Um daginn fórum við Jón Emil út að borða með nokkrum félögum. Á leið okkar í gegnum campus eftir góða máltíð urðum við vitni að mjög skemmtilegum sið. Nokkrir strákar, kannski tylft, höfðu safnast saman í hvelfingu líkri þeim sem eru á myndunum. Þeir röðuðu sér í hring og sungu a capella og það var virkilega fallegt. Hljómurinn í hvelfingunni var svo skemmtilegur og hugmyndin góð. Þessar hvelfingar eru víða um campus.
þriðjudagur, 9. mars 2010
Skemmtileg upplifun
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 4:03 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|