miðvikudagur, 31. október 2007

Tillaga

Fyrir þá sem hafa lítið við tímann að gera: Lesið Markaðinn sem fylgdi fréttablaðinu í morgun.

Gróðurhús, frystihús, sundlaug eða skóli???

Það er góð spurnig hvað er besta orðið yfir FSu. Eins yndislegur þessi skóli er þá hefur hann sína galla eins og allt annað...

þriðjudagur, 30. október 2007

Hver ákvað???

Hver ákvað að laugardagur og sunnudagur ættu að vera eitthvað merkilegri en aðrir dagar??? Hver veitti sér það leyfi að setja frí á þessa daga.

Það hefði svo einfaldlega geta verið öfugt...hafa frí mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hafa föstudaga laugardaga og sunnudaga vinnudaga???...
En það er svo margt skrítið sem maður skilur ekki
Eða eins og maðurinn sagði það er margt skrítið í kýrhausnum............................................................
Hugsi svo hver fyrir sig

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

mánudagur, 29. október 2007

Sem hvítt ský kom fyrsti snjórinn í nótt


Við Jóhanna fórum í frábært afmæli um helgina. Guðrún Nína, Stebba og Lórey tóku sig til og héldu þetta fína teiti. Ég tók mér það bessaleyfi að nota mynd frá Guðrúnu.
Nú sit ég við gluggann minn og horfi á snjókomuna. Ég labbaði úr Kringlunni áðan og heim á meðan snjórinn gerði dökk bláa trefilinn minn alveg hvítan. Mér var samt ekkert kalt. Mér finnst fallegt að horfa á snjókornin líða rólega niður. Svo verða trén líka svo falleg þegar snjórinn leggst á greinarnar.
p.s. hver getur sagt mér úr hvaða ljóði titillinn á þessari færslu er?

Góóóóóóóóð helgi...

Jæja núna er komin mánudagur en mér finnst það vera sunnudagur því að ég er í vetrarfríi...En þetta vetrarfrí er búið að vera mjög gott. Fyrist málaði ég herbergið mitt og setti upp nýjar gardínur og umturnaði röðunni á húsgögnunum. Það tókst bara nokkuð vel. En á laugardeginum skrapp ég í höfuðborgina til að kanna skemmtanalífið þar. En ég fór ásamt Dóru í afmæli Guðrúnar, Lóreyjar og Stebbu. Alveg geggjað partý og ógeðslega gaman. Á sunnudeginum var eiginlega ekkert gert nema að sitja í rútu heim og horfa á danskan sakamálaþátt. Í dag er ég svo búin að vera að flytja dótið aftur inn í herbergið mitt. En maður verður víst líka að læra þannig ég fer að snúa mér að því núna.
En við heyrumst síðar....

Hey reynið að segja þessa setningu: Það fer nú að verða verra ferða veðrið

... híhí erfitt ekki satt.
Dóra þú ert snillingur...

sunnudagur, 28. október 2007

Kirkjuklukkurnar

Ég veit um eitt sem gerir það yndislegt að vakna í Reykjavík á sunnudagsmorgni...

þriðjudagur, 23. október 2007

Ég keypti mér kerti... og kveikti á því

laugardagur, 20. október 2007

Est-ce que tu as faim?

Stundum borða ég af því að klukkan segir svo.
Stundum get ég ekki hugsað fyrir hungri.
Stundum er svo gaman að ég gleymi að borða.
Oftast borða ég bara af því að ég er svöng.

miðvikudagur, 17. október 2007

Það er svo gott að sofa

Ég var að hugsa á leiðini í rútunni í morgun hvað það er gott að sofa. Ég meina það er eininlega allra bóta mein. Ef þú ert í fúlu skapi farðu að sofa, ef þú ert í vondu skapi farðu að sofa, ef þú ert í góðu skapi farðu að sofa og ef þú ert þreyttur þá er lang besta ráðið að fara að sofa... En ef maður hugsar of mikið um þetta þreytist maður og þá er eins gott að fara bara stax að sofa og gleyma öllu sem ógert er. En af öllu þessu svefn tali syfjar mig svo óskaplega að ég hugsa að ég fari bara að sofa. Og áður en ég fer að telja hvað ég er búin að skrifa "Að sofa" oft þá ætla ég bara að hætta þessu og snauta beint í rúmmið...ZZZzzzZZZ

sunnudagur, 14. október 2007

Rafmagnslaust

Áðan fannst mér eins og einhver hefði kippt mér áratug aftur í tímann. Við mæðgur sátum og horfðum á danska þáttaröð í sjónvarpinu þegar rafmagnið fór. Þetta gerðist oft á veturna þegar ég var minni en ég er núna. Þá varð ég hrædd fyrst, hrædd við myrkrið. Síðan fann mamma oftast vasaljósið og kveikti á mörgum kertum, afi kom upp stigann með kerti í hendinni og þá var bara notalegt að sitja við ljósin og spjalla saman.

Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir rafmagnsleysi, það verður eins og gefur að skilja alveg dimmt, hvergi er birtugjafi, ekki einu sinni úti. Rafmagnsleysinu fylgir líka kyrrð, það fer engill um húsið og það er eins og allir verði rólegri og meira afslappaðir.

Nú til dags stoppar rafmagnsleysið reyndar bara stutt við. Ég var hálfnuð út ganginn að sækja vasaljósið þegar rafmagnið kom á ný og við lukum við að horfa á þáttinn.

Engu að síður var gaman að verða 10 ára aftur...

laugardagur, 13. október 2007

Saga af úri

Einu sinni var maður, hann hét Sigurður, var bóndi og bjó á Hæli. Hann átti eitt sinn armbandsúr sem hann gekk með hvunndags. Eitt sinn gerðist það að hann týndi úrinu og skyldi hann ekki hverju það sætti. Hann kippti sér þó ekki mikið upp við það heldur fjárfesti í nýju úri um leið og efni stóðu til. Mörgum árum síðar, nánar tiltekið í síðustu viku, var Sigurður að slétta og moka skít ofan af planinu fyrir utan fjárhúsið. Hann notaði til þess forláta dráttarvél með stórum ámoksturstækjum sem hann hafði nýlega keypt. Þegar hann var orðinn sáttur með verkið stökk hann út úr Jóni Dýra. Hann stóð smá stund og virti fyrir sér verkið, hann var sáttur og ánægður. En þar sem hann stóð á miðju planinu tók hann eftir úrskífu við fætur sér. Þar var þá úrið fundið. Hefði hann farið millimeter neðar með dráttarvélarskóflunni, þá hefði hann eyðilagt úrið, eða mokað því upp á kerru.

Köttur úti' í mýri, setti' upp á sér stýri, úti' er ævintýri...

fimmtudagur, 11. október 2007

Allt BRJÁLAÐ að gera

Jæja núna er komin fimmtudagur sem þýðir að það var miðvikudagur í gær og föstudagur á morgun. Sko ég man suma hluti ;-D En undanfarnar tvær vikur hefur allt verið á fulllllllu... Var í fimm prófum í þessari viku og skilaði einu stóru verkefni... en núna er sem betur fer bara eitt próf eftir hehe... þessari viku maður veit nú aldrei hvað næsta vika ber í skauti sér. En ég geri nú fleiri hluti en að vera í skólanum(þótt ég eyði stæsta hluta dagsins þar) en það er ball á morgun og ég held að það verið gegggggjað gaman. Anna frænka ætlar að koma líka og það verður geggjað stuð...En þetta er Halloween ball og þá er nú um að gera að hafa það eins langt í burtu og hægt er til að gera þetta meira spúúúúkí...ég hræddi bara sjálfa mig með þessu....hehe en það er í Njálsbúð. en var að fatta í þessum skrifuðu orðum að þetta ball er á vegum starfsemi innan skólans þannig kannski er skólinn lífið eða lífið skóli allt eftir því hvernig menn vilja snúa því...en áður en ég fer að deila með ykkur of djúpum pælingum þá ætla ég bara að segja þetta gott.

laugardagur, 6. október 2007

Mikið er alltaf gott að vera heima.

Nú er sólin sest bakvið Háholtsfjall og hún litar himininn alveg appelsínugulan. Ég sit niðri í borðstofu við kertaljós. (engin loftljós hér og erfiðara að reikna í myrkri) Veðrið er búið að vera yndislegt í dag, héðan úr stofunni sé ég líka trén í garðinum sem eru bæði græn, gul og rauð. Ég talaði við Helgu í síma í dag. Hún var hress og kát, sagðist hafa farið í partý í gær þar sem flutt voru tónverk á bjórflöskur. Hún sagðist hafa verið hljómfögur þríund.

Í gær tókum við slátur. Mamma fól upp á meðan við pabbi saumuðum fyrir, það gekk mjög vel og við pabbi fórum í keppni um hvort gæti saumað hraðar. Ég ábyrgist að það kom þó ekki niður á saumaskapnum... Ég hitti líka Sigurð Inga dýralækni í gær. Alltaf gaman að spjalla við hann. Við komumst að þeirri niðurstöðu að líklega væri frostmark kindablóðs ekki svo frábrugðið frostmarki kúamjólkur. Svona til fróðleiks þá frýs mjólk við u.þ.b. -0,5 gráður á celsius skala.

miðvikudagur, 3. október 2007

HANDI

Jæja núna er klukkan orðin svolíði margt og það eina sem ég er að gera fyrir utan að skrifa þessa setningu er að bíða eftir að batteríið er orðið það lágt að það megi hlaða það. En ég hlakka alveg mergjaðslega til helgarinar. Ekki að ég ætli að fara að gera eitthvað sérstakt heldur er þessi vika bara búin að vera brjáluð og næsta hálfum verri þannig það er eins gott að safna kröftum. En það er nú bara miðvikudagur þannig það er kannski aðeins of snemt að fara að tala um helgina. Og aðeins of seint að tala um þá síðustu(sem ég ætla samt að gera). En um síðustu helgi fórum við öll fjölskyldan upp í Grafarvogs kirkju. En þar átti að veit Nýsköpunraverðlaun grunnskólana árið 2007. Og vitið menn ég og Dóra áttum báðr hlutverk við þessa athöfn. Ég átti að taka á móti verðlaunum en Dóra að afhenda þau ásamt Klöru og forsetanum og sitja við hliðin á menntamálaráðherranum. En þetta gekk allt ljómandi vel fyrir sig. en það sem merkilegast var að verlaunagripurinn í ár var smækkuð mynd af uppfinningu sem Dóra og Klara fundu upp í 4 bekk en það var hinn bráðsniðugi Handi. Núna á ég einn slíkan:-) En undir þessum verðlauna grip stóð "HANDI Dórótea Höeg Sigurðardóttir og Klara Jónsdóttir". Nema undir mínum stóð "HANDI Stóra systir og Klara" sem mér þótti alveg einstaklega skemmtilegt.
En núna er batteríið alveg að verða búið bæði í mér og í tölvunni þannig ég segi þetta gott um síðbúið blogg um atburði helgarinnar.

Hjóla, án þess að nota hendurnar

Ég missti alveg af því að læra að hjóla án þess að nota hendurnar... (það er líka frekar erfitt á malarvegi) Ég held þess vegna stífar æfingar þessa dagana og gengur bara nokkuð vel! Ég reyni það reyndar ekki í miklu roki... vil ekki eiga á hættu að fjúka út í tjörn. (Það hlytist nefnilega svo mikið vesen af því)

Ég er líka búin að komast að því að margar malbikaðar götur eru eins í laginu og tún sem hafa verið plægð á réttan hátt... (þær eru efstar í miðjunni og hallar út að gangstéttunum báðu megin.)

hjólakveðjur

mánudagur, 1. október 2007

Hvað er það við Tónlistarskóla Árnesinga sem fær mig alltaf til að líða vel? Mér dettur ýmislegt í hug:
-þar er alltaf allt svo heimilislegt
-allir þekkja alla
-andrúmsloftið er létt og skemmtilegt
-Ragnhildur á skrifstofunni
-frábærir kennarar
-tónar í hverju skúma skoti
-aðstæður til að hugsa um eitthvað allt annað en eiginleika steypu í togspennu eða tvinnfallagreiningu

Veit að þetta er alls ekki tæmandi listi... dettur ykkur fleira í hug?