föstudagur, 31. ágúst 2007

.....Æi mér dettur aldrei almennilegt titilnafn í hug...

Þá er komin föstudagur. Ef að það skildi hafa farið framhjá einhverjum. Ég fór bara í skólan og byrjaði á NÁT 103 eftir það þurfti ég að hlaupa út í Tónlistaskóla Árnesinga í spilatíma. Eftir það var umsjón.... þá kom aftur spilatimi.... og síðast en ekki síst enska hjá Ægi Pétri. Þannig það mætti kalla þetta alþjóðlegi hlaupadagurinn hennar Jóhönnu.
En á morgun er busaball með DJ Páll Óskar. Það verður vonandi gaman.
Það er ekki meira í þetta sinn
er að fara að afla mér fróðleiks
yfir til þín..............Mr. X

Komin lengra inn í land...

... burtu frá sjónum. Heyrði meira að segja í útvarpinu: "Kaldast á landinu í nótt var á Hæli í Hreppum." Ég tók reyndar ekkert eftir því, svaf bara mínum væra svefni undir sænginni hennar ömmu Nunnu. Mikið er nú gott að vera í sveitinni, fór með pabba í fjósið í morgun og helti mér svo beint í að lesa efnafræði.

Sumarið er tími...

Þá er það síðasti vinnudagurinn og sumarið á enda... Þetta er búið að vera frábært sumar og þakka ég því bara kærlega fyrir komuna.

Ég býð þó ekki síður kærlega velkominn, veturkonung því hann mun án efa hafa marga spennandi og skemmtilega hluti í för með sér:)




...og eins og allur annar tími líður það og tekur loks enda;)

fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Landkrabbar við höfnina



Helga og Jóhanna komu í heimsókn fyrr í vikunni. Við uppsveita stelpur ákváðum að kíkja aðeins á sjóinn... það var frábært veður.

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Jam og jæja

Jæja núna er ég búin að vera í nokkra daga í FSu og líkar bara nokkuð vel. Kann vel að meta fjölbrautakerfið. Fólkið er fínt og allt er bara gott. Akkúrat núna ætti ég að sitja í tíma að hulusta á fróðleik um eðlisfræði en ég var bara svo ótrúlega dugleg heima hjá mér að ég fékk bara að fara. Alveg yndislegt. Er að fara að skrifa tímaritgarð núna á eftir í ísl um álitamál. Vonum bara að það gangi vel
Það verður víst ekki meira í bili.

Hvenær ætli fari að snjóa??

Hvað er eiginlega málið með tannlækna?? 8515kr fyrir 15mín - það eru btw 568kr á mínútuna!!

En í staðin fyrir að væla út af því get ég nú glaðst yfir því að vita að allar tennurnar mínar eru heilar og fínar... og það er nú gott:D

Er þetta ekki bara ekta veður til að fara í Pollý Önnu leikinn??
...vill einhver vera með?

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

2x útskrift + kveðjuhóf

Boðið var upp á lasagne à la Bolette


Það voru haldnar þessar fínu ræður


Svo komu leynigestir...


Systur útskriftarnemanna... sumir byrjuðu á eftirréttinum


Hláturinn lengir lífið


Ætli það sé svipað að vera í kvikmyndaskóla í DK og tónlistarskóla í Þýs?



Það var fjör í tiltektinni daginn eftir



mánudagur, 27. ágúst 2007

Fyrr má nú aldeilis fyrr vera...

Ótrúlegt hvað margir hlutir verða spennandi þegar maður á að vera að gera eitthvað sem að maður nennir ekki....

Eyddi fyrri hluta gærdagsins í tiltekt eftir aðeins skemmtilegra kveðju- 2xútskriftarpartýið okkar Hildar;) skál fyrir því!! Tókum nokkur mögnuð dansspor með viskustykkin í eldhúsinu hans afa:D (smelli sko bókað inn myndum af því! Dóra var að sjálfsögðu strax mætt á staðinn með kameruna á lofti!)

Seinni hluti dagsins fór svo aðallega í það að vera alltaf á leiðinni að fara að pakka, en hlutir eins og reikna út bensínkostnað með Dóru, spila á fiðlu;), spjalla um allt og ekkert við ömmu og fara út með Garp... virtust alltaf ná yfirhöndinni...

Það er ekki auðvelt að finna út hvað á að hafa með í svona langa dvöl erlendis...

(ég er samt búin að finna ferðatöskuna.... góð byrjun eða??)

sunnudagur, 26. ágúst 2007

Ættarmót...

















... eru þegar skyldmenni hittast. Í gær fór ég á ættarmót, mætingin var framúrskarandi. Gaman að hitta frændur og frænkur og fjölskyldur þeirra.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Pönnukökur

Ég ákvað að rifja upp gamla frægð úr 8. bekk og baka pönnukökur. Þær heppnuðust held ég bara betur en í þá daga, en það þurfti heldur ekki mikið til... Þær urðu reyndar dálítið danskar í sniðinu, þ.e. hnausþykkar, þrátt fyrir viðleitni mína til að hafa þær íslenskar. Fingurnir mínir eru víst einnig danskir og hlutirnir sem þeir framkvæma líka, eða hvað?

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Að vera eða ekki vera... menningalegur:)

Allt er þá þrennt er...

Jæja... þriðja tilraun til að byrja blogg um menninganótt... Verð víst að taka áskorun frá Stebbu eins og maður (homo sapiens) og blogga aðeins um menninguna sem ég tók þátt í! Í tilefni þess ákvað ég að setja niður nokkra punkta:)

nr.1

Get nú ekki sagt að ég hafi verið mjög menningaleg framan af deginum... Var bara heima upp í sveit, spilaði svo reyndar við brúðkaup í Stóru-Núpskirkju seinni partinn við voða fína athöfn... má kannski segja að það hafi verið nokkuð menningalegt:)

nr. 2

Svo var brunað beinustu leið í bæinn. Þar hittumst við Stebba, Dóra og Guðrún Nína og snæddum kvöldverð heima hjá þeirri síðast nefndri og vorum heldur betur menningalegar:) Þar var drukkið rauðvín og borðaðir ostar að frönskum sið... og það er sko ekkert leyndarmál að þrátt fyrir að mikið hafi verið spjallað (jamms heil flóðbylgja af orðum allt kvöldið) var ekki talað eitt stakt orð á íslensku... allt fór fram á frönsku (trúi þeir sem trúa vilja...)

nr. 3

Fannst ég verða að taka alveg heilan punkt í það hjá mér að segja frá því þegar við gerðum okkur tilbúnar í að fara niður í bæ og horfa á flugeldasýninguna... ber þar hæst að nefna þegar Guðrún Nína var að mála Dóru, ég hélt símanum sem hún var að tala við Árna í og um leið var hún að drekka úr rauðvínsglasi.... Guðrúnu er sko margt til lista lagt... og þess ber að geta að Dóra varð rosa sæt og fín:)

nr. 4

Jæja, þá var labbað niður í bæ. Leiðin var sem hér segir: Hátún, 10-11 Borgartúni, 11-11 Sæbraut og loks sólfarið! Skemmtilegur labb rúntur:) En við sólfarið vorum við á besta stað í bænum og sáum þessa líka glæsilegu flugeldasýningu best af öllum... ætla ekki að fara að hafa of mörg orð um hana hér, því þeir sem ekki voru á staðnum sáu líklega myndir í sjónvarpinu eða þá að þeir hafa bara ekki áhuga á flugeldasýningum (eins og amma til dæmis) en nóg um það...

nr.5

Seinni hluti kvöldsins fór svo bara í djamm... ofsalega menningalegt djamm. Við skiptum liði, Dóra fór með Jóni Emil og Höskuldi vini hans en við hinar þrjár örkuðum upp laugarveginn-þó eftir stutt stopp á Arnarhóli og spjall við heilt fótboltalið. Ætla ekkert að fara of djúpt í það hér hvernig við stöllurnar dönsuðum og skemmtum okkur, týndum stebbu, fundum hana aftur á leiðinni heim, ég drakk kókið hans Árna.... og fleira og fleira.... ef ykkur langar að vita meira, þá hefðuð þið bara átt að vera á staðnum, nú er það of seint (nu er det for sent) so sorry:)


Segjum þetta gott af menningu... (og ómenningu, mér finnst alla vega ekki mjög menningalegt útlit á miðbænum eftir svona eitt kvöld)

Heyrumst síðar,
kv. Helga

p.s. Kristín frænka var bara í útlöndum
p.p.s. Stebba ég skora á þig á móti að fara að blogga stelpa!!! þú kannski hefur eina færslu um menninganótt;)

þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Þetta er allt spurning um við hvað er miðað

Slæmir hlutir sem gerðust í gær geta litið vel út í minningunni ef atburðir morgundasins líta verr út.

mánudagur, 20. ágúst 2007

Tungumál

Tungumál eru skemmtileg. Þau eru svo mikið meira en bara sagnbeygingar og orðaforði. Á Íslandi reikna ég með að flestir tali til mín á íslensku, þó að Helga tali stundum við mig á ensku, þýsku, frönsku eða dönsku... Þegar ég heyri önnur tungumál töluð í kringum mig, legg ég gjarna við hlustir, ekki til þess að vita hvað fólk er að segja heldur til að hlusta á tungumálið.

Það sem fékk mig til að hugsa um tungumál var að það hringdi maður áðan. Ég skildi ekki fyrstu setninguna sem hann sagði, ekki af því að ég kunni ekki tungumálið sem hann talaði, heldur af því að ég gaf mér að hann væri að tala íslensku.

sunnudagur, 19. ágúst 2007

Það er alltaf fjör í sveitinni

Jæja þetta er nú búið að vera heilmikill dagur. Hann byrjaði á fyrsta útsofinu mínu í laaaaaaaaangan tíma. Sem að var alveg yndislegt því að ég saf alveg í einum teig til klukkan 11. Svo svona um eitt leitið kom Pétur vinur pabba í heimsókn og öll fjölskylda hans. Og síðan klukkan 4 var brúðkaup í Stóranúpskirkju. Brúðhjónin voru Jóhanna Ósk og Róbert Páll. Það var mikið fín athöfn. Helga spilaði á orgel með glæsibrag sem hún fékk mikið hrós fyrir í veislunni á eftir. En eftir þessa fallegu athöfn lá leiðin heim að Hlíð þar sem var búið að leggja á borð í hlöðunni. Það er bara langt síðan maður hefur séð tóma hlöðu... þær eru nú til dags annaðhvort fullar af drasli eða nautgripum. Í hlöðunni var svo haldin þessi fína veisla með æðislegum mat. Kvöldið endaði svo með að allir voru farnir að dansa í hlöðunni þannig þá var bara komið þetta fína hlöðuball.
Allir fóru saddir og sælir heim... þar að segja þeir sem eru ekki en að dansa í hlöðunni. Þessi dagur hefði ekki getað verið betri.
Þetta var svosem allt og sumt sem að ég gerði þann daginn...........................................................................

föstudagur, 17. ágúst 2007

Köngulær elska glugga

Merkilegt hvað gluggar eru misstórir á húsum, án þess að við tökum eftir því...

Mér tókst að flækja mig í milljón köngulóarvefjum þegar ég reyndi að mæla glugga í dag. Eins gott að ég er ekki fluga.

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Jæja....

Núna eru báðar systur mínar búnar að skrifa á þessa síður þannig það hlýtur að vera komið að mér...
Ég get nú ekki sagt að ég hafi mikla reynslu í að blogga en það er bara gaman að prófa eitthvað nýtt..
Ég á að vera núna úti í fjósi að sótthreinsa bása en ég er líka á leiðinni...hehe
Nú jæja ætli ég fari ekki að drífa mig
Muuuuuuuuuu

Blogg barnið:)

Jæja.... nú er komið að því!!! Ég er að fara að stíga mín fyrstu skref í bloggheiminum... Já ég er ein þeirra sem aldrei hef komist inn í þessa rútínu að blogga.... Ég er ekki alveg viss um af hverju endilega, býst við að það sé ekki til nein ein skýring. Ég er líklega bara ekki þessi mikla net týpa:) ég á til dæmis hvorki myspace né facebook!

Hvað um það, þá tókst systrum mínum að fá mig í þetta... nei þetta má alls ekki misskiljast ég vil mjög gjarnan vera með á þessu systrabloggi, það verður skemmtileg tilbreyting að vera í bandi við ykkur gegnum netið. Ennþá meira þar sem ég er að fara út!
En sem sagt ég fór að velta fyrir mér hvað þarf bloggfærsla að hafa til þess að hún sé áhugaverð-skemmtileg-fyndin? Ég hef enn ekki komist af neinni einni niðurstöðu (er að gera frumdrög að LÖNGUM lista... hehe:)) en endilega látið mig vita ef þið eruð með hugmyndir handa mér:)

Alla vega: Helga kveður eftir sína fyrstu færslu;) - yfir og út!

(þetta var nú ekkert svo erfitt - og kannski bara nokkuð skemmtilegt eftir allt saman;))

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Haust

Hér eru nokkrir hlutir sem minna mig ískyggilega á að haustið nálgast:

- sultugerð með mömmu
- kaldur norðanvindurinn lætur gluggana í húsinu syngja
- götuljósin á Selfossi eru kveikt þegar ég kem í vinnuna
- pabbi er farinn að beita hrossunum á Holtsflötina
- ég verð að kveikja náttljósið til að geta lesið á kvöldin

þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Golfsveiflan

Ég gerðist svo fræg um helgina að halda á golfkylfu, reyna að sveifla henni og hitta á hvíta kúlu.
Það var mjög gaman, sérstaklega þegar kúlan fór aðeins lengra en bara rétt fram af! Ég stóð sem sagt uppi á þriðju hæð í húsi og skaut kúlunni út á stórt tún. Ég naut þess að vera úti í góðum félagsskap og góðu veðri. Mæli með þessu.