fimmtudagur, 27. desember 2007

Tapað fundið

Leit stendur yfir
að einhverju sem týndist.
Það var einhvern veginn
en ekki allt sem sýndist.

Tildrögin þau
að það fór að heiman
skildi búsmalann eftir
og bað menn að geym'ann.

Eitt er þó ekki síst
en enginn hefur á það minnst
að því verður víst ekki lýst ...

ekki fyrr en það finnst.


Þórarinn Eldjárn

miðvikudagur, 19. desember 2007

Skyrgámur

sá áttundi
var skelfilegt naut
hann hlemminn ofan' af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

Bara 5 dagar til jóla...

laugardagur, 15. desember 2007

8 dagar!!

Tad er ordid vodalega fínt og jólalegt í skólanum med adventskrans og allt:)



Helga auf dem Weihnachtsmarkt í örugglega alla vega 6 stiga frosti ad borda 1/2 metra langa grillpylsu;)

Knús og jólakvedjur frá Helgu

fimmtudagur, 13. desember 2007

Ég elska

að vera úti í mildri snjókomu sem bleytir á mér hárið á örskammri stundu, gerir það hvítt og lætur toppinn liðast.

sunnudagur, 9. desember 2007

Geggjaður driver


Fór í fyrsta ökutíman á föstudaginn. Geðveikt gaman. Ég beið eftir Þorvaldi í 10 mínútur afþví hann gleymdi mér... Honum fannst það mjög kjánalegt hjá sér og var endalaust að biðjast afsökunar. Mér fannst mjög gott að keyra bílinn sem hann var á en það var VW Passat... Má sjá hér til hliðar;-) En alla vega. Þegar hann var búin að kenna mér á helstu stanngir og hnappa í bílnum keyrðum við af plani FSu. Sem gekk bara nokkuð vel :-) Þangað til ég átti að stoppa... á rauðu ljósi fyrir aftan stóran vörubíl :-S. Þá barasta steig ég á bremsuna, en var búin að gleyma í brot úr sekúndu að ég var að keyra fínan VW en ekki John Deer. Þannig þegar ég steig á hemlana þá var eins og ég hefði stigið með öllum krafti á þá. Þorvaldur fékk alveg sjokk og ég var eins og kjáni þarna á bakvið stýrið. En annars gekk þetta áfallalaust. Keyrðum aðeins fyrir utan Selfoss. Gekk bara mjög vel. Og þótt ég sjálf segi held ég að ég verði bara ágætis bílstjóri. Hann var nú samt stundum hræddur um að ég sæti allt í einu með gírstöngina í hendinni en það er allt annað mál. Ég bara get ekki beðið eftir því að keyra meira.

föstudagur, 7. desember 2007

draumfarir

Ég er snillingur í að snúsa án þess að eiga vekjaraklukku með snústakka.

Í gærmorgun dreymdi mig draum þegar ég var rétt að vakna. Ég var að girða girðingu niðri við tjörnina í Hljómskálagarðinum. Það var gott veður. Allt í einu kom pabbi ríðandi á flottasta hesti sem ég hef séð og honum fylgdi heill hrossarekstur. Hesturinn sem pabbi reið minnti mig á Byl sem var til heima, fallega rauður með gljáandi felld, reistur og stæltur. Hann kom á urrandi ferð, yfirferðartölti sem var engu líkt.

Svo "hringdi" klukkan að nýju, snúsinu lokið og ég varð að láta mér nægja að labba í gegnum hljómskálagarðinn á leið minni í skólann.

fimmtudagur, 6. desember 2007

hLjómhlöðuharmleikur


Eitt sinn var hLjómhlaða sem fraus, en ljósið logaði á skjánum. ekki var hægt að slökkva á henni. En það kom að því að hún varð rafhlöðulaus þannig gefa varð henni rafstraum í æð. Ekki veit ég meira hvað gerist í framhaldi en ég vona það besta.

þriðjudagur, 4. desember 2007

Til hamingju með daginn

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæl' hún Jóhanna...
I dag er det Johannes fødslesdag, hurra, hurra, hurra...
Joyeux anniversaire, joyeux anniversaire...
Zum Geburtstag viel Glück, zum Geburtstag viel Glück...
Happy birthday to you, happy birthday to you...

Æi, þetta virkar eiginlega ekki nema þegar Helga syngur þetta allt í einum rykk...

mánudagur, 3. desember 2007

Ég elska

vetrarmyrkrið, það eitt kann að sýna mér dýrð stjarnanna.

1.,2.,3.,4....

Bara að minna fólk á það að það er merkisdagur á morgun.
EKKI gleyma því ;-)