Mér finnst alveg magnað að ég geti setið hér við fínu nýju fartölfuna mína og pikkað inn nokkur orð og þá geti bara allir lesið það!
Í sumar hitti ég strák í Englandi sem kom frá Kína og við erum búin að vera senda e-mail síðan þá. Alveg magnað ég sit á Íslandi og hann í Kína!!!
En nóg um það. Búið að vera brálað að gera það sem liðið er af vikunni....(það er þriðjudagur)... en stundum er þetta bara svona. Söngkeppnin á fimmtudaginn og ball á föstudaginn... úff spurning hvort maður hefur orku í þetta allt.
En læt þetta gott heita í bili.
þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Alveg magnað
Ritaði Jóhanna Høeg klukkan 3:25 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|