið og ég varð að láta mér nægja að labba í gegnum hljómskálagarðinn á leið minni í skólann.
föstudagur, 7. desember 2007
draumfarir
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:29 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|