Margt hefur drifid á daga mína sídan sídustu bloggfaerslu. Fyrir utan tad ad ganga í skólann, aefa mig og laera heima er nóg um ad vera.
Tónleikar í Nürnberg!
Fimmtudaginn 8. nóvember fórum vid á tónleika med fílharmóníusveit Ungverjalands. Tónleikarnir voru í Nürnberg. Vid fórum nokkrir krakkar saman - ein stelpa úr hópnum ad nafni Anne baud okkur fyrst öllum í mat heima hjá sér (en hún býr í Nürnberg) og svo (eftir nokkurn rugling med ad rata:)) fórum vid á tónleikana sem var ótrúlega gaman!
Fimmtudaginn 8. nóvember fórum vid á tónleika med fílharmóníusveit Ungverjalands. Tónleikarnir voru í Nürnberg. Vid fórum nokkrir krakkar saman - ein stelpa úr hópnum ad nafni Anne baud okkur fyrst öllum í mat heima hjá sér (en hún býr í Nürnberg) og svo (eftir nokkurn rugling med ad rata:)) fórum vid á tónleikana sem var ótrúlega gaman!
Vid Moritz, hann er víoluleikari og alveg ad vera búinn ad laera tungubrjótinn um tryppin og tröllslygudu trússhestana... ekki slaemt verd ég ad segja!! (var ad spá í ad baeta vid hér fyrir aftan ,,af víóluleikara ad vera" en ég er ekki svo vond - svo ég sleppti tví:)) Skemmtilegur strákur med húmorinn í lagi:)
Vid heyrdum Danssvítu eftir Bartók, Haydn trompet konsert og Brahms synfóníu. Mikil upplifun. Stjórnandinn stjórnadi meira ad segja Brahms án partítúrs (ísl.: raddskrár;)) Ekkert smá flott tónleikahús líka... aetli nýja tónlistahúsid í Reykjavík verdi eitthvad í líkingu vid tetta?!?
Vid Marina med rósirnar okkar!! Hefdi verid gaman ad segja frá tví ad tveir myndarlegir ungir herramenn hefdu faert okkur taer... en verd víst ad svekkja lesendur med tví ad rós fylgdi med er prógrammid (ísl.:dagskráin) var keypt... Marina er píanóstelpa og valfag selló alveg eins og ég:) Ótrúlega fín og skemmtileg stelpa.
Eftir hámenningu kvöldsins tótti vel vid haefi ad skella sér á Burger King og fá sér ískalt kók eda ís ádur en vid héldum aftur heim á leid til Dinkelsbühl glöd og ánaegd eftir skemmtilega ferd:)
Verslunarleidangur til Würzburg!
Markmid: Dressa alla upp fyrir valsakvöldid!!
Verslunarleidangur til Würzburg!
Markmid: Dressa alla upp fyrir valsakvöldid!!
Allir hressir árla dags laugardaginn 17. nóvember á ,,brautarstödinni" í Dinkelsbühl. Tar stoppar engin lest en í stadin er haegt ad taka straetó:) Daniella nidursokkin í straetó- og lestaráaetlunina.
Tegar mikid er búid ad versla er naudsynlegt ad setjast einhversstadar á gott kaffihús og fá sér köku og heitt súkkuladi:) Frá vinstri: Daniella, Viktor, einhver sem tród sér med á myndina, Miriell.
Tad tekur á ad versla. Daniella adalstílisti bídur spennt eftir ad Miriell er búin ad máta hvíta skyrtu hinu megin vid tjaldid:)
|