fimmtudagur, 30. september 2010

Þegar maður stendur í sínu mesta sakleysi og hrærir í potti um leið og fjörugur lagstúfur er flautaður, býst maður ekki beint við því að það komi fugl og fljúgi fram hjá manni! Hvernig komst hann inn???


Ég held ég verði að fá Harry og Heimi í málið...


fimmtudagur, 23. september 2010

Það er eitthvað kósý við þrumuveður.

(efað maður sé inni...)

þriðjudagur, 21. september 2010

Selfoss og Princeton eru um margt líkir bæir. Það er til að mynda bara ein aðalgata og hún er LÖNG.

mánudagur, 20. september 2010

Að vera utan við sig

Ef maður fattar ekki fyrr en hendurnar eru rennandi blautar að maður hafi verið að ausa súpunni á venjulegan grunnan matardisk, þarf að fara gá hvort buxunum hafi verið snúið rétt þegar farið var í þær í morgunn....

laugardagur, 18. september 2010

Jæja....

Þá eru systurnar farnar af landi brott ég farin og komin af fjallinu, réttirnar búina, kindurnar komnar heim, mamma búin að skreppa til Danmerkur og kvígurnar hans pabba bera eins og þær fái borgað fyrir það...


Annars voða fátt að frétta...

P.S. Gormabækur eru stórhættulegar