fimmtudagur, 29. nóvember 2007

ljósakrónan

Kom inn í mjög gamalt hús í dag. Timburhús með fallegum gluggum. Innan dyra var mikið af hlutum, stórum sem smáum. Ég þvældist niður í kjallara, þar var fremur dimmt, þó var nóg af ljósakrónum af mörgum stærðum og gerðum. Annar gestur í húsinu gekk um á hæðinni fyrir ofan mig, það brakaði í gólfinu undan þunga hans. Er hann steig fæti niður beint fyrir ofan eina ljósakrónuna kviknaði á henni.