sunnudagur, 2. maí 2010

ZzZzZz

Rúmið sem ég keypti og fékk tilsent frá IKEA kom í gær. Við tvær röskar ungar konur töldum það nú lítið mál að tjasla einu stk. rúmi saman. Við nánari athugun kom í ljós að það var hægara sagt en gert. Eftir dálitla leit að leiðbeiningunum komumst við að því að það voru 42 skref og 258 skrúfur!!!


Line í öngum sínum yfir öllum skrúfunum... því engin var borvélin...


Eftir mikið púl tókst það samt!! og já mamma ég er sofandi, athugaðu bara augun ;o)



Held þetta sé svona trikk hjá IKEA, ef það er mjög erfitt að setja rúmið saman þá sefur maður alveg svakalega vel næstu nætur ;o)

Eitt er víst að ég mun ekki telja sauðfé á næstunni - þurfi ég að telja eitthvað þá tel ég skrúfur ;o)