Leit stendur yfir
að einhverju sem týndist.
Það var einhvern veginn
en ekki allt sem sýndist.
Tildrögin þau
að það fór að heiman
skildi búsmalann eftir
og bað menn að geym'ann.
Eitt er þó ekki síst
en enginn hefur á það minnst
að því verður víst ekki lýst ...
ekki fyrr en það finnst.
Þórarinn Eldjárn
fimmtudagur, 27. desember 2007
Tapað fundið
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:51 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|