þriðjudagur, 29. júlí 2008

Sko, þetta er ég

...sæl í lopapeysunni
...og augað mitt


...í handahlaupum, svo glöð að sumarið sé komið

... í vinnunni
...í fína Mannvitstjaldinu!





mánudagur, 28. júlí 2008

Gerir maður ekki alltaf eins og stóra systir segir???

Í svörthvítum fíling!

Fín á gamlárskvöld

Í hafnargöngu með systrum mínum


Með fyrirburann Krús í fanginu (Orka í baksýn)



Kveikja og ég mjög stoltar af okkur eftir að hafa unnið Murneyramótið

Jafna og hækka um 2 ;-)

föstudagur, 25. júlí 2008

Kveðja frá: Frau Sigurdardottir

Komið heil og sæl - nær og fjær:) Langaði að skella inn nokkrum myndum svona rétt til að láta vita að mér líður vel:)

Þegar ég fór að skoða nýjustu myndirnar mínar komst ég að þeirri niðurstöður að þær væru kannski ekkert svo spennandi fyrir ykkur sem ekki þekkið þá sem þar eru... Ákvað því að skella bara inn þremur myndum af mér svo að þið þekkið mig aftur þegar við hittumst!!! (Bara léleg afskökun til að útskýra athyglissýkina í mér að vilja vera ein á þremur myndum:) híhí)Einnig skora ég hér með á systur mínar að gera slíkt hið sama þar sem óvíst er hvort að ég þekki þær þegar aftur á klakann er komið*

Ég í óperunni í gærkvöldi. Fórum á Brúðkaup Fígarós í Nürnberg. Ótrúlega gaman:D

Ég í Dinkelsbühler frumskógarleiðangrinum mikla!! Lítur alla vega þannig út eða!?! Því miður ekki minn hattur... hehe

Komst að því að grillspjót er ágætis stjórnandaprik (segir maður svoleiðis??) Er að halda uppi fjörinu í kveðjupartýinu mínu:D


*mikilvæg tilkynning: grín!! Auðvitað þekki ég ykkur stelpurnar mínar
(en áskorunin er samt ekki grín!!!)

fimmtudagur, 24. júlí 2008

Samtal við verkfræðing

Mér leiðist að vera spurð spjörunum úr
geta ekki svarað fyrir mig
og hljóma eins og bjáni

sunnudagur, 20. júlí 2008

Minningar ur barnaskola

viljid tid gjora svo vel ad hafa jorturledrid inni i andlitinu...

miðvikudagur, 16. júlí 2008

Tilkynning til Orra!

Ég er að fara til Danmerkur á morgun. Kem aftur á þriðjudaginn kemur. Það er spáð rigningu, það þýðir aðeins eitt... versla, versla...

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Stundum

eru engin orð til
ekkert hægt að segja

föstudagur, 11. júlí 2008

miðvikudagur, 9. júlí 2008

Hádegismatur á bökkum Ölfusár

Við Óttar borðuðum Subway bátana okkar í glampandi sólskini við Ölfusá í dag. Mér finnst svo gaman þegar veðrið er svona gott, nýt þess að láta sólina ylja mér. Þegar matarhléið var búið dró ský fyrir sólu, það var eins og það vildi segja: "Þið getið ekki setið hér í allan dag, drífið ykkur inn og haldið áfram að vinna." Stuttu seinna kom sólin aftur og það birti til inni á skrifstofunni, vinnan var auðveld í dag, hún er það oftast ef maður brosir.

föstudagur, 4. júlí 2008

Eine kleine Melodie...

Söng í fjórar klukkustundir í morgun.

Krakkarnir á öðru ári voru í kórstjórnarprófi og við hin sem ekki vorum í prófi vorum kórin:) Nokkuð áhugavert að sjá hvað allir eru algjörlega með sinn stíl þrátt fyrir að vera hjá sama kennara.
Annars er þetta búin að vera nokkuð strembin vika. Á miðvikudaginn var ég í tónheyrnaprófi - gekk bara ágætlega fyrir utan það að ég held ég hafi klúðrað fjórradda ,,skrifa niður laglínu" æfingunni dálítið hastarlega... en hvað um það, tvíraddaæfinginn gekk hins vegar eins og í sögu - ekki átti ég von á því!! Mér finnst rosa gaman í tónheyrn þó það sé oft nokkuð strembið, þá er kennarinn frábær og fer mjög skipulega og vel í efnið. Ég hef alla vega lært fullt;)
Svo var tónlistasögupróf. Hugsa að það hafi bara tekist nokkuð vel:D vorum að fást við Barock (skrifa það bara svona þið vitið hvað ég meina) tímabilið - Bach og allt sem því annars tilheyrir. Áttum meðal annars að greina fúgu eftir Bach - en það var ekkert svo erfitt. Aðalmálið þar er bara að ég orða hlutina svo skondilega þegar ég er að reyna að tjá mig í skrifuðu máli á þýsku!! En kennararnir taka því nú flestir bara létt og aðstoða mig:) Einn sagði við mig um daginn ,,Helga þú útskýrir hlutina nokkuð skemmtilega oft" ég útskýrði fyrir honum að ég væri algjörlega að bera hagsmuni kennarana fyrir brjósti þar sem tilgangur þessa væri einungis að gera leiðréttingaferlið hjá kennurunum aðeins áhugaverðara!!! Fékk út úr hljóðfærafræði lokaprófinu 1 mínus Sem sagt bara nokkuð ánægð með það. (Fyrir þá sem ekki þekkja þýskt einkunnakerfi þá er 1 best og 6 verst). Get ekki alveg lýst því með orðum hversu fegin ég er að vera búin í þeim áfanga - kennarinn er algjörlega kafli út af fyrir sig.
En ég er líklega farin að þreyta ykkur á prófasögum enda kannski ekki það mest spennandi...
Það er svo skrítið að hugsa til þess að þið eruð flest búin í prófum og allt og eruð að vinna!! Það er svolítið skondið að vera í skóla um hásumar! En það er skemmtilegra en ég hélt:D

En hvað er annas að frétta af mér?? Þegar prófatörn er í gangi (hún heldur að nokkru leyti áfram í næstu viku) gerist ekkert allt of mikið annað. Það er reyndar ekki alveg satt. Við erum byrjuð að undirbúa kveðjupartý, svo er ég náttúrulega að stjórna kvennakórnum mínum, á sunnudaginn er ég ef til vill að fara á hestbak, í síðustu viku voru lokatónleikar pop deildarinnar, á laugardaginn var, var bæjarhátíð í Dinkelsbühl og mikið fjör, á mánudaginn erum við að spá í að fara og tína jarðarber og búa til sultu og ekki má svo gleyma að njóta veðurblíðunnar og spóka sig í sólskininu þrátt fyrir sárt tap Þjóðverjanna í úrslitum á EM:D
Var komin með hið fullkomna svar á spurningum eins og ,,af hverju er Ísland ekki með lið á EM?" eða ,,er ekki til fótboltalandslið á Íslandi?" svarið er auðvelt - í fyrsta lagi, jú það er til fótboltalandslið á Íslandi (eh dö) og þannig er mál með vexti að hefði Ísland sent sitt lið hefði Þýskaland bókað ekki komist svona langt - heldur verið sent heim af Íslandi við fyrsta tækifæri:D Var oftast ekkert spurð neitt nánar eftir það!!

En ætli ég segi þetta ekki gott í bili! Læt kannski heyra frá mér aftur fljótlega. Hef verið aðeins of léleg við að setja inn fréttir. Ég tala nú ekki um bréfaskrif en ég er að fara að taka mig á og má vænta bót og betrunar innan tíðar. Hlakka til að sjá ykkur öll eftir tja - um það bil fjórar vikur!!

Bis dann - auf wiedersehen:D
Helga Pelga

miðvikudagur, 2. júlí 2008

8202 íslenskar krónur

Ég fyllti vinnubílinn... mikið fegin að það var ekki mitt að borga þann reikning.