miðvikudagur, 19. september 2007

Það er eitthvað fallegt við morgna

Morgnar eru tími sólarhringsins sem mér þykir mikið til koma. Á mánudögum, þegar ég keyri til Reykjavíkur, sé ég þetta mjög glöggt. Síðastliðinn mánudag sá ég til dæmis sólina koma upp bak við Heklu (reyndar sá ég það í baksýnisspeglinum en það var samt sem áður tilkomumikið). Á svoleiðis stundum langar mig mest að vera skáld. Geta lýst því sem ég sé og upplifi í fallegum orðum. Í morgun fór ég snemma á fætur... Það var allt önnur stemmning að hjóla á götum borgarinnar svona snemma dags, miklu meiri kyrrð. Morgnar eftir rigningarnætur eru líka alveg einstakir, svo hreinir og ferskir.



Þessar baldursbrár brostu við mér í rigningunni þegar ég kom heim úr skólanum í dag.