föstudagur, 4. júlí 2008

Eine kleine Melodie...

Söng í fjórar klukkustundir í morgun.

Krakkarnir á öðru ári voru í kórstjórnarprófi og við hin sem ekki vorum í prófi vorum kórin:) Nokkuð áhugavert að sjá hvað allir eru algjörlega með sinn stíl þrátt fyrir að vera hjá sama kennara.
Annars er þetta búin að vera nokkuð strembin vika. Á miðvikudaginn var ég í tónheyrnaprófi - gekk bara ágætlega fyrir utan það að ég held ég hafi klúðrað fjórradda ,,skrifa niður laglínu" æfingunni dálítið hastarlega... en hvað um það, tvíraddaæfinginn gekk hins vegar eins og í sögu - ekki átti ég von á því!! Mér finnst rosa gaman í tónheyrn þó það sé oft nokkuð strembið, þá er kennarinn frábær og fer mjög skipulega og vel í efnið. Ég hef alla vega lært fullt;)
Svo var tónlistasögupróf. Hugsa að það hafi bara tekist nokkuð vel:D vorum að fást við Barock (skrifa það bara svona þið vitið hvað ég meina) tímabilið - Bach og allt sem því annars tilheyrir. Áttum meðal annars að greina fúgu eftir Bach - en það var ekkert svo erfitt. Aðalmálið þar er bara að ég orða hlutina svo skondilega þegar ég er að reyna að tjá mig í skrifuðu máli á þýsku!! En kennararnir taka því nú flestir bara létt og aðstoða mig:) Einn sagði við mig um daginn ,,Helga þú útskýrir hlutina nokkuð skemmtilega oft" ég útskýrði fyrir honum að ég væri algjörlega að bera hagsmuni kennarana fyrir brjósti þar sem tilgangur þessa væri einungis að gera leiðréttingaferlið hjá kennurunum aðeins áhugaverðara!!! Fékk út úr hljóðfærafræði lokaprófinu 1 mínus Sem sagt bara nokkuð ánægð með það. (Fyrir þá sem ekki þekkja þýskt einkunnakerfi þá er 1 best og 6 verst). Get ekki alveg lýst því með orðum hversu fegin ég er að vera búin í þeim áfanga - kennarinn er algjörlega kafli út af fyrir sig.
En ég er líklega farin að þreyta ykkur á prófasögum enda kannski ekki það mest spennandi...
Það er svo skrítið að hugsa til þess að þið eruð flest búin í prófum og allt og eruð að vinna!! Það er svolítið skondið að vera í skóla um hásumar! En það er skemmtilegra en ég hélt:D

En hvað er annas að frétta af mér?? Þegar prófatörn er í gangi (hún heldur að nokkru leyti áfram í næstu viku) gerist ekkert allt of mikið annað. Það er reyndar ekki alveg satt. Við erum byrjuð að undirbúa kveðjupartý, svo er ég náttúrulega að stjórna kvennakórnum mínum, á sunnudaginn er ég ef til vill að fara á hestbak, í síðustu viku voru lokatónleikar pop deildarinnar, á laugardaginn var, var bæjarhátíð í Dinkelsbühl og mikið fjör, á mánudaginn erum við að spá í að fara og tína jarðarber og búa til sultu og ekki má svo gleyma að njóta veðurblíðunnar og spóka sig í sólskininu þrátt fyrir sárt tap Þjóðverjanna í úrslitum á EM:D
Var komin með hið fullkomna svar á spurningum eins og ,,af hverju er Ísland ekki með lið á EM?" eða ,,er ekki til fótboltalandslið á Íslandi?" svarið er auðvelt - í fyrsta lagi, jú það er til fótboltalandslið á Íslandi (eh dö) og þannig er mál með vexti að hefði Ísland sent sitt lið hefði Þýskaland bókað ekki komist svona langt - heldur verið sent heim af Íslandi við fyrsta tækifæri:D Var oftast ekkert spurð neitt nánar eftir það!!

En ætli ég segi þetta ekki gott í bili! Læt kannski heyra frá mér aftur fljótlega. Hef verið aðeins of léleg við að setja inn fréttir. Ég tala nú ekki um bréfaskrif en ég er að fara að taka mig á og má vænta bót og betrunar innan tíðar. Hlakka til að sjá ykkur öll eftir tja - um það bil fjórar vikur!!

Bis dann - auf wiedersehen:D
Helga Pelga