Þessi vika er búin að líða ótrúlega hratt... Skil eiginlega ekki alveg hvað varð af henni. Það gæti reyndar haft áhrif að ég þarf ekki að mæta í skólann á morgun og nældi mér þar með í langa helgi! Það er frábært.
Ég fór á fótboltamót áðan, það var haldið fyrir framan Aðalbygginguna. Ég hef aldrei tekið eftir hvað sá grasbali er ósléttur fyrr en núna. Strákarnir sem kepptu fyrir umbygg stóðu sig með prýði og unnu sinn riðil. Ég vil meina að það sé dáldið mér að þakka þar sem ég var eini stuðningsmaður þeirra á svæðinu... Ég reyndi að kalla eitthvað eða klappa þegar þeir skoruðu og svona, annars kann ég ekkert að fara á fótboltaleiki.
fimmtudagur, 6. september 2007
Af fótboltamóti
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 6:35 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|