Ég minnist þess einu sinni að hafa farið í keppni (ég held við Helgu) um það hvernig maður stafsetur New York City. Það er sko ekkert grín. Nú er ég búin að læra það og á laugardaginn var fórum við Jón Emil og Doug þangað til þess að skoða okkur um. Hér fylgja nokkrar myndir úr ferðinni sem var í alla staði vel heppnuð. Við löbbuðum yfir Brooklyn Bridge, það er mikil upplifun (kannski sérstaklega af því að ég er svo mikið byggingarverkfræðinörd). Svo skoðuðum við okkur um í Kínahverfinu og loks tókum við þátt í mörg þúsund manna koddaslag á Union Square.
föstudagur, 9. apríl 2010
NYC
Ritaði Dórótea Høeg klukkan 2:48 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|