Í morgun þegar ég vaknaði fannst mér eins og ég hefði sofið yfir mig... og það ekki lítið. Mér leið eins og það væri kominn desember. Það var í mér einhver desembertilfinning, get ekki alveg líst henni, hún er sambland, tilhlökkunar, innri róar, stress og ýmislegs fleira. Þegar mér varð svo litið út um gluggann og sá nýfallinn snjóinn brá mér í brún... Kannski hafði ég virkilega sofið yfir mig í heilan mánuð! Hver veit, allt getur nú gerst á 21. öldinni. Ég áttaði mig þó fljótlega og fór bara að reikna straumfræðidæmi á meðan fallegum snjónum kyngdi niður.
miðvikudagur, 22. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|