miðvikudagur, 3. október 2007

HANDI

Jæja núna er klukkan orðin svolíði margt og það eina sem ég er að gera fyrir utan að skrifa þessa setningu er að bíða eftir að batteríið er orðið það lágt að það megi hlaða það. En ég hlakka alveg mergjaðslega til helgarinar. Ekki að ég ætli að fara að gera eitthvað sérstakt heldur er þessi vika bara búin að vera brjáluð og næsta hálfum verri þannig það er eins gott að safna kröftum. En það er nú bara miðvikudagur þannig það er kannski aðeins of snemt að fara að tala um helgina. Og aðeins of seint að tala um þá síðustu(sem ég ætla samt að gera). En um síðustu helgi fórum við öll fjölskyldan upp í Grafarvogs kirkju. En þar átti að veit Nýsköpunraverðlaun grunnskólana árið 2007. Og vitið menn ég og Dóra áttum báðr hlutverk við þessa athöfn. Ég átti að taka á móti verðlaunum en Dóra að afhenda þau ásamt Klöru og forsetanum og sitja við hliðin á menntamálaráðherranum. En þetta gekk allt ljómandi vel fyrir sig. en það sem merkilegast var að verlaunagripurinn í ár var smækkuð mynd af uppfinningu sem Dóra og Klara fundu upp í 4 bekk en það var hinn bráðsniðugi Handi. Núna á ég einn slíkan:-) En undir þessum verðlauna grip stóð "HANDI Dórótea Höeg Sigurðardóttir og Klara Jónsdóttir". Nema undir mínum stóð "HANDI Stóra systir og Klara" sem mér þótti alveg einstaklega skemmtilegt.
En núna er batteríið alveg að verða búið bæði í mér og í tölvunni þannig ég segi þetta gott um síðbúið blogg um atburði helgarinnar.