Smalaði fjallið með pabba í dag.
Veðrið var hrein út sagt y-n-d-i-s-l-e-g-t (lesist hægt og með áherslu á hvern einasta staf!)
Ég var á Skruggu - frábær smalahestur (takk fyrir lánið Dóra)
Þegar ég stóð uppi á Hamri í glampandi sólskini, blasti við mér þvílíkt útsýni.
Í Suðri sá ég vestmannaeyjar.
Leit ég inn til landsins skartaði Hekla sínu fegursta ásamt, Þríhyrningi, Eyjafjallajökli og Tindfjallajökli (svo dæmi séu tekin).
Sneri ég mér í hina áttina mátti sjá glampa á Langjökul, hvítir tindarnir voru svo fallegir í sólskinu.
Ég sá lengst fram í sveit.
Svo var náttúrulega Stóra-Laxá en hún var svo tær að ég sá alveg niður á botn(og hefði sko getað talið laxana synda framhjá ef það hefðu verið einhverjir...)
Þegar ég sagði Hildi frá þessu alveg heilluð í kvöld svaraði hún ,, og þú varst náttúrulega ekki með myndavélina er það??" Ég varð því miður að viðurkenna að svo hefði ekki verið... Það verða því bara að duga lýsingar en hér hefði annars komið mynd af mér brosandi út að eyrum með fjallahringinn í baksýn.
Það stendur því tvennt til boða; Ímynda sér það... eða bara koma með mér á hestbak einhvern daginn helst í góðu veðri?? það fer hver að vera síðastur!!!
miðvikudagur, 15. október 2008
Fögur er fjallasýn...
Ritaði Helga Høeg klukkan 11:32 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|