Jæja núna er komin mánudagur en mér finnst það vera sunnudagur því að ég er í vetrarfríi...En þetta vetrarfrí er búið að vera mjög gott. Fyrist málaði ég herbergið mitt og setti upp nýjar gardínur og umturnaði röðunni á húsgögnunum. Það tókst bara nokkuð vel. En á laugardeginum skrapp ég í höfuðborgina til að kanna skemmtanalífið þar. En ég fór ásamt Dóru í afmæli Guðrúnar, Lóreyjar og Stebbu. Alveg geggjað partý og ógeðslega gaman. Á sunnudeginum var eiginlega ekkert gert nema að sitja í rútu heim og horfa á danskan sakamálaþátt. Í dag er ég svo búin að vera að flytja dótið aftur inn í herbergið mitt. En maður verður víst líka að læra þannig ég fer að snúa mér að því núna.
En við heyrumst síðar....
Hey reynið að segja þessa setningu: Það fer nú að verða verra ferða veðrið
... híhí erfitt ekki satt.
Dóra þú ert snillingur...
mánudagur, 29. október 2007
Góóóóóóóóð helgi...
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 4:49 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|