laugardagur, 29. september 2007

Er að drukna í rusli...

Ég hef það hæfileika (sumir segja galla) að sanka að mér hlutum. Sem ég tel bara ágætan kost svo lengi sem það er ekki bara eintómt drasl! En ég á það líka stundum til að sanka að mér drasli... og núna er þetta farið að vera langsótt þegar maður er beðin um að sanka sorpi að sér í skólanum! Og athuga hvað það er þungt! En maður er nú alltaf svo samviskusamur þannig núna sit ég uppi í eldhúsi og er að skrifa skýrslu um sorp. En hversu fáránlegt sem þetta getur verið þá er þetta bara eins og hver annar skítur sem þarf að moka. En áður en ég kæfi ykkur í þessari ruslfærslu þá er ég bara að hugsa um að hætta og reyna að eiga við ruslið mitt...

Haustferð Naglanna

Fór í haustferð í gær. Það var mjög gaman.

Birgðir kannaðar í morgunsárið
"Tjaldhúsið" sem þakið fauk af
Tökum við okkur ekki vel út með hjálmana?!?

miðvikudagur, 26. september 2007

Var að enda við uppvaskið

Mikið ofboðslega er vatnið hér í Reykjavíkinni heitt... það minnir mig á þegar við vorum litlar og áttum að þvo tuskurnar fyrir og eftir mjaltir. Hvað ætli það vatn hafi verið heitt Helga? Ótrúlegt hvað maður gat samt vanist því...

þriðjudagur, 25. september 2007

Alltaf að læra eitthvað nýtt

Í vor er leið lærði ég að niðri við Sæbraut stendur listaverk sem heitir Sólfarið. Í haust tók ég svo eftir því að ef ég hjóla niður Frakkastíginn í átt að sjónum (eins og ég geri þegar ég ætla í Bónus) þá stefni ég beint á Sólfarið. Það er ótrúlegt hvað borgin minnkar eftir því sem ég kynnist henni betur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri hnit í hnitakerfið mitt...

sunnudagur, 23. september 2007

Sést af þriðju hæð...

þegar ég setti fótinn í fyrsta skipti inn í FSu sem nemandi þar í haust kom Dóra með mér, mér til halds og trausts. Hún sagði mér að það sem væri stór kostur við borðið á bakvið tréð Guttorm að það sér mann enginn. Ég var alveg sammála henni þessum kosti. En þegar ég var að bíða fyrir utan stofu 315 um daginn sá ég að þaðan sér maður borðið. Hehe ekki eins og það skiptir neinu máli en það sést...

Af hardfisk og hindberjum;)

Smakkadi hardfisk í dag á Herbsfest í Neustadt vid Íslandsstandinn:) skodudum einnig ljósmyndasýningu frá Íslandi:) nokkud gaman bara og fyndid ad tad skildi akkurat vera hér á sama tíma og ég:) Svona er nú heimurinn lítill og veröldin skrítin!!!

Annars fengum vid ekkert smá góda hindberjarjómaköku hjá ömmunni. Ný tínd ber úr gardinum og vid fengum afganginn... fulla skál af berjum til ad borda á leidinni til Dinkelsbühl:)

En sem sagt ný vika ad fara ad hefjast! Vonandi kemst ég sem fyrst í netsamband - annars verd ég bara ad bara ad bída eftir naestu heimsókn til Langenfeld til ad blogga og tid ágaetu lesendur naer og fjaer líka eftir naesta pistli:)

Knús og kram

Helga

laugardagur, 22. september 2007

ABCD - jólalegt???

Í fyrsta sinn i Týskalandsdvöl minni kemst ég i almennilegt netsamband... Tetta er tó nokkur Q-vending (lesist: Kúvending) frá tví í sumar ad hafa setid vid tölvuna um 8 tíma á dag og svo varla komist á internetid í nokkrar vikur... En aetli tad sé ekki bara hollt fyrir mann ad komast ad tví hvernig fólk lifdi fyrir daga internetsins;)



Margt hefur drifid á daga mína sídan sídasta blogg ( ég er svolítid stolt af mér ad hafa fundid íslensku kommuna á lyklabordinu:D) Ber tar haest félagslíf innan skólans sem og utan hans en tad er til fyrirmyndar í alla stadi:) Partý tridjudag, rock-pop tónleikar tar sem hver sem er mátti spila á midvikudag, DVD kvöld á fimmtudag og svo heimsókn alla helgina hjá Betina (klassiskur söngur):) (sem inniber nokkrar baejarhátidir, med meiru, fá loks eitthvad almennilegt ad borda:) nei grín pabbi ég er dugleg ad elda mér og borda!!! engar áhyggjur:))

Og já á medan ég man tá er tad skólinn líka;) Tad er mjög gaman!! Eins og fyrirsögnin gefur til kynna tá get ég nú spilad ABCD á selló en svona ykkur öllum ad segja var mín heldur ánaed med árangurinn tegar hún kom í annan tímann sinn og sýndi stolt kennaranum árangur erfidis sídustu viku;) Og hvad sagdi kennarinn... já fínt en af hverju jólalag??? Jebbs Tjódverjar kunna sem sagt ekki ABCD nema sem jólalag sem sagt:) smá glatad...

Hér skartar náttúran sýnu fegursta:) haustlitirnir eru ekkert smá fallegir!!! Dinkelsbühl er alveg ótrúlega fallaegur baer:)

En nú aetla ég ad segja tetta gott í bili.... hvad aetti ég ad fara ad gera... hmm spila á píanóid... syngja?? spila jólalag á sellóid!!! Tetta er frábaert!!

KNÚS til allra:)

föstudagur, 21. september 2007

Mér finnst fiskur góður

Er ekki ákveðin þversögn fólgin í því að fara úr sjávarplássinu (Reykjavík), færa sig innar í landið, upp til fjallanna og hafa svo sjávarfisk í matinn? Mig langaði bara svo í fisk...

miðvikudagur, 19. september 2007

Það er eitthvað fallegt við morgna

Morgnar eru tími sólarhringsins sem mér þykir mikið til koma. Á mánudögum, þegar ég keyri til Reykjavíkur, sé ég þetta mjög glöggt. Síðastliðinn mánudag sá ég til dæmis sólina koma upp bak við Heklu (reyndar sá ég það í baksýnisspeglinum en það var samt sem áður tilkomumikið). Á svoleiðis stundum langar mig mest að vera skáld. Geta lýst því sem ég sé og upplifi í fallegum orðum. Í morgun fór ég snemma á fætur... Það var allt önnur stemmning að hjóla á götum borgarinnar svona snemma dags, miklu meiri kyrrð. Morgnar eftir rigningarnætur eru líka alveg einstakir, svo hreinir og ferskir.



Þessar baldursbrár brostu við mér í rigningunni þegar ég kom heim úr skólanum í dag.

sunnudagur, 16. september 2007

Þýskalandsblogg...

Við Helga ákváðum að fara bakdyramegin að þessu... hér kemur sem sagt blogg frá Helgu, skrifað á sjálfan réttardaginn þann 14. september síðast liðinn. Njótið:

Gledilegar rettir allir saman!!!

Bjo adan til rettarsupu a la Helga!!! Hun saman stod af spaghetti, pylsum, einni gulrot og halfri papriku:) ansi gott midad vid frumraun i rettarsupugerd verd eg ad segja....

Annars var vist komin timi a ferdasögu... Dvaldi fyrst hja ömmu i Danmörku i nokkra daga. Tar leid timinn hratt og for i ad lata ser lida vel, spjalla vid ömmu um heima og geyma eins og okkur einum er lagid:), versla sma, fara i gönguferdir, afmaeli hja Fridrikku, og svo framvegis og framvegis... Helt svo tilTyskalands tar sem eg stoppadi i nokkra daga vid der schöner Tegernsee!!! Frabaert ad koma tanngad aftur... Nu er eg svo byrjud i skolanum af fullum krafti!! Tad er frabaert:) for i fyrsta piano timann i dag. Heimavinnan er ad laera utanbokar - ekki min sterka hlid. Tannig ad tetta tekur strax a sem er bara gott;) Krakkarnir her eru otrulega finir:) I gaer var svona saman hrinstings party! Tad var mjög gaman!! En va faer madur feita minnimattarkennd... Tau eru öll geggjad god a hljodfaerin sin!!!!Fekk ad hlusta a strengjasveitaraefingu og tau spiludu beint af bladi eins og tau hefdu aeft saman i halft ar!!! (svona naestum tvi;) og ekkert i neinu largo tempoi oh sei sei nei)

Her er svo gott vedur og haustlitirnir ad koma! Tad er svo fallegt. Vildi ad eg gaeti sett inn myndir af tvi. Dinkelsbühl er svo fallegur baer. Eldgömul hus i öllum regnbogans litum med fallegum blomum!!

Sit nuna i tölvu"herberginu" (ein tölva uti i horni a fundarherbergi kennara.... ja Dora tarna miskildum vid eitthvad...) og skrifa. Strakur a tridja ari er ad aefa sig her a pianoid sem her er... allt mjög heimilislegt sem sagt.

Ef einhverjum skyldi finnast ferdasagan eitthvad gloppott ta minni eg bara a ad hun kemur ut i lengri utgafu fyrir jolin fyrir ahugasama lesendur... og ja svo get eg einnig baett vid ad Arni hjoladi i Kopavoginn a menningarnott.

Mig hefur dreymt rosalega mikid sidaneg kom hingad. Fyrstu nottina i ibudinni dreymdi mig ad eg hefdi verid a torrabloti ad dansa vid afa a Haeli:) Soldid skondinn draumur... en mer leid voda vel tegar eg vaknadi... tad var eins og hann aetladi ad fylgjast med mer i tonlistarnami minu her i Tyskalandi og hlusta a mig aefa mig eins og hann gerdi tegar eg var litil:)

Vona ad tid hafid tad öll gott!!! og endilega kommentid!!! eg er svo spennt ad heyra fra ykkur!!!!
Bestu kvedjur Helga

þriðjudagur, 11. september 2007

11. september var líka þriðjudagur fyrir 6 árum

Ég er orðin þreytt á að vera kvefuð... get hér með staðfest að það er hundleiðinlegt. Markmiðið er samt að vera orðin alveg hress í réttunum, og nú fer að styttast verulega í þær! Mikið verður nú gaman, held að heimilisfólkið heima ætli að sækja alla reiðfæra hesta heim þannig að sem flestir geti riðið í réttirnar og svo verður auðvitað tvímennt heim!

Ég sendi hér með kærar kveðjur frá Þýskalandi. Helga var að reyna að setja inn blogg hér en það gekk víst eitthvað brösulega til að byrja með. (það er ekkert grín að tækla þýskar tölvur)

P.s. mig dreymir á hverju hausti um að vera fjallmaður, einhvern daginn læt ég það eftir mér að fara aftur á fjall. Þeir gista í Gljúfurleit í nótt. (þess má geta að ég var einmitt á fjalli á þessum degi fyrir nákvæmlega 6 árum síðan, þá var líka þriðjudagur)

mánudagur, 10. september 2007

Sumt er getur verið sovlítið öfugsnúið

Sko ég óg Dóra reynum eftir bestu getu að hittast þegar tími gefst til. Það á t.d. við um helgar. En hlutirnir verða hrikalega öfugsnúinir þegar ég er í bænum yfir helgina og Dóra heima á Hæli. Þá mætti bara halda að við værum að forðast hvor aðra! En þannig er það EKKI. Núna er Helga komin til Þýskalands og ég er strax farin að sakna hennar. En tíminn líður hratt og sérstaklega á annarri gerfihnattaöld (Því fyrsta gerfihnattaöldinn var á síðustu öld:)
Ég er að gera alla vitlausa í kringum mig, því að ég er eins og lítill krakki sem getur ekki beðið eftir því að opna pakkana á jólunum, því að ég get einfaldlega ekki beðið eftir réttunum sem er með skemmtilegri dögum á árinu.
En þetta er nóg í bili.

fimmtudagur, 6. september 2007

Af fótboltamóti

Þessi vika er búin að líða ótrúlega hratt... Skil eiginlega ekki alveg hvað varð af henni. Það gæti reyndar haft áhrif að ég þarf ekki að mæta í skólann á morgun og nældi mér þar með í langa helgi! Það er frábært.

Ég fór á fótboltamót áðan, það var haldið fyrir framan Aðalbygginguna. Ég hef aldrei tekið eftir hvað sá grasbali er ósléttur fyrr en núna. Strákarnir sem kepptu fyrir umbygg stóðu sig með prýði og unnu sinn riðil. Ég vil meina að það sé dáldið mér að þakka þar sem ég var eini stuðningsmaður þeirra á svæðinu... Ég reyndi að kalla eitthvað eða klappa þegar þeir skoruðu og svona, annars kann ég ekkert að fara á fótboltaleiki.

miðvikudagur, 5. september 2007

Alveg ágætur dagur

Jæja ég var að stíga út úr nát 123. Það var með erfiðustu tímum sem að ég hef farið í. Ég settist niður kveikti á tölfuni. Þá kom Ester og sagði að þeir sem væru búnir með skýrsluna mættu fara eftir að hún væri búin að taka mynd af okkur. Þvílíkt púl ;-)
En ég er að hugsa um að fara að læra núna gera eitthvað af viti svona einu sinni
Það er ekki meira í þetta skipti.

mánudagur, 3. september 2007

Það rignir og rignir

Haust
Þú byrgir þig sól, svo björt og heit
í bláfjallanáttstað þínum
og söngfuglar hverfa úr hverri sveit,
sem hrifu með tónum sínum.
Það haustar og bliknar hver rós í reit
og rökkvar í huga mínum.

Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti

Það hefur eflaust einhverjum þótt broslegt að horfa á eftir mér hlaupa, með skólatöskuna á bakinu, fiðlu í annarri hendinni og víólu í hinni, í gegnum pollana og berjast á móti rigningunni... alveg að missa af rútunni. Er ekki haustið dásamlegt?