sunnudagur, 9. desember 2007

Geggjaður driver


Fór í fyrsta ökutíman á föstudaginn. Geðveikt gaman. Ég beið eftir Þorvaldi í 10 mínútur afþví hann gleymdi mér... Honum fannst það mjög kjánalegt hjá sér og var endalaust að biðjast afsökunar. Mér fannst mjög gott að keyra bílinn sem hann var á en það var VW Passat... Má sjá hér til hliðar;-) En alla vega. Þegar hann var búin að kenna mér á helstu stanngir og hnappa í bílnum keyrðum við af plani FSu. Sem gekk bara nokkuð vel :-) Þangað til ég átti að stoppa... á rauðu ljósi fyrir aftan stóran vörubíl :-S. Þá barasta steig ég á bremsuna, en var búin að gleyma í brot úr sekúndu að ég var að keyra fínan VW en ekki John Deer. Þannig þegar ég steig á hemlana þá var eins og ég hefði stigið með öllum krafti á þá. Þorvaldur fékk alveg sjokk og ég var eins og kjáni þarna á bakvið stýrið. En annars gekk þetta áfallalaust. Keyrðum aðeins fyrir utan Selfoss. Gekk bara mjög vel. Og þótt ég sjálf segi held ég að ég verði bara ágætis bílstjóri. Hann var nú samt stundum hræddur um að ég sæti allt í einu með gírstöngina í hendinni en það er allt annað mál. Ég bara get ekki beðið eftir því að keyra meira.