Ég er orðin þreytt á að vera kvefuð... get hér með staðfest að það er hundleiðinlegt. Markmiðið er samt að vera orðin alveg hress í réttunum, og nú fer að styttast verulega í þær! Mikið verður nú gaman, held að heimilisfólkið heima ætli að sækja alla reiðfæra hesta heim þannig að sem flestir geti riðið í réttirnar og svo verður auðvitað tvímennt heim!
Ég sendi hér með kærar kveðjur frá Þýskalandi. Helga var að reyna að setja inn blogg hér en það gekk víst eitthvað brösulega til að byrja með. (það er ekkert grín að tækla þýskar tölvur)
P.s. mig dreymir á hverju hausti um að vera fjallmaður, einhvern daginn læt ég það eftir mér að fara aftur á fjall. Þeir gista í Gljúfurleit í nótt. (þess má geta að ég var einmitt á fjalli á þessum degi fyrir nákvæmlega 6 árum síðan, þá var líka þriðjudagur)
þriðjudagur, 11. september 2007
11. september var líka þriðjudagur fyrir 6 árum
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 6:09 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|