Ég var að hugsa á leiðini í rútunni í morgun hvað það er gott að sofa. Ég meina það er eininlega allra bóta mein. Ef þú ert í fúlu skapi farðu að sofa, ef þú ert í vondu skapi farðu að sofa, ef þú ert í góðu skapi farðu að sofa og ef þú ert þreyttur þá er lang besta ráðið að fara að sofa... En ef maður hugsar of mikið um þetta þreytist maður og þá er eins gott að fara bara stax að sofa og gleyma öllu sem ógert er. En af öllu þessu svefn tali syfjar mig svo óskaplega að ég hugsa að ég fari bara að sofa. Og áður en ég fer að telja hvað ég er búin að skrifa "Að sofa" oft þá ætla ég bara að hætta þessu og snauta beint í rúmmið...ZZZzzzZZZ
miðvikudagur, 17. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|